Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Qupperneq 19
MENNINGAR.ÞÆTTIR
285
M enningarþættir.
Þeir, sem ekki hafa fengizt til að vera með
í verkfalli eða í því að einangra vinnuveitanda,
í einu orði, hafa gerzt flokkrofar eða verkfalls-
rofar, hafa fengið illa að kenna á því hjá fé-
lögum sínum. Og stundum hafa verkmenn látið
þjóðfélagið alt fá að kenna á því, hvað þeir
gátu með því að halda hópinn, þegar verk-
föll hafa verið gerð í þeim vinnugreinum, sem
tnjög snerta alla jafnt, t. d. í. kolanámum, við
afgreiðslu skipa o. fl. og þegar svo hefur til
tekizt, hafa skoðanir manna stefnt ærið sitt
á hvað. Mönnum hefur farið að skiljast, að
verkmannamálið snertir ekki aðeins verkamenn
og vinnuveitendur, og snýst ekki um spurning-
inguna um meira eða minna kaup, lengri eða
skemmri vinnutíma, heldur er það mál, sem
seilist langt inn í þjóðfélagið og markar örlög
þess og afdrif, alt eftir því, hvort kjör verk-
manna eru betri eða verri, þeir gera hærri eða
lægri kröfur til lífsins, og hvað hátt eða lágt
stendur hið siðferðislega sjónarmið, sem þeir
sjá sig færa til að standa á. Meira að segja:
verkmannamálið getur farið svo, að það geri
út um það, hvort nútíðarmenning vor og stjórn-
arfyrirkomulag það sem nú er, stendur eða fell-
ur. Það er því eitt af hinum helztu stórmálum
heimsins, og þjóðmenning vor og valdafstaða
í heiminum er eingöngu undir því komin, að
því verði heppilega ráðið til lykta.
Þegar dæmt hefur verið um verkamanna-
málið, hafa einkum þrjár ólíkar stefnur komið
til greina. Ein þeirra ætlast til þess að verka-
maður og vinnuveitandi geri út um málið sín
á milli, án þess að þriðji maður, og þá ríkið,
komi til skjalanna; því að hlutverk ríkisins sé
það að halda uppi reglu og vernd yfir mönn-
um og eignum, bæði útávið og innávið, en því
komi ekkert við einkamáladeilur meðlima sinna,
meðan þeim er ekki stefnt fyrir dóm. Ef ríkið
lætur sér ekki þetta nægja, en fer að hlutast
til um einkamál manna, stofnar það aðeins til
glundroða og ógæfu og gerir erfiðara fyrir með
úrlausn málsins, því að annars greiddist úr mál-
inu af sjálfu sér, því að báðir flokkar mundu
sjá sér það fyrir beztu. Þessi er skoðun hins
svonefnda Manchesterskóla, en fáir fylgja hon-
um nú orðið, því að afstöðurnar eru orðnar
alt aðrar, enda hefur hvorugur málsaðila neitt
gert til þess greiða úr þrætunni eða vandanum
og bægja hættunni úr vegi.
Önnur stefnan, jafnaðarmenn eða sósíalist-
ar, ætlast aftur á móti til að ríkið geri alt. Það
á að vera lögráðamaður, kennari, vinnuveitandi,
bankari, verndari og gæzlumaður þess að öll-
um ákvæðum sé vandlega hlýtt, læknir tímans,
sem altaf á að vera við hendina til þess að
bæta úr, þegar krampaköstin hlaupa í þjóðfélag-
ið. Ríkið fengi þá þau botnlaus ósköp að gera,
yrði að vasast í öllu, smáu sem stóru, langt
fram yfir það sem áður hefur verið, meðan
hver maður varð að sjá um sig og sína velferð
sjálfur, en átti ekki víst að mega varpa öllum
vandræ$um upp á ríkið, hvað lítið sem var.
Stjórnarfyrirkomulag hér á voru landi hefur nú
á síðari árum færst allmjög í þessa átt, einkum
í kirkju- og fræðslumálum, og getur hver dæmt
um það sem vill, hvernig það reynist.
Þriðja stefnan hefur verið kölluð rtkisjafn-
aðar-stefna (ríkissósíalismi); hún fer ekki beint
fram á það, að ríkið sé vinnuveitandi, heldur
fer fram á það, að ráðstafanir séu gerðar til
þess að verkmenn séu verndaðir á lífi og lim-
um, en ekki ofurseldir skilyrðislaust vilja og
valdi vinnuveitenda. Það er eftir því skilyrðis-
laus skylda ríkisins að annast um, að þeir sem
eru verst settir og veikastir fyrir, verði ekki að
veslast upp og deyja fyrir sveltilaun, ofuráreynslu,
banvænar vinnustofur og verk, lífshættulegar
ráðstafanir o. s. frv. Hún heimtar vernd handa
verkamanninum í verksmiðjunni, hvíld handa
honum með því að stytta vinnutímann og gera
þær ráðstafanir, sem hjálpa honum til að ná
virðingarstöðu í þjóðfélaginu og útvega honum
þolanlega mannlega lífstilveru, svo að hann
gæti tekið þátt í fleiri unaðsemdum lífsins en
þeirri einni að drekka sig fullan. Það er hjálp
þjóðfélagsins, hjálp ríkisins, sem á að styðja