Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Síða 10
130
NYJAR KVÖLDV0KUR.
á kaf í prótókollana og nærri kafnaður í reikn-
ingum og kvittunum. í rauninni hefur hann
ekki agnarögn vit i þessu, og botnar ekkert í
neinu, en til þess að sýnast það, klemmir hann
nefgleraugun fast á nef sér, les nokkrar tölur
hátt upp og leggur saman einn dálk eða svo,
og tautar við og við á milli: »Rað er ágætt»
og setur upp mesta skynsemdarsvip.
Sumpart til að villa hann og sumpart til
að gefa strákunum tíma til að rífa af sér mestu
óhreinindin, fer yfirmaðurinn að halda smálof-
ræður um sjálfan sig. Aldrei hefði stofnunin
verið í öðrum eins blóma eins og nu. Mann-
dauði hefði minkað. (Rað get eg skilið, því
að veikustu börnin voru öll dauð fyrir löngu).
Og altaf stæðu akuryrkja og dygð nákvæmlega
á sama stigi. Rófnafengur hefði verið í bezta
lagi og stæði upp á hár í hlutfalli við fram-
farirnar í andlegri uppreist fanganna.
»Agætt, það er ágætt,« sagði yfirskoðand-
inn með diinmri röddu, og hefði þá vel getað
komið fram sem æðsti prestur.
En hálfur klukkutími er ekki stutt stund,
og yfirmaðurinn verður að þrífa til hreinasta
smælkis til þess að tefja tímann.
»Leyfið mér, herra yfirskoðandi, að leggja
hér fyrir yður tvö stórmerkileg skjöl.«
Hið fyrra var bréf frá heiðarlegum bónda
þar úr sveitinni. Hann þakkaði þar yfirmanni
uppeldisstofnunar Hásléttunnar að hann hefði
gert duglegan vinnumann úr fimtán vetra strák,
Hippolyte Maubue, og kvaðst hann hafa góða
ástæðu til að vera ánægður með hann. En
þessi heiðarlegi bóndi getur þess ekki, að hann
borgar Hippolyte Maubue hlægilega lítið kaup
og lætur hann lifa því sem næst á svínamat.
Hitt bréfið þefjar af hinni verstu lygi; það er
þakklætisbréf frá þessum Hippolyte til velgerða-
manns síns, hr. Steins kapteins. Og það mátti
ekki seinna vera, sem Steinn kapteinn kom fram
með þessi merkisskjöl, því að þrem dögum
síðar hljóp þessi Hyppolyte burt úr vistinni,
en braut fyrst upp peningaskápinn í svefnher-
berginu og hirti þaðan sokkbol troðinn upp
með peningum.
»Agætt, það er ágætt,« tautar yfirskoðand-
inn hvað eftir annað.
Rödd þessa manns lá undarlega djúpt, fyrir
neðan stóra F. Pað var eins og hann sækti
hana ofan í stígvélin sín. Pað var einsog mað-
ur heyrði allraneðstu tónana á orgeli urra neð-
an undir honum.
Loksins er hálfa stundin liðin.
Hvort yfirskoðandinn vildi Iíta eftir í stofn-
uninni sjálfri?
]ú, það vill hann gjarnan. Auðvitað fær
hann ekki að sjá nema tvö herbergi, smiðjuna,
þar sem alt glymur og glamrar af hamarshögg'
um (það gerir góð áhrif), og burstagerðarhús-
ið (»mjög ábatasamt fyrir ríkið, hr. yfirskoðandi«)
og var þar sýnt aðdáanleg þolinmæðisverk;
það var mynd af forseta ríkisins, gerð úr hross-
hári.
»Mjög einkennilegt,« drundi djúpa röddin.
Alt í einu drundi við herlúðrasöngur. En
hvað það var notalegt. Þeir blása Marseille-
slaginn. Steinn kapteinn er ekki lengi að teygja
yfirskoðandann með sér út á þjóðveginn, og
fanst honum þar mikið til um, þegar drengja-
flokkurinn heilsaði honum þar með trébyssum
sínum.
»Horfið —beint fram,« skipaði kapteinninn
fyrir svo myndalega, sem hin sífelda ræma
leyfði honum. Heræfingar drengjanna voru vndi
hans og eftirlæti, og þeir voru myndarlegir að
sjá, strákarnir, þar sem þeir stóðu í röðum •
nýju blússunum, burstuðum skóm, með her-
mannahúfur á höfðum og með leðurbelti yf'r
um sig. Yfirskoðandinn getur ekki greint í tutt-
ugu skrefa fjarlægð lastafullu og veiklulegu
andlitin, heiftúðugu augun, dýrslegu skoltana
og útbrotin og kirtlasárin. í fjarlægð og í hóp
saman voru þeir alt að því myndarlegir —hrein-
ir og glæsilegir eins og nýslegnir túskildingar.
Reir voru líka börn þrátt fyrir alt.
»Oætið að!... Myndið raðir!... Fánann í
hægri arm!... Til hægri!... Byssur á hægri —
öxl!...Afram — gakk!«
Peir gerðu hreifingarnar með mestu ná-
kvæmni, Bumburnar duna. Lúðrarnir blása