Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Blaðsíða 12
132
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
bar sama árangur, þeir fundu ekkert. Þá duttu
Tuma í hug orð Jóa: »undir krossinum.« Það
hlaut því að vera þar í nánd, *því það var ó-
mögulegt að geymslustaðurinn væri í klöppinni
undir klettinum. Þeir settust nú niður að hvíla
sig, en að vörmu spori spratt Tumi upp aftur.
Hann hafði tekið eftir því, að leirinn var mest
troðinn á einum stað. Þeir fóru því að grafa
þar ofan í leirinn, Tumi með hnífnum sínum,
en Huck kraflaði upp leirinn með fingrunum.
Er Tumi hafði grafið svo sem fjóra þumlunga
niður, rakst hnífsoddurinn i tré.
»Heyrðu til, Huck!« hrópaði Tumi.
Nú fór Huck að verða ærið stórvirkur að
klóra upp leirinn og Tumi pældi sem ákafast
með hnífnum. Eftir stundarkorn komu í Ijós
nokkrir borðstúfar; tóku þeir þá upp og kom
þá í ljós allþröng klettarauf. Tumi klifraðist
þarna niður og skreið svo á fjórum fótum eft-
ir Iágum og þröngum göngum og hélt Ijósinu
fram undan sér, en Huck kom á eftir. Þessi
þröngu göng lágu niður á við og ýmist til
hægri éða vinstri, Loks beygði Tumi fyrir
hvasst klettanef og hrópaði: »Flýttu þér, Huck!
Komdu og líttu á!«
Já, þarna lá kassinn í svolítilli holu inni í
klettinum. Hjá honum lá tómt púðurhorn, tvær
byssur í leðurhylkjum og tvennar eða þrennar
mokkasínur, leðurbelti og ýmsir fleiri munir;
alt var þetta rennvott af lekavatni.
»Loksins náðum við þó í hann!« hrópaði
Huck og skein út úr honum gleðin er hann
rótaði í gullinu. »Nú hljótum við þó að vera
rikir, Tumi!«j
»Eg hefi nú altaf verið viss um að við
mundum ná í þetta gull fyr eða síðar, enda er
hér nú sjón sögu ríkari! Við skulum nú ekki
tefja lengi tímann hér, en reyna að komast út
með kassann. Ætli við getum lyft honum?«
Hann vó á að gizka 25 kiló, að það var
með naumindum að Tumi gat tekið hann upp,
svo það var óhugsandi að þeir kæmu honum
út í heilu lagi. »Mér datt þetta í hug,« sagði
Tumi. »Eg sá það um daginn í Draugahúsinu,
að þeir fóru ekki svo léttilega með hann. Það
var gagn að við höfðum pokana' með okkur.«
Þeir flýttu sér nú að láta gullið í pokana
og báru þá upp úr klettaraufinni.
»Eigum við ekki að taka með okkur byss-
urnar og dótið?« spurði Huck.
»Nei, við látum það vera hér. Við þurfum
ekki á byssunum að halda fyr en við erum
orðnir ræningjar, þá koma þær í góðar þarfir.
En nú skulum víð komast á stað, við erum
búnir að vera hér svo lengi. Það er farið að
líða á daginn og eg er orðinn soltinn. Þegar
við komum í bátinn, skulum við fá okkur bita
og reykja okkur eina pípu.«
|T Eftir stundarkorn komu þeir út úr runnan-
um með gullbyrðar sínar og lituðust varlega
um áður en þeir gengu til bátsins, og er þang-
að kom, borðuðu þeir nesti sitt og fengu sér
í pipu. Síðan reru þeir heimleiðis og voru
glaðir í bragði. Þegar þeir lentu við þorp-
ið var orðið dimt.
Tumi stakk nú upp á því, að þeir fælu
peningana um nóttina á hlöðulofti frú Dou-
glas ; skyldu þeir svo koma þangað snemma
um morguninn eftir og skifta þeim bróðurlega
á milli sín. Tumi fór nú ’ð sækja lítinn vagn
sem hann vissi af einhversstaðar, en lét Huck
gæta á meðan gullsins. Hann kom aftur að
vörmu spori með vagninn; létu þeir af hann
gullpokana, huldu þá með gömlum strigadrusl-
um og héldu á stað. Er þeir komu að húsi
Vallisers gamla, námu þeir staðar til að hvíla
sig. En þegar þeir voru að halda á stað aftur,
kom Jones gamli út og kallaði: »Hverjir eru
þarna!«
»Huck og Tumi Sawyer.»
»Það var heppilegt! Komið þið nú með
mér, drengir, ykkar er beðið með óþreyju.
Haldið áfram, eg skal hjálpa ykkur með vagn-
inn. Hver skollinn, hann er, svei mér, þyngri
en eg bjóst við. Er þetta múrsteinn eða járna-
rusl?«
»Það er gamall málmur.« svaraði Tumi
þurlega.
»Já, eg bjóst við því! Þið eyðið meiri
tíma til að safna saman allskonar járnrusli,