Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Síða 16
136
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
miskunnarlaust, ganga til rekkju milli drifhvítra
rekkjuvoða, sem hvergi var á einn einasti at-
blettur eða gat, er hann gæti þrýst að hjarta
sér sem gömlum tryggum vini! Hann varð að
borða með hníf og fork, þurka sér á vasaklút,
fást við bolla og diska; líka varð hann að
læra það sem honum var sett fyrir og fara t
kirkju. Hann varð að tala að heldra fólks hætti,
merglaust mál, en mátti ekki lengur viðhafa
sín gömlu, kjarngóðu orðatiltæki, enda fanst
honum slíkt frámunalega heimskulegt og aula-
legt. Hvert sem hann sneri sér, slógu siðmenn-
ingarlögin hlekkjum sínum um hann.
í dagstæðar þrjár vikur bar hann þjáning-
ar sínar með hugrekki píslarvottsins, en einn
daginn hvarf hann. Frúin lét leita hans um alt
í tvo sólarhringa. Margir heimsóttu hana til að
votta henni hluttekningu sína. Menn leituðu
alstaðar. Rað var meir að segja dregið fyrir í
fljótinu, en alt kom fyrir ekkert, Huck fanst
hvergi.
Snemma morguns hins þriðja dags frá
hvarfi hans, fór Tumi að leita. Hann gekk rak-
leitt að nokkrum tóinum tunnum er hrúgað
var upp bak við gamla slátrunarhúsið og þar
fann hann strokumanninn í einni tunnunni,
Hann var rétt að enda við morgunverðinn
sinn, sem voru ýmsar matarleifar^ er hann hafði
hnuplað sér til og frá. Hann lá endilangur í
tunnunni og var í mestu makindum að reykja
pipu sína; var hann nú hvorki þveginn né
greiddur og var nú kominn í gömlu ræflana,
sem hann unni svo mjög frá fornu fari.
Tumi vakti hann upp af vökudraumum
hans og fór að segja honum frá öllnm þeim
raunum, er hann hafði bakað frú Douglas með
brotthlaupinu, og skoraði á hann að koma með
sér heim til hennar. En þá hvarf hinn ró-
legi og ánægjulegi blær af andliti hans.
»Nefndu ekki slíkt á nafn við mig,« mælti
hann, »eg er búinn að reyna þetta líf til þrauta,
og mér er ómögulegt að halda slíkt út. Rað
getur aldrei vel farið! Retta er ekki við mitt
hæfi, eg er óvanur slíku. Frúin er að vísu ó-
sköp góð við mig, en það má einu gilda, eg
get ekki unað þessu lífi. Rað er kallað á mig
á morgnana á vissri mínútu og er eg þá þveg-
inn og nuddaður svo að löðrið spýtist í altar
áttir, og kemdur og greiddur svo eg ætla hreint
að ærast. Hún vill ekki lofa inér að sofa í
eldiviðarbyrginu og svo verð eg að klæðast
þessum viðbjóðslega þröngu fötum, sem ætla
alveg að gjöra út af við mig —það er eins og
ekkert loft komist í gegn um þau. Rau eru líka
svo horngrýti fín og hrein, að eg má hvorki
setja mig niður eða leggjast niður og því síður
velta mér í þeim. Og viltu trúa því að eg man
nú bráðum ekki Iengur hvað langt er síðan að
eg hefi skrunað mér niður í kjallaraháls — eg
gæti bezt trúað því að það væri liðið heilt ár
síðan! Og svo á eg að fara til kirkju og sitja
þar eins og drumbur, fattur og uppdubbaður,
kófsveittur í steikjandi hitanum og loftleysinu.
O hvað eg hata þessar hræsnisfullu prédikanir!
Maður má ekki svo mikið sem veiða þar eina
einustu flugu og því síðurað maður geti tugg-
ið sér eina tóbakstuggu til afþreyingar, — og
það sem tekur þó út yfir alt er það að verða
að pínast með skó á fótunum alla sunnudag-
ana út úr gegn. Frúin borðar á vissri mínútu,
háttar á vissri mínútu og fer á fætur á vissri
mínútu. Það verður alt til að ganga eftir þess-
um viðbjóðslegu föstu reglum, svo það er eng-
inn von til þess að eg og mínir líkar ^þoli
slíkt!« jjj
»En svona lifa allir almennilegir menn!«
sagði Tumi,
»Það er mér eitt og sama. Eg er búinn að
segja það, að eg get ekki afborið þetta. Það
er þrældómur að vera þannig bundinn. Og
svo kemur allur matur svo gott sem af sjálfu
sér — og með því móti verð eg ekki lengi að
missa matarlystina! Eg verð að biðja um leyfi
til að baða mig, já, eg get verið argasta kvik-
indi, ef eg þarf ekki að biðja um leyfi til allra
skapaðra hluta. Eg verð að tala svo teprulega
og hæversklega að eg nenni valla að opna
munninn til þess; hefði eg ekki gengið upp
herbergi mitt daglega og létt þar á hjarta mínu
með heljarorðtökum og kjarngóðum stóryrð-