Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 23
BRÚÐKAUP JOHN CHARRINGTONS 17 stökk yfir mosavaxinn vegginn og þræddi mig á milli legsteinanna. Þá heyrði eg allt í einu rödd Johns Charringtons og um leið kom eg auga á þau. Mary sat á flötum legsteini og sneri andlitinu beint móti geislandi sólinni á vesturloftinu. John lá við fætur hennar og það var rödd hans, sem rauf kyrrð hins gullna ágústkvölds. „Ástin mín! eg myndi rísa upp frá hinum dauðu ef þess þyrfti með, vegna þín“. Eg hóstaði strax, til þess að gefa til kynna nærveru mína og gekk fram hjá. Brúðkaupið átti að fara fram snemma í september. Tveimur dögum áður, þurfti eg að fara til borgarinnar í verzlunarer- indum. Lestin kom seint, eins og búast mátti við, þar sem við erum á þessum suðaust- ur útkjálka, og þegar eg stóð þarna nöldr- andi með úrið í hendinni, hver haldið þið, að eg hafi séð önnur en John Charrington og Mary Forster. Þau gengu fram og aft- ur á járnbrautarpallinum, leiddust og horfðust í augu og veittu enga at.hygli járnbrautarþjóninum, sem ' horfði glettn- islega á þau. Eg var ekki lengi að hugsa mig um og tróð mér inn í skot í farmiða- klefanum, og það var ekki fyrr en lestin var komin að pallinum, að eg skaust fram hjá þeim með töskuna mína í hendinni og settist inn í horn á reykingarvagninum á fyrsta farrými. Eg gerði það í þeim góða tilgangi, að þau sæu mig ekki, eins og eg bjóst fastlega við. Eg hrósaði sjálfum mér fyrir hyggnina, en hefði John ferðast einn síns liðs, þá hefði mér þótt gaman að samfylgd hans. En eg hafði hana samt. „Halló! kunningi“, heyrði eg hann segja glaðlega um leið og hann kastaði tösk- rrnni sinni inn í vagninn, „þvílík heppni, eg sem hélt að þetta yrði leiðinda ferða- lag“. „Hvert ertu að fara?“, spurði eg og forðaðist að líta á þau, en samt gat eg ekki annað en tekið eftir því, án þess þó að líta upp, að augu Mary voru xauð, eins og af gráti. „Til gamla Branbridge11, svaraði hann og lokaði dyrunum og hallaði sér út um gluggann, til að tala við unnustu sína. „Ó, eg vildi, að þú færir ekki, John“, sagði hún með lágri og alvarlegri röddu, „mér finnst einhvernveginn, að eitthvað muni koma fyrir“. „Hvernig getur þú haldið, að eitthvað komi fyrir mig, og ekki á morgun heldur hinn daginn er brúðkaupsdagurinn okk- ar?“ „Farðu ekki“, sagði hún með svo mik- illi biðjandi ákefð, sem myndi hafa sent töskuna mína og mig sjálfan á fleygiferð út úr vagninum. En hún var nú ekki að biðja mig, og John var öðruvísi gerður en eg; hann skipti sjaldan um skoðun og aldrei ákvörðun. Hann strauk aðeins fíngerðu hendina, sem hvíldi á vagnhurðinni. „Eg verð að fara, gamli maðurinn hefir verið svo góður við mig, og nú, þegar hann er í dauðanum, verð eg að fara til hans, en eg skal koma nógu snemma fyr- ir“ — síðustu orðin heyrðust ekki vegna hávaðans í lestinni, sem var að fara af stað. „Ertu þá viss um að koma?“, sagði hún, um leið og lestin fór að hreyfast. „Það mun ekkert koma fyrir“. Nú blés lestin. Þegar Mary var horfin sjónum hans, hallaði hann sér aftur á bak í sætinu og þagði um stund. Síðan fór hann að segja mér það, að guðfaðir hans, sem hann átti að erfa, lægi fyrir dauðanum í Peasmarsh Place, um 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.