Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 44
38 NÝJAR KVÖLDVÖKUR um menntun og bókmenntasmekk eigand- ans ruglaði hana algerlega og gerði henni órótt. Hún fékk hér alveg óvænta vitn- eskju um persónulega eiginleika þessa Araba, sem maður myndi ekki hafa rek- ist á hjá Araba með grunna yfirborðs- menntun. Nú virtist henni hann vera svo langtum ægilegri en nokkru sinni áður. Hún leit á úrið sitt, gripin af skyndileg- um ótta. Klukkustundn-nar liðu fljótt — bráðum myndi hann koma. Hún greip höndinni til hjartans, og augu hennar fylltust tárum. „Nei, ég má það ekki! Ég má það ekki!“ hvíslaði hún í örvæntingu. „Fari eg aftur að gráta, þá missi eg alveg vitið!“ Hún herti upp hugann, barðist gegn tárunum og gekk þvert yfir gólfið að stóra dívan- inum, sem hún hafði fyrirlitið áðan, og fleygði sér niður í mjúka koddana. Hún var svo þreytt — svo dæmalaust þreytt. Hún svaf, er þjónninn kom með teið, en hrökk upp með andfælum, er hann setti bakkann á lágborðið við hliðina á henni. „Hérna er teið frúarinnar. Viljið þér gera svo vel að segja til, hvort yður líkar það?“ sagði hann, og var að heyra á mál- rómnum, eins og að öll hans hamingja ylti á því, hvort innihaldið í te-könnunni væri, eins og það ætti að vera eða ekki. Umhyggja hans fyrir Díönu „fór í taug- arnar“ á henni. Og hún sem aldrei áður hafði orðið þess vör, að hún ætti taugar til í líkama sínum. Henni var svo sem ljóst, að hann gerði sér allt far um að þóknast henni, svo að henni liði vel, en eins og nú stóð á, virtist henni það aðeins ein auðmýkingin í viðbót við allar hinar. Hana langaði mest til að segja beint upp í opið geðið á honum: „Æ, farið þér nú burtu og látið mig í friði!“ Hana dauð- langaði til að vera óþægur skólastrákur, en hún stillti sig á ný og svaraði vingjarn- lega því, sem um var spurt. Og að augna- bliki liðnu fór hann út aftur, er hann hafði lagt fram vindlinga og eldspýtur handa henni, og brosti ánægjulega. Rétt undir kvöldið gat hún ekki lengur stillt sig um að líta út og litast um og anda að sér hreinu útilofti. Hún gekk því út í tjalddyrnar. Fyrir utan þær skyggði stór tjald-skýla á innganginn og var henni haldið uppi af tveimur langspjótum. Hún hélt áfram út úr skugganum og litaðist um. Vinjar þessar voru víðlendari en nokkrar þær, er hún áður hafði séð. Framundan tjaldinu var geysi-vítt opið svæði girt af breiðu belti af grönnum pálmum. Hinar tjaldbúðirnar lágu að baki tjaldi höfðingjans. Rétt í þessu úði og grúði af mönnum og hestum á opna svæðinu. Þar voru líka úlfaldar nokkru fjær; en það voru hestarnir, sem drógu að sér alla athygli hennar. Þeir voru all- staðar, sumir bundnir, aðrir lausir og gengu til og frá bandlausir, en suma þeirra teymdu ungir hestasveinar með löngum taumum. Nokkrir. Arabar komu ríðandi inn á milli pálmanna í útjaðri vinjanna. Hingað og þangað sá hún smá- hópa manna, sem voru að ýmsum störf- um. Þegar einhver gekk fram hjá henni, heilsuðu þeir henni virðulega og hneigðu sig djúpt; en að öðru leyti gáfu menn henni engan gairm. Hún horfði undrandi út yfir vinjarnar á allt þetta fjölbreytta morandi líf; þetta var þá sannarlega eyðimörkin — eyði- mörkin, eins og hún hafði hugsað sér, að fáir eða engir fengju augum litið. En gjaldið, sem hún varð að inna af hendi! Það fór hrollur um hana — en hún sneri sér allt í einu við af einkennilegum há- vaða skammt frá. Tryllingslegur hestur kom þjótandi á harða spretti rétt fram hjá henni og beit frá sér á báða bóga, og í beizlistaumunum héngu tveir menn hrópandi og hljóðandi og reyndu árang- urslaust að halda hestinum í skefjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.