Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 51
A R AB AHÖFÐIN GINN 45 ingum, sem kom í ljós í speglinum rétt aftan við hana og byrgði henni útsýn lengra út í herbergið. Höfðinginn stóð rétt fyrir aftan hana. Hann hafði komið inn, án þess að hún heyrði nokkuð til hans, á sinn sérkenni- lega hljóða hátt, og nú tók hann utan um herðarnar á henni og sneri henni við til að líta á hana, og hún engdist sundur og saman undir augnaráði hans, sem lýsti hreinni aðdáun, og beygði sig svo langt frá honum, sem unnt var. Hann hélt henni fastri með annari hendinni, og tók undir hökuria á henni og sneri andliti hennar í áttina til sín og brosti ofurlítið. „Settu ekki upp svona hræðslusvip! Það er þó ekkert annað, sem eg vil, en jafn hversdagslegir hlutir og dálítill sápubiti og þvottavatn. Maður verður að þvo sér um hendurnar öðru hvoru, þó að maður sé Arabi!“ Hann rak upp stuttan hlátur °g yppti öxlum vandræðalega og sleppti svo, og er hann hafði fundið rakhnífinn, slangraði hann inn í baðherbergið. (Framh.). ----------- Bókmenntir. QRÍMA 12. Ritstjórar Jónas Rafnar og Þorsteinn M. Jónsson. Seint á síðastliðnu ári kom 12. heftið af Grímu í heimsókn til hinna mörgu góð- kunningja sinna. Var það aufúsugestur sem endranær. Það má orðið segja með sanni, að allir unnendur þjóðlegra fræða hlakki til komu „Grímu“ á ári hverju, enda hafa þeir ekki enn orðið fyrir von- brigðum. Það er að vísu ætíð erfitt að gera sam- anburð, svo á engan sé hallað, en þó hygg eg það hefti, sem hér um ræðir, sé eitt hið bezta þeirra, sem enn hafa borist í þessu ritsafni. Skal það nú kynnt lesend- um N. Kv. Hin fyrsta og lengsta saga heftisins er „Þáttur af Rifs-Jóku“ skrásettur af Benja- mín Sigvaldasyni. í þætti þessum er dreg- in upp skýr þjóðlífsmynd frá s.l. öld. Þar getur að líta, til hverra óhæfuverka skilningsleysi og harðúð aldarfarsins gat leitt ýms þau af olnbogabörnum þjóðfé- lagsins, sem eitthvert táp var í og ekki gáfust upp við fyrsta högg. Þykir mér lík- legt að þátturinn veki samúð margra með hinni þrekmiklu ógæfukonu, sem háði baráttu sína á nyrsta hjara landsins, og lifað hefir í minnirigum heillar sýslu í næstum heila öld. Þátturinn er vel ritað- ur, en ástæðulaust þykir mér af höfundi að sneiða svo vendilega, sem hann hefir gert, hjá tilsvörum Jóku, þótt óhefluð séu. Mörg þeirra eru áreiðanlega vel prenthæf, og hefðu af engum dottið gull- hringirnir við að lesa þau, en þau gerðu myndina af Jóku fyllri en ella. Önnur sagan í ritinu er „Villa á örœf- um“, útvarpserindi Pálma Hannessonar rektors um hina furðulegu villu og björg- un Kristins Jónssonar, er síðar bjó lengi á Úlfá, frá afréttum Eyfirðinga og suður í Hreppa. Sú saga sýnir eindæma þrek og þolni - ásamt skýrri hugsun Kristins x þrautum hans. Hún er nýíslenzk hetju- saga, sem hefir í meðferð Pálma fengið þann búning, sem henni er samboðinn, enda er það skemmst að segja, að frá- sögnin öll er með ágætum. Höfundur fylg- ir Kristni hvert fótmál að kalla á hinni löngu öræfagöngu, og kemur höfundi þar að haldi, að hann er hverjum manni kunnugri á öræfum íslands, og þekkir ógnir þeirra og töfra allra manna bezt. Frásögnin um villu Kristins er svo ljós, að lesandinn hlýtur að lifa með honum mikinn hluta ferðalagsins, er slíkt ein- kenni góðrar sögu. Trúlegt þykir mér að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.