Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 27
BRÚÐKAUP JOHN CHARRINGTONS 21 hlið manns síns í litla kirkjugarðinum okkar á blóðbergsþöktu hæðinni — kirkju- garðinum, þar sem þau höfðu haft ástar- fundi sína. Þannig fór brúðkaup John Charringtons fram. Poul K. Jensen: Lars Sören í höfuðstaðnum. Sigurður Róbertsson þýddi. Það rigndi, svo að vatnið rann eftir götunum. Bílar og önnur ökutæki brun- uðu fram og aftur og sendu frá sér vatns- gusu á báða bóga, þær höfðu það jafnvel til að skjótast alla leið upp á gangstétt- irnar og skilja eftir merki á fötum fólks- ins, sem þar gekk. Þar voru þrengsli mik- il, olnbogaskot og smá hrindingar, því allir vildu flýta sér, sem mest þangað, sem ferðinni var heitið. Við Nýjatorg stóð ungur maður og glápti á umferðina. Hann var á að gizka tuttugu og tveggja ára, hár og rengluleg- ur. Frakkinn, buxnaskálmarnar og skórn- ir var allt rennvott, og vatnið draup af hattbörðunum, sem löfðu niður yfir eyr- un. Hendurnar hafði hann í vösunum. Frakkaermarnar náðu ekki nema skammt fram vfir olnbogana, svo að úlfliðirnir voru berir. Maður þessi hét Frits, Jens, Ólafur, Lars, Sören Nielsen, venjulega kallaður Lars Sören, eða bara Sören. Hann var ný- kominn í borgina í fyrsta sinn á æfinni. Það var því ekki furða þótt augun í hon- um væru nokkuð utarlega þessa stundina, því að margt óvenjulegt bar fyrir augu og eyru. Hann hafði komið gagngert til þess að sjá borgina. Nokkur undanfarin ár hafði hann lagt dálítið til síðu af kaupinu sínu, í þeim tilgangi, og að lokum var það orðin álitleg fúlga, nægileg til ferðarinnar. Hann hafði ekki séð mikið af dýrðinni ennþá, bæði var það að hann var nýkom- inn, svo var það ekki heiglum hent að komast áfram, án þess að eiga á hættu að verða fyrir farartækjum þeim, er um göt- urnar fóru. Hann var búinn að gera margar árangurslausar tilraunir til þess að komast þvert yfir götuna, en aldrei var hann kominn svo langt sem hálfa leið, er ótal bílar grenjuðu í kringum hann. Sumir þeirra máttu stanza alveg á meðan veslings Sören flýtti sér til baka upp á gangstéttina, með ókvæðisorð bíl- stjóranna eins og haglél á eftir sér. Raunar átti hann ekkert erindi yfir göt- una, svo hann tók þann kostinn að halda sig á gangstéttinni fyrst um sinn. En það gat ekki gengið til lengdar, hann mátti til með að sjá eitthvað meira. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.