Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 40
34 NtJAR KVÖLDVÖKUR III. Hlýtt og bjart sólskinið flóði inn í tjald- ið, er Díana vaknaði úr djúpum örmögn- unar-svefni, sem einna mest hafði líkst yfirliði eða dái, og í einu vetfangi var henni ægilega ljóst allt það, sem fyrir hana hafði komið. Hún litaðist snöggt um óttaslegin og fullvissaði sig um, að hún væri alein. Svo settist hún hægt upp í rúminu og augu hennar voru dökk af ótta, er hún litaðist kæruleysislega um í hinu afarskrautlega tjaldherbergi. Hún grét ekki — öll tár hennar voru þorrin. Þau höfðu öll runnið til þurrðar kvöldið áður, er hún skreið að fótum hans og bað hann þeirrar náðar miskunnar, er hann hafði eigi viljað veita henni. Hún hafði barist en aflið hafði ráðið, og baráttunni lauk þannig, að hún lá örmagna og hjálpar- vana í fangi hans, og hún varð gagntekin af sárri blygðun, er hún minntist þess, hve innilega hún hafði beðið hann að hlífa sér. Að hún skyldi hafa getað lagst svo lágt! En hana hafði brostið allan kjark, og sjálfstraustið hafði brugðist henni. Hún spennti greipar um hné sér og faldi andlitið.. — Huglausa bleyða! hvíslaði hún hæðnislega. Hversvegna hafði hún ekki þeytt framan í hann allri sinni andstyggð og fyrirlitningu? Hvers- vegna hafði hún þolað og þjáðst í þögn og þolinmæði? Honum hefði eflaust þótt minni skemmtun í því heldur en í örvita bænum hennar, sem hann hafði aðeins hlegið að kaldhæðnislega og hlakkandi, og sá hlátur fyllti hana ótta og skelfingu í hvert sinn, sem hún heyrði hann. — „Og eg sem hélt að eg væri þróttmikil og hug- rökk!“ tautaði hún sundurkramin. Loksins lyfti hún höfði og litaðist um í hinu stóra herbergi. Skraut þess og út- búnaður var einkennilegt sambland austurlenzks skrauts og íburðarmikils og venjulegra þæginda Norðurálfubúa. Hið íburðarmikia skraut, sem hvarvetna mætti augum hennar, bar greinilega vott um nautnagirni og munað, og henni virt- ist loftið þar inni þrungið af þeim kennd- um — og það fór hrollur um Díönu, án þess henni væri fyllilega ljóst, hvað oRi því. Þarna inni var ekkert sérstakt, sem særði fegurðarkennd hennar — skrautleg veggtjöld og dyratjöldin samsvöruðu sér vel í litum. Hér var ekkert af hinu ógur- lega ósamræmi, er hún hafði svo þráfald- lega séð hjá Indverjum. En hvert sem henni varð litið í herberginu, blasti við augum hennar á bersýnilegasa hátt, hve illa hún var sett, hérna í tjaldi Araba- höfðingja. Munir hans lágu út um allt. Á lágu borði með látúnsbakka lá hálfreykt- ur vindlirigur, sem hann hafði haft í munninum, er hann kom inn til hennar. í koddanum við hliðina á henni mótaði ennþá fyrir höfði hans. Hún starði á þetta, og hræðslan fyllti augu hennar. Og hún varð gagntekin af tilfinningu, sem hún réði ekkert við. Hún fleygði sér út af og reyndi að bæla niður í sér grátinn með því að grúfa sig ofan í mjúkan koddann og draga silkiábreiðuna yfir sig, eins og að hún hyggðist að finna vörn og vernd undir þessum þunnu slæðum. Endurminn- ingar næturinnar blöstu við henni í allri sinni skelfingu, unz hún að lokum þoldi ekki lengur að heyra til þess og hélt blátt áfram, að hún myndi missa vitið. Hugur hennar hélt samt áfram að glíma við þessi viðfangsefni — unz svefninn að lok- um deyfði öll skilningarvit hennar, svo að hún lokaði augunum og sofnaði. Það var komið hádegi er hún vaknaði aftur, og nú var hún ekki einsömul. Ung Arabastúlka sat á gólfábreiðunni við rúmstokkinn og horfði með nýfíkni á hana brúnum flauelsskærum augum. Er Díana reis upp í rúminu, stóð stúlkan upp og hneigði sig djúpt fyrh’ henni og brosti vandræðalega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.