Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 13
SUÐUR FJOLL / óttir, svo að lítilsháttar hlé skapast sást bjúgstör, blásveifgras, vetrarblóm, músa- eyra, grasviðir og rjúpnalauf. Aðrar plöntutegundir sá eg ekki, þótt ekki sé fyrh' að synja að fleiri kunni að finnast við nánari leit. Þessar fáu og strjálu há- fjallajurtir eru talandi tákn þeirrar lífs- orku, sem býður hinum ströngustu lífsskil- yrðum byrginn, og ferðamaðurinn, er finnur þær inni í hrjóstugustu auðnum vors kalda lands, hlýtur að fyllast aðdáun fyrir því lífi, sem svo er þrautseigt. Af -dýrum sást ekkert nema einmana kría, sem flögraði hálf ráðvillt yfir sandinum sunnanvert við Háöldur. Sólin skín í heiði. Klárarnir eru spor- léttir, rétt eins og þeir finni á móti sér angan grænna grasa. Sigurður ríður á undan og kveður ferskeytlur við raust. Annars rjúfa engin hljóð önnur en hófa- tök hestanna hina djúpu öræfakyrrð, Skömmu eftir að við fórum yfir Berg- kvísl komum við að vörðunum á Sprengi- sandsvegi, rétt norðan við Fjórðungskvísl. Klukkan var þá 4, og höfðum við verið réttar 5 stundir frá læknum við Lauga- fell. Við Fjórðungskvísl eru lítilsháttar mosaþembur, en þótt haginn væri sama og enginn urðu kláramir fegnir að grípa í sig hin fáu strá, er þar var að finna. Þar varð því 20 mínútna dvöl. Kvíslin var vatnslítil enda mun hún sjaldnast mikið vatnsfall. Við héldum nú sem leið liggur suður Sprengisandsveg. Þar er glæsileg útsýn til beggja handa. Hofsjökull blash við í vestri, með fellum og snarbröttum skrið- jöklum, en í austri gnæfa hinar snar- bröttu hlíðar Tungrwfellsjökuls. Þannig mæta fegurð og tilbreyting auganu hvert sem litið er. Á hægri hönd sézt stöðugt meira og meira til Þjórsár eftir því, sem sunnar dregur. Hún er þarna að smádrag- ast saman úr ótali kvísla, er skapa þessa mestu móðu lands vors. Engan, sem fylgt hefir Þjórsá innan af Sprengisandi undrar, þótt mikið sé vatnsmegin hennar, þegar hún kemur til byggða niður. Jafn- vel þarna norður frá rennur í hana fjöldi kvísla frá báðum hliðum, þótt drýgstan fái hún dropann undan Hofsjökli. Eftir nálægt klukkutíma ferð komum við í fyrsta hagablettinn, síðan við kvöddum Fellshalaflá. Eru þar gróðurteygingar meðfram Háumýrakvísl, þar áðum við um stund, voru þá liðnir 5 Vz tími frá því er við fórum úr Fellshalaflá, og mun sú leið ekki farin með sæmilegri ferð á öllu skemmri tíma. En ekki tjáir að dvelja hér. Eyvindar- ver er áfangastaðurinn, og degi tekur nú að halla. í Eyvindarver komum við kl. 7,30 eftir rúmlega 12 stunda ferð frá Geldingsá. Þegar frá er dregin dvölin við Laugafell, verður eigi annað sagt en vel hafi sózt ferðin. Við sláum tjaldi við kofarústir Eyvindar. Þeir hestanna, sem líklegastir voru til stroks eru heftir, þótt okkur þætti sárt að þurfa þess, en aðhald var ekkert og alltof mikið áhættuspil að láta alla hestana vera lausa. Við erum þreyttir eftir ferðina, og flýtum okkur að ljúka matseld og ganga til náða. Þoka hefir nú lagst á Hofsjökul og önnur ná- læg fjöll, svo að lítils er að njóta af út- sýn. í EYVINDARVERI. Eg hafði ekki sofið lengi, er eg vakn- aði við hófatak og haftaglamur. Eg vek Sigurð í skyndi og bið hann að líta eftir hestunum. Hann bregður við skjótt og hleypur út, en kemur að vörmu spori aft- ur og kveður nú Gunnbjörn til fylgdar við sig, því að lausu hestarnir séu allir teknir á rás, og hinir fylgi eftir sem höft- in leyfi, og sé nú einskis annar kostur en hefta allan hópinn, eða vaka yfir þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.