Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Qupperneq 3
NÝJAR KVÖLDVÖKUR • OKT. — DES. 1941 • XXXIV. ÁR, 10. —12. HEFTI
Magnús Magnússon:
Frú Elínborg Lárusdóttir
rithöfundur er fædd á Tunguhálsi í
Skagafirði 12. nóvember 1891. Ólst hún
upp með foreldrum sínum til sjö ára ald-
urs. Þá andaðist faðir hennar en móðir
hennar flutti að Villinginesi til Guðrúnar
dóttur sinnar, er þar var þá húsfreyja.
Var hún þar á vegum systur sinnar og
mágs til 15 ára aldurs. Fór þá á kvenna-
skóla á Blönduósi og stundaði þar nám í
tvo vetur. Haustið 1912 fór hún í Kenn-
araskólann. Var þá ætlun hennar að
halda áfram námi, en annan veturinn í
skólanum veiktist hún og var í febrúar
flutt á heilsuhælið á Vífilsstöðum. Þar lá
hún lengi mikið veik, eða alls næstum
samfleytt 14 mánuði. Dvöl hennar þar
varð hátt á þriðja ár. Hún komst þó svo
vel til heilsu, að hún hefir ekki kennt
þessa sjúkdóms síðan. En að afleiðingum
hans býr hún alla ævi. Hún giftist Ingi-
mari Jónssyni 18. maí 1918. Varð hann
prestur að Mosfelli í Grímsnesi 1922 og
gegndi því embætti til 1928, en þá fluttist
þau hjónjn til Reykjavíkur. Nú er hann
skólastjóri Gagnfræðaskólans. Nýtur
skólinn mikils álits undir stjórn hans og
þykja jafnvel kennslukraftar við þann
skóla einna beztir. Ingimar er gáfaður
maður og traustur í skapgerð og gegnir
margskonar trúnaðarstörfum. Þau hjónin
hafa eignast tvo sonu, Lárus og Jón.
Frú Elinborg Lárusdóttir.
Frú Elinborg segir sjálf svo frá, að til-
viljunin hafi ráðið því að hún fór að
skrifa skáldsögur, og að sjálf hafi hún haft
litla trú á rithöfundarhæfileikum sínum,
en fann hins vegar, að hún hafði gaman
af að fást við það og var mjög létt um að
skrifa.
19