Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Síða 4
N. Kv.
146 FRU ELINBORG LARUSDOTTIR
Árið 1932 mun fyrsta smásaga hennar,
Stjáni, hafa birzt, en svo komu fleiri skjótt
á eftir, og á síðustu árum hefir hún verið
einhver stórvirkasti skáldsagnahöfundur
vor; er hún þó mjög vandvirk, fágar og
breytir.
Þessar bækur hafa komið út eftir frú
Elinborgu:
Sögur 1935.
Anna frá Heiðakoti 1936.
Gróður 1937.
Förumenn í þrem stórum bindum á ár-
unum 1939—40.
Strax og fyrstu sögur hennar birtust
vöktu þær mikla eftirtekt. Hlutu þrjár
hinar fyrsttöldu bækur hennar mjög góða
dóma hjá beztu ritdómendum vorum.
Um Förumenn hafa flestir af ritfærustu
mönnum vorum skrifað og lokið hinu
mestu lofsorði á þessa miklu skáldsögu.
Er vafamál hvort nokkur íslenzk skáld-
saga hefir hlotið jafn góða dóma þeirra
manna, er gleggst skyn bera á skáldskap
og list. — Almenningur hefir líka sýnt það,
að hann kann að meta skáldskap hennar,
því að allar bækur hennar hafa selst mjög
vel og munu nú flestar uppseldar.
Frú Elinborg ritar hreina og látlausa
íslenzku og hefir frá upphafi haft sjálf-
stæðan s'tíl, og er það mjög fágætt um
byrjendur. Hún er hlutlaus í frásögn
sinni og hefir ríka samúð og glöggan
skilning á sögumönnum sínum. Sumar
persónulýsingar hennar eru prýðisvel
gerðar. Má t. d. nefna Andrés malara,
Þórdísi á Bjargi og Svein í Förumönnum.
— Þá hefir og þetta skáldverk hennar það
til ágætis sér, að bregða upp mjög glöggri
mynd af ýmsum þjóðháttum, siðum og
menningu þjóðar vorrar á síðari hluta 19.
aldar og upphafi hinnar 20.
Frú Elinborg hefir nú í bili — en vart
mun það lengi verða, svo mjög er henm
skáldhneigðin í blóð borin — snúið sér
frá skáldsagnagerðinni að öðru viðfangs-
efni, henni þó náskyldu. — Hún hefir nú
lokið við að skrifa ævisögu alþýðumanns,
sem lifað hefir nærfellt heila öld. Segir
hann sjálfur söguna en Elinborg klæðir
hana búningnum og skipar efninu niður,
eins og Hagalín gerði um ævisögur þeirra
Sæmundar og Hjalta, Verður þetta mikil
bók, 329 síður.
Maðurinn, sem söguna segir, heitir Jón
Eiríksson, og er hann og hinir nafnkunnu
Birtingaholtsbræður, Ágúst, Guðmundur
og Magnús, bræðrasynir. Jón er fæddur
1854 og er því nú á 87. aldursári. Er hann
vel ern að öðru leyti en því, að sjón er al-
gerlega biluð.
Sá, er þessar línur ritar, hefir lesið yfir
handritið og virðist honum svo sem hér
sé um merkilegasta rit að ræða, einkum
fyrir það, hversu glögga mynd það gefur
af háttum, lífi og menningu þjóðarinnar í
nærfellt heila öld, og þó einkum af tíma-
bilinu frá 1860—90, eða þar um bil. Einn-
ig sýnir ævisagan mjög vel baráttu og
lífskjör íslenzka alþýðumannsins á þess-
um tíma — þessari viðreisnaröld vorri. —-
Frásögn Elinborgar er látlaus, án allra
óþarfa málalenginga, málið hreint og með
viðkunnanlegum og íslenzkum frásagnar-
blæ.
Reykjavík í júlí 1941.