Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 5

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 5
N. Kv. Sigurður Róbertsson: Kennimaður. — SAGA — (Framh.). 23. Hinn rósrauði himinn sveitasælunnar var ekki lengur eins bjartur og skínandi og hann hafði verið fyrir sjónum frú Vig- dísar, á meðan hann var aðeins lokkandi og fjarlægt æfintýri. Það sem fjarlægt er, verður ætíð eftirsóknarverðara en það, sem við getum auðveldlega náð til. En svo þegar þetta fjarlæga, eftirsóknarverða æfintýri er orðin óaðskiljanleg nálægð, raunveruleiki, sem er svo óskyldur ósk- um þess og vonum, sem koma átti, þá verður mörgum það á að vakna upp við vondan draum, og þá er stundum erfitt að átta sig á því, sem hefir gerzt, hvað sé að gerast og hvað fram undan sé. Þessu var frú Vigdís að velta fyrir sér á leið sinni upp brekkurnar suður og upp undan bænum á Breiðavaði. Það vai sól- skin og hiti í loftinu, þó að ágústmánuður væri að kveðja. Með jöfnum, sígandi þunga nálgaðist haustið og síðan. vetur- inn, þessi langi, dimmi vetur, sem hún gat ekki annað en kviðið fyrir í fyrsta sinni á æfinni. Það var sunnudagur, og maðurinn hennar var ekki heima. Hann hafði farið út í Bakka, til þess að messa þar. Raunar voru þessar messur hans ekki nema nafn- ið tómt, því að nú orðið talaði hann oft- ast yfir tómum kirkjunum. — Henni leiddist heima, svo að hún gekk þetta sér til hugarléttis. En hvorki góða veðríð né fegurð náttúrunnar, sem breiddi úr sér fyrir augum hennar, gat fengið hana til þess að gleðjast og gleyma því, sem þjáði hug hennar á þessum augnablikum. Já, því miður var það svo, að margt var orðið sorglega breytt og það á undarlega skömmum tíma. Fyrir ári síðan, fyrir hálfu ári síðan, hefði hún ekki trúað því, að æfintýrið hennar mundi taka svona miklum stakkaskiptum. Það var ekki lengur æfintýri, heldur veruleiki, ekki dá- samlegur og lokkandi, heldur kaldrifjað- ur og miskunnarlaus. Já, því miður. Var annars nokkur dásamlegur veruleiki til, nema þá í skáldsögum? En hvers vegna var þetta orðið svona? Átti hún ein sök á því? Hafði hún ekki reynzt þeim vanda vaxin, sem lífið lagði henni á herðar? Var þetta manninum hennar að kenna eða einhverju óviðráð- anlegu, sem hún gat ekki komið auga á? Til þess, ef auðið væri, að fá fullnægj- andi svör við þessum spurningum, fór hún að rifja upp liðna viðburði, sem á einhvern hátt snertu þau bæði, viðburði, sem ef til vill gátu varpað ofurlítilli ljós- skímu inn í þetta myrkur, sem henni fannst grúfa yfir. Hún byrjaði á því, er hún mætti honum í fyrsta sinn, honum, sem nú var maðurinn hennar. Þá var hún barn, aðeins tíu ára. Mamma hennar var dáin. Ásamt föður sínum var hún boðin á heimili Símonar kaupmanns. Kaupmannsfrúin og pabbi hennar gátu víst rakið saman ættir sínar langt aftur í forneskju, og prestablóð 19*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.