Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Qupperneq 7
N. Kv.
KENNIMAÐUR
149
tilbeiðsla og lotning fyrir einhverri hug-
sjón, sem nú var týnd og tröllum gefin.
Og þessi ást hennar hafði ekki krafizt
neins. — En þetta tilheyrði allt liðnum
tíma, sem ekki átti afturkvæmt.
Maðurinn hennar var ekki lengur sá, er
hann hafði verið, en sú breyting, sem
hann hafði orðið fyrir, hafði snúizt í öf-
uga átt við það, sem hún stefndi að. Bilið
á milli þeirra breikkaði með geigvænleg-
um hraða, en hvorugt vildi snúa við.
Hún hafði alltaf gert sér það ljóst, að
maðurinn hennar var enginn skapstilling-
armaður, og hún vissi, að hann tók köllun
sína alvarlega. En að hann gæti orðið
jafnofstækisfullur og þröngsýnn, sem
henni fannst raun bera vitni um, hefði
hún aldrei ímyndað sér að óreyndu. En
mest særði það hana, að hann skyldi láta
hana gjalda þess, að hún hafði aðrar
skoðanir enn hann, og það á meðan hún
breytti ekki á neinn hátt ósæmilega. Hún
meira að segja hafði alltaf gert sér far um
að breyta eftir því, sem hún vissi sannast
og réttast.
Hún vissi, að hann átti við marga örð-
ugleika að etja í starfi sínu. En var ekki
sannleikurinn sá, að hann skapaði sér
sjálfur þá örðugleika? Hvernig átti frjáls-
lynt og hugsandi fólk að sætta sig við
ráðríki hans og túlkun hans á trú- og
stefnumálum nútímans, sem flestum eru
meira og minna viðkvæm málefni? í við-
bót gat hún ekki annað en spurt sjálfa
sig: Breytti hann í öllu í fullu samræmi
við kenningu sína? Sýndi hann trú sína
í verkunum? Er það nægilegt að tala fall-
ega? Var hann nokkuð betri og fullkomn-
ari en þeir, sem hann deildi á?
En þó að þessar spurningar sæktu þrá-
sinnis á hug hennar, vildi hún helzt láta
þeim vera ósvarað. Hún hafði ekki kjark
í sér til þess að horfast beint í augu við
þær niðurstöður, sem af því kunnu að
leiða.
Það var ekki svo að skilja, að hann væri
vondur við hana. Hann vildi vera henni
góður, en til þess varð hún fyrst og
fremst að vera góða barnið. Hann skildi
hana ekki eða vildi ekki skilja hana.
Hann átti ekki til neinn hita. Ástríki hans
var hnitmiðuð umhyggja og ísköld þægi-
legheit. Funaheit faðmlög og kossa, sem
fengu blóðið til að loga í æðunum, átti
hann ekki til, eða vildi ekki eiga. Hann
hafði stundum látið það í ljós, bæði beint
og óbeint, að einn stærsti sigurinn á leið
til fullkomnunar væru skilyrðislaus yfir-
ráð andans yfir holdinu; hið minnsta
víxlspor á þeirri leið væri synd, sem ekki
yrði bætt fyrir.
Lengi vel hafði hún beitt sjálfa sig
hörðu, til þess að vera á sömu skoðun, en
nú gat hún það ekki lengur. í blóði hennar
brann æ sterkari þrá eftir því að elska og
vera elskuð, heitt og villt. Það var ekki
neinn sjúklegur munaður, heldur heil-
brigð þrá, sem nú var að vakna til lífs
eftir langan svefn og krafðist réttar síns.
En þessi vaknandi þrá fann enga full-
nægingu. Kall hennar fékk ekki önnur
svör en bergmálið af sinni eigin rödd.
Skyldi þetta alltaf verða svona?
Þetta hefði ekki verið svona erfitt, ef
hún hefði haft eitthvað til þess að sökkva
sér niður í. Hún gat ekki leitað sér
gleymsku og svölunar í starfi, sem tekið
gat hug hennar allan. Störf þau, sem hún
þurfti að inna af hendi, voru ekki meiri
en það, að þau tóku aðeins lítið brot af
þeim tíma, sem hún hafði til umráða. Hún
hafði vonað, að hann mundi búa sjálfur,
svo að hún gæti fengið að helga hug sinn
óskiptan þeirri ábyrgð og önn, sem fylgir
því að stjórna stóru búi. En það var ekki
því að heilsa; það tók um of hugann frá
andlegum málum. Hann vildi helga sig
þeim heill og óskiptur.
Hann gekk meira að segja svo langt, að
honum var illa við að hún legði á sig^