Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 9

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 9
N. Kv. KENNIMAÐUR 151 — Eru það nú viðtökur, sem maður fær á sínu eigin heimili, sagði hann gremjulega. Galtómur bær. Hvar varst þú eiginlega? Hún sá, að hann var í reglulega slæmu skapi, en hún var ekki heldur í því skapi, að hún færi að skrifta fyrir honum eða gera gælur við hann, — Ég var bara að skemmta mér, svaraði hún stuttlega. En þú ert náttúrlega svang- ur, bætti hún við. — Vitanlega, hreytti hann út úr sér. — Komu margir til kirkju? — Margir? Þarftu að spyrja? Þegar ég fór, voru ekki komnir nema fimm. Mér þykir ólíklegt, að fleiri hafi komið eftir að ég fór. Eitt messufallið enn. Hún spurði ekki fleiri spurninga. Hann borðaði steinþegj- andi. Þegar hann hafði matazt, fleygði hann sér upp í legubekk og söfnaði. Frú Vigdís bar fram af borðinu. Þegar því var lokið, settist hún við gluggann auðum höndum og horfði út Þar beið hún eftir því að dagurinn vildi láta svo lítið að líða til enda. En það tók svo sem ekki betra við: nótt með órólegan svefn og svo nýr dagur, sem var jafnöm- urlega lengi að líða og allir aðrir dagar. 24. Hákon Einarsson, vinnumaður Gunnars bónda á Breiðavaði, var ekki í sem beztu skapi. Hann hafði hætt sér út í dálítið tví- rætt æfintýri, æfintýri, sem hann hafði raunar margsinnis leikið áður og sloppið út úr betur en við mátti búast, Til þess þurfti að vísu töluverða hugkvæmni og samvizku, sem ekki kippti sér upp við neina smámuni. En núna var öllu ískyggilegra en nokkru sinni fyrr, og allt var það stelpu- skrattanum að kenna. Hún tók ekki nein- um skynsamlegum fortölum. Hún var, hreinlega sagt, band-syngjandi-sjóðandi vitlaus. Fyrr mátti vera, að skilja ekki jafneinfalt mál sem það, að þetta á milli þeirra var ekki og hafði ekki verið annað en meinlaust gaman. Ekki hafði hann gefið henni tilefni til þess að ætla annað. Loforð gat hún ekki hermt upp á hann. Síður en svo. Hún var sannarlega þunn í roðinu, Sigga ræfillinn! Hvaða sanngirni var í því að krefjast þess, að hann gengi að eiga hana? Og þó að hún héldi því fram, að hann ætti krakkann, sem hún gekk með. Hvaða sönnun var það? Það voru fleiri karlmenn til í heiminum en hann, og Sigga greyið var nú svona eins og hún var. Þetta var svo sem ekki í fyrsta sinni, sem hann hafði lent í svipuðum kringum- stæðum, en alltaf hafði honum tekizt að finna smugur til undankomu, þar til nú. Aldrei hefði hann trúað því, að stelpu- skrattinn mundi gera svona mikið veður út af ekki meiru. Það var bókstafiega allt komið á annan endann. Rétt áðan hafði hún yfirgefið hann háskælandi og viti sínu fjær og ógnað honum með því, að nú færi hún til prestsins og fengi hann til þess að rétta hlut hennar. Hvað kom eiginlega bölvaðri prestbull- unni þetta við? Hákon sór þess dýran eið, að hafa aldrei framar afskipti af kven- fólki, ef þetta leiddist farsællega til lykta og án íhlutunar prestsins. Til allrar ham- ingju var hann ekki ráðinn nema til vet- urnótta, og það var, sem betur fór, ekki svo ýkja langt þangað til. Ef hægt væri að halda þessu í horfinu þennan tíma, sem eftir var, hét hann sjálfum sér því, að láta ekki hafa hendur í hári sínu eftir það. En Hákoni varð ekki að ósk sinni. Dag- inn eftir gerði prestur boð fyrir hann. Sigríður hafði gert alvöru úr hótunum sínum og farið á fund prests. Það var með nokkrum ótta og þrjózku sem hann

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.