Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Page 10
152
KENNIMAÐUR
N. Kv,
hlýddi því boði, en þrátt fyrir það sá hann
sér ekki annað fært. Hann hafði hugsað
málið vandlega frá því daginn áður, sér-
staklega með það fyrir augum, að prestur
kynni að skerast í leikinn, og þó að hann
væri dálítið smeykur, var hann undir
niðri ekki með öllu vonlaus um, að hon-
um mundi takast að smjúga úr greipum
prestsins.
Séra Bjarni bauð honum ekki sæti.
Hann varð að gera sér að góðu að standa
uppréttur eins og sökudólgur. Prestur vék
strax að efninu.
— Ég geri ráð fyrir, að þér vitið, í
hvaða tilgangi ég hefi boðað yður hingað,
byrjaði hann.
— Að ég viti, — endurtók Hákon með
sakleysissvip, sem veit sig ekki sekan um
neitt. Mér er það sannarlega ráðgáta, í
hvaða tilgangi þér hafið kallað mig
hingað.
— Hún Sigríður hérna kom til mín í
gærkveldi og var að biðja mig ásjár í
máli, sem henni er viðkomandi, og, hm,
yður ekki svo lítið líka. Hún heldur því
staðfastlega fram, að þér hafið heitið
henni eiginorði, en þér munið ætla að
hliðra það fram af yður að standa við það
loforð.
— Á dauða mínum átti ég von, en ekki
þessu, sagði Hákon með vel leikinni upp-
gerðar-undrun í svip og málfari. Getur
þetta verið rétt, að hún haldi því fram, að
ég hafi heitið henni eiginorði?
— Já, það ber hún ákveðið fram, og ég
vona, að þér sjáið sóma yðar í því að
eiga stúlkuna, ef svo er.
— Vitanlega, prestur minn, — ef svo
hefði verið. En sannleikurinn er bara sá,
að ég hefi aldrei heitið henni eiginorði.
Mér er því óskiljanlegur þessi vitnisburð-
ur hennar.
— Látum svo vera, anzaði prestur stutt-
aralega. Ég hefi ekki sagt, að þér hafið
heitið stúlkunni eiginorði, heldur að hún
hafi sagt það. En mér skilst, að þér viljið
ekki kannast við það að hafa lofast stúlk-
unni.
— Það er alveg af og frá, prestur minn.
— Það kemur raunar í einn og sama
stað niður, greip prestur fram í. Þér eruð
þó faðir að barni því, sem hún gengur
með, svo að fyrir þá sök eina ber yður að
giftast stúlkunni og láta yður farast vel
við hana.
Hákoni spratt sviti á enni, en hann var
ekki á því að gefast upp fyrir lítið.
— Heyrði ég rétt, prestur minn? Segir
hún það, stúlkukindin, að ég eigi krakk-
ann, sem hún gengur með?
— Já, og ég geri ráð fyrir, að hún hafi
til þess fullan rétt. Og enda þótt þér haf-
ið ekki heitið henni eiginorði, verðið þér
að gera yður það ljóst, að þér hafið kom-
ið þannig fram við stúlkuna, að þér kom-
izt ekki hjá því að giftast henni. Mönnum
verður að skiljast það, að þeir geta ekki
skotið sér undan afleiðingum sinna eigin
misgerða.
— Vissulega, prestur minn, vissulega.
Það er sjálfsögð skylda að horfast í augu
við afleiðingar sinna eigin afbrota. Ef ég
ætti nokkurn þátt í því, hvernig komið er
fyrir Sigríði garminum, mundi ég hiklaust
gangast við því. En sannleikurinn er sá,
að þessi ásökun á mig er ekki á neinurrr
rökum byggð.
— Þér verðið að færa fram eitthvað til
sönnunar máli yðar, mælti prestur.
— Ég skal játa, að það er erfitt, því að
óneitanlega berast böndin að mér, sagði
Hákon og stundi eins og píslarvottur. En
ef þér viljið hafa langlundargeð til þess
að hlusta á mig, er ég þess reiðubúinn.
Prestur hummaði aðeins en svaraði
ekki. Hákon tók það sem yfirlýsingu ■ þess
efnis, að honum mundi óhætt að leysa frá
skjóðunni. Hann sótti því í sig veðrið.
— Þér hljótið að viðurkenna, prestur
minn, að Sigríður er svona, — hvað við