Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Síða 17
N. Kv.
KENNIMAÐUR
159
— Nei, en það er ekki séð íyrir, hvernig
henni reiðir af ennþá.
Hin augljósa reiði og fvrirlitning í orð-
um og svip konu hans gerði það að verk-
um, að hann spurði hana ekki fleiri spurn-
inga í bráðina, heldur sagði með áhyggju-
hreim í röddinni.
— Vertu fljót að fara úr bleytunni, Vig-
dís, og komast í rúmið, áður en þér verð-
ur kalt.
Hún svaraði honum ekki einu orði, leit
ekki einu sinni við honum, en hafði fata-
skipti í flýti og hraðaði sér út aftur.
Nokkrar tilraunir af hans hálfu, til þess
að komast betur til botns í þessu máli,
urðu árangurslausar. Hann mátti gjöra
svo vel og klæða sig, til þess að fá þá
vitneskju, sem hann vildi fá.
Þessa nótt varð engum svefnsamt á
Breiðavaði. Strax um nóttina veiktist Sig-
ríður hastarlega, í glitrandi tunglsskini
næturinnar þeysti Gunnar bóndi eftir yf-
irsetukonu, en þær Ólöf og fru Vigdís
viku ekki frá hvílu sjúklingsins. Nokkru
fyrir hádegi daginn eftir fæddi hún
dreng. En þessi árangurslausa fórn henn-
ar á altari ástarinnar opnaði aldrei augun
til þessa lífs. Fljótlega varð það líka aug-
ljóst, að móðirin mundi ekki þurfa lengi
að gráta afkvæmi sitt. Svæsin lungna-
bólga hafði gripið hana heljartökum.
Frú Vigdís vék ekki frá rúmi hennar
fyrr en öllu var lokið. Sjúklingurinn þoldi
helzt engan annan nálægt sér. Með hyl-
djúpri ástúð og nærgætni fékk hún því
áorkað að uppræta úr huga Sigríðar
skelfinguna við það, sem tæki við. í fullu
trúnaðartrausti hélt hún um hönd frú Vig-
dísar, er hún hóf ferð sína yfir í hið ó-
þekkta, sem allir verða að kanna fyrr eða
síðar.
Það var einhver undarlegur óróleiki yf-
ir séra Bjarna þessa daga. Hann var lát-
inn algerlega afskiptalaus. Ólöf lét hann
aðeins hafa mat og kaffi. Þess á milli var
hann einn með hugsanir sínar.
Ásakanir konu hans vildu ónáða hann
óþægilega. Þó vildi hann ekki kannast við
annað en hann hefði haft fullan rétt til
þess að reiða svipu vandlætingarinnar yf-
ir höfði stúlkunnar. Ekki var það honum
að kenna, að hún var þessi fáráðlingur.
Hann gat svo sem þvegið hendur sínar og
sagt: Sýkn er ég af dauða barnsins og
móðurinnar. En þó — en þó var einhver
nagandi broddur í þessu, sem honum
tókst ekki að deyfa.
Daginn áður en Sigríður dó, gekk hann
inn í herbergi það, sem hún lá í. Hann
langaði til að mæla við hana nokkur frið-
ar- og hughreystingarorð. Hann var ekki
kominn nema rétt inn úr dyrunum, þegar
sj úklingurinn kom auga á hann og með
oíboðslegri hræðslu í svipnum greip báð-
um höndum fyrir augun og kveinaði:
— Ég vil ekki sjá hann. Hann sagði, að
ég væri syndug og óguðleg manneskja. Ég
er hrædd við hann.
Hann hafði fundið ískulda læsast um
sig við þessi orð sjúklingsins. Hann stóð
orðlaus og niðurlútur eins og sakamaður
og án þess að geta hreyft sig. Konan hans
varð að ýta honum fram fyrir, og hann
varð aftur einn með hugsanir sínar.
Hann flutti ekki neina ræðu við jarðar-
förina. Hann bjóst ekki við neinu fólki.
En svo undarlega brá við, að kirkjan var
full af fólki, — ungu fólki, sem annars
kom ekki í kirkju. Það hafði einhvern
veginn kvisazt, hvern þátt hann hafði átt
í þessum málum, og það hafði vakið nýja
öldu andúðar gegn honum. Það kom ekki
vegna þess, að Sigríður heitin hefði verið
svo kunn eða vinsæl. Það kom eingöngu
til þess að votta, að hún ætti samúð þess
óskipta í þessu máli.
Og séra Bjarna var sannleikurinn líka
vel ljós. Hann skildi, að þessi þögla hóp-