Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Page 18
KENNIMAÐUR
N. Kv..
160
ganga breiðdælskrar æsku voru hatröm
mótmæli gegn honum og kenningu hans.
Honum varð það fyrst ljóst nú, að þessi
ógnun var að vaxa honum yfir höfuð, án
þess að hann fengi rönd við reist.
25.
Skuggar skammdegisins urðu alltaf
lengri og lengri. Með jöfnum, sígandi
þunga, sem ekki varð umflúinn, lögðust
þeir yfir og urðu ekki hraktir burt. Þetta
varð langur og dimmur skammdegistími,
því að veðráttan var hin versta, sem
hugsazt gat; sífelldar hríðar dag eftir dag
og viku eftir viku, svo að varla rofaði á
milli bæja.
Hinn djúpi, rólegi friður, sem sumir
njóta þennan tíma ársins, var ekki lengur
til. Það fannst séra Bjarna að minnsta
kosti. Veturinn áður hafði þessi tími ver-
ið honum kærkominn, róandi hvíld eftir
erfiðleika sumarsins og haustsins og þá
ofþenslu tauganna, sem fylgdi því öllu
saman. En núna var þetta allt á annan
veg. Nú var þetta tími óróleika og sálar-
stríðs. Honum fannst hann vera að tapa
allri fótfestu, ekki einungis í starfi sínu
og kenningu, heldur einnig í einkalífi
sínu. Og það versta var, að hann stóð úr-
ræðalaus og máttvana og horfði á þetta
allt, sem hann unni þó framar öllu öðru,
berast út í hina myrku elfi tortímingar-
innar.
En hann vildi ekki ennþá kannast við
að hann ætti sök á því, hvernig allt var
að hrynja saman. Asakanir konu hans út
af málum Sigríðar heitinnar vildu samt
ekki láta hann í friði. En því oftar sem
slíkar hugsanir sóttu á, því reiðari varð
hann yfir því að geta ekki hrint þeim frá
sér. Hann leit svo á, að konan hans hefði
ekki neinn rétt til þess að gera sig að
dómara yfir honum. Hann vildi heldur
ekki kannast við, að það væri honum að
kenna, hve mikið þau voru farin að fjar-
lægjast hvort annað. Honum féll það að
vísu illa, hvað hún var alltaf þögul og
köld í viðmóti, en hann fékk sig ekki til
þess að stíga fyrsta sporið til sátta. Það
átti hún að gera, því að vitanlega var
þetta ekki annað en venjuleg duttlunga-
semi, sem kvenfólki hættir svo mikið til
að þjást af.
Hamfarir tíðarfarsins gerðu það að
verkum, að séra Bjarni átti óhægt með
að sinna sínum áhugamálum, og um
messur var alls ekki að ræða. Hann varð
að láta sér nægja að hugleiða sem bezt,
hvernig hann gæti á sem auðveldastan
hátt vænzt sigurs í baráttu sinni. Þessar
hugleiðingar hans strönduðu þó allar á
sama skerinu: tómlæti og skilningsleysi
fólksins á allri viðleitni hans til úrbóta á
því ófremdarástandi, sem var ríkjandi.
Þrátt fyrir ófærð og veðurvonzku, kom
Jóhannes meðhjálpari við og við og tók
þá drjúgan þátt í þessum ráðagerðum
hans. En það var einhvern veginn svo, að
séra Bjarni var lítið farinn að gleðjast
yfir komu hans. Þrátt fyrir einlægan vilja
í þá átt að treysta Jóhannesi eins og sjálf-
um sér, hafði hann ekki komizt hjá því
að verða var við ýmislegt í fari hans,
sem orsakaði það, að göt voru farin að
detta á hið góða álit, sem hann hafði haft
á honum. Þó að hann væri honum raunar
ómissandi, var honum farin að leiðast
frekjan í karlinum og sjálfselskan, sem
lýsti sér á þann hátt, að hún gat tæplega
verið sprottin af kristilegu hugarfari ein-
göngu.
Kirkjubyggingarmálið var ennþá á döf-
inni, þó að peningaleysi hamlaði raunar
öllum framkvæmdum. í samráði við sókn-
arnefnd Brúarsóknar kom þeim saman
um að halda samkomu til ágóða fyrir mál-
ið. Var hún ákveðin á milli jóla og nýárs.
Prestur og meðhjálpari ætluðu að flytja
þar sína ræðuna hvor og leyfa síðan
frjálsar umræður á eftir.