Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Qupperneq 21
N. Kv.
KENNIMAÐUR
163
vitinn kom að Breiðavaði, til þess að tala
við prestinn. Séra Bjarni bauð honum til
stofu, allshugar feginn yfir heimsókninni.
Oddvitinn hafði ekki oft komið þar, þó
að hann væri hins vegar öruggur fylgis-
maður hans með tilliti til ástæðna sveit-
arfélagsins, eins og hann hafði komizt svo
vel að orði í kosningabaráttunni.
— Ég skal segja yður, prestur minn, uh,
uh, að það er út af henni Guðríði í Ási,
sem ég vildi tala við yður, sagði oddvitinn
og var mikið niðri fyrir. Það er hálfgert
vandræðamál þetta. Ég hefi verið, uh, uh,
að höggva í hana undanfarið, en það er,
uh, hreint ekkert lát á henni.
— Svo-o, sagði séra Bjarni, án þess að
skilja, hvað oddvitinn var að fara. Er það
eitthvað alvarlegt með hana?
— Ja, vissulega, uh. Ég skal segja yður,
hvernig í þessu liggur. Hún baslar þarna
sama sem ein, þó að hún hafi þennan
karlgarm í vetur, til þess að hirða skepn-
urnar. Ég lít nefnilega, uh, uh, svoleiðis
á, að þetta sé ómögulegt fyrir hana fram-
vegis.
— Já, þér segið satt. Þetta er náttúr-
lega ekkert líf fyrir hana.
— Þetta hefi ég margsagt henni, prest-
ur minn. Ég fór, uh, uh, til hennar og
stakk upp á því við hana, að hún hætti
að búa, því að, uh, þetta gæti aldrei bless-
azt fyrir henni svona. — Það var nefni-
lega maður, skal ég segja yður, búinn að
biðja mig að útvega sér kotið, uh, uh.
Þetta er seiglingskot, þó að það sé lítið.
— Já, rétt, skaut prestur inn í.
— En hún er alveg ófáanleg til þess að
hætta, uh, uh. Það er ekki að spyrja að
þráanum í henni, þegar hún tekur eitt-
hvað í sig. Hún leyfði sér meira að segja,
uh, uh, að sletta því í mig, að mér kæmi
þetta ekkert við.
— Svo; sagði hún það, sagði séra Bjarni,
án þess að gera sér það vel ljóst ennþá,
hvað það var, sem oddvitanum lá á hjarta.
— Já, hún sagði það. En mér finnst
nú annað. Það getur sko, uh, uh, ekki hjá
því farið, að hana reki upp á sker fljót-
lega, ef hún, uh, uh, heldur áfram þessu
basli, og þá lendir hún, uh, með allan
krakkasvarminn á sveitinni. Og með til-
liti til ástæðna sveitarfélagsins get ég, uh,
alls ekki látið þetta afskiptalaust.
— Nei, vitanlega ekki, samsinnti prest-
ur. Það er alls ekki rétt að láta það af-
skiptalaust.
— Ég sagði henni, uh, að það væri
miklu betra fyrir hana að hætta, áður en
allt færi í hundana. En það er nú öðru
nær en hún vilji taka það til greina. Hún
segir, að mér komi þetta ekkert við. En
ég lít svo á, að mér komi þetta einmitt
við, því að auðvitað lendir hún á sveit-
inni með þessu áframhaldi, sagði oddviti
sárgramur yfir því, að ekkjan skyldi ekki
vilja taka ráð hans til greina.
— Ef það er augljóst mál, sagði séra
Bjarni, svo eruð þér í yðar fulla rétti.
Þér getið ráðstafað þessu á þann hátt,
sem þér teljið réttastan og ekkjunni er
fyrir beztu.
— Það er nú, uh, uh, uh, því miður dá-
lítið óþægilegt viðfangs, prestur minn,
sagði oddvitinn. Hún hefir nefnilega, að
nafninu til, eignarrétt á kotinu, og, uh,
uh, á meðan hún stendur í skilum, er
þetta dálítið erfitt. Það kostar nefnilega,
uh, svo árans miklar krókaleiðir. En mér
datt nú sko í hug, uh, að biðja yður að
fara með mér og tala við hana. Ég hefi
trú á því, uh, að yður muni takast að
koma fyrir hana vitinu. Það getur þá
enginn. Fyrr má nú vera, ef hún stendur
uppi í hárinu á yður.
— Það er alveg sjálfsagt, sagði prestur.
Hann varð því feginn að fá þarna tæki-
færi til þess að láta kveða að sér. Svo
hafði hann líka sjálfur erindi við ekkj-
una. Hann var fyrir nokkru farinn að
heimta til sín þau börn, sem fermast áttu
21*