Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 22

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 22
164 KENNIMAÐUR N. Kv. þá um vorið. Elzti sonur ekkjunnar var einn, sem hafði aldur til þess, en hann hafði ennþá ekki komið, og engin grein verið gerð fyrir því, hvers vegna hann kom ekki. Þarna gat hann slegið tvær flugur í einu höggi. Hann lagði á Léttfeta sinn. — Hann hafði sumarið áður hreint og beint neyðst til þess að kaupa sér hest, því að það var algerlega óviðunandi að vera alltaf upp á aðra kominn í þeim efnum. Svo riðu þeir, oddviti og hann, í sólskinsskapi fram að Ási. Ekkjan virtist í fyrstu verða dálítið hissa yfir komu þeirra. En svo var eins og hana grunaði, hvert erindið væri, því að þvergirðingslegir drættir komu í kringum munn hennar. Hún bauð þeim samt strax til baðstofu, því að kalt var úti. Séra Bjarni fékk sér sæti á eina stóln- um, sem sjáanlegur var, við borðkrílið undir glugganum. Oddvitinn settist á eitt rúmið. Hann þurfti að ræskja sig oft og duglega, áður en hann komst að erindinu. — Ég skal segja þér það, Guðríður, að það var viðvíkjandi þessu, sem ég minnt- ist á við þig um daginn, sem við, uh, uh, erum hingað komnir núna. Við, uh, lítum svo á báðir, að það sé þér fyrir beztu að losna við kotið sem fyrst, þar sem þú átt þess kost með auðveldu móti. — Ég ætti sjálfsagt að vera ykkur mjög þakklát fyrir það, hversu þið berið mig og velferð mína fyrir brjósti, sagði ekkj- an dálítið háðslega. En ég get ekki að því gert, að ég lít á þetta öðrum augum en þið. — Þér ættuð að hugleiða þetta, sagði séra Bjarni 'hógværlega. Þessi búskapur yðar hlýtur að verða yður erfiðari en svo, að þér fáið rönd við reist. Er þá ekki skynsamlegast, allra hluta vegna, að hætta honum, áður en það er um seinan? — Ég lít svo á, að þetta sé mál, sem mér kemur einni við, svaraði ekkjan. Svo er fyrir þakkandi, að ég er engin þurfa- manneskja ennþá. — Við ráðleggjum yður þetta aðeins í góðum tilgangi, sagði prestur. — Má ég spyrja? Hvað ætlist þið til að verði um mig og börnin? — Þú ert nú, uh, svo hraust og dugleg, Guðríður, að þér eru allir vegir færir, sagði oddvitinn. Þér yrði aldrei skota- skuld úr því að komast í vist og vinna fyrir yngstu börnunum. Þau eldri fara að vinna fyrir sér sjálf. — Með tilliti til ástæðna sveitarfélags- ins og frá kristilegu sjónarmiði séð er það auðvitað réttlætanlegt að slíta börn frá mæðrum sínum og láta þau hrekjast á milli vandalausra, sagði ekkjan með biturri hæðni í röddinni. — Þú hlýtur að sjá það sjálf, Guðríður, að þú kemst ekki svona af lengi, uh, uh, hjálparlaust. Og ég lít svo á, að það sé, uh, skylda mín að sjá um að hreppsfélag- ið verði, uh, uh, ekki fyrir þyngri byrðum en óhjákvæmilegt er. — Ég hefi ekki ennþá beðið þig ásjár, oddviti góður, sagði ekkjan, án þess að láta nokkurn bilbug á sér finna. Ég vona, að ég geti komizt af hjálparlaust af þinni hendi, þar til börnin mín eru orðin þess megnug að hjálpa mér betur en þau gera nú. Ég hefi hugsað þetta mál vandlega, en ég held, að hvorki ég eða þau græði nokkuð á því að heimilinu sé tvístrað. — Ég skil, að þetta muni vera yður við- kvæmt mál, sagði prestur. En þér megið ekki láta tilfinningarnar taka fram fyrir hendurnar á skynseminni. Ég efast ekki um, að bæði þér og börnin muni gera það, sem unnt er, til þess að komast af, En verður þeim það ekki ofraun og yður líka að mæta erfiðleikunum? — Það verður þá mín sök, ef svo fer, svaraði ekkjan. — Þetta er bara heimskulegur þrái úr þér, Guðríður, sagði oddvitinn. Það ligg-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.