Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Síða 23
N. Kv.
KENNIMAÐUR
165
ur, uh, uh, alveg í augum uppi, að þú
endar á sveitinni með þessu áframhaldi.
Hann v ar orðinn sárgramur yfir því,
hvernig ekkjan snerist við þessari óeigin-
gjörnu hjálparviðleitni hans. Ég segi bara,
uh, að manneskjur eins og þú eiga, uh,
uh, alls ekki skilið að þeim sé hjálpað eða
viljað vel.
— Þér verðið að hugleiða, að vegna
barnanna er ekki rétt af yður að halda
þessu fram með slíku ofurkappi, sagði
prestur, sem líka var orðinn gramur yfir
þeim þvergirðingshætti, sem ekkjan
sýndi.
Ekkjan sneri sér snöggt að honum.
— Hafið þér ástæðu til þess að ætla, að
ég reynist ekki börnunum mínum góð
móðir? spurði hún svo dálítið hörkulega.
— Þér megið ekki taka orð mín þannig,
Guðríður, flýtti prestur sér að segja. Ég
efast ekki um, að þér viljið þeim vel, eu
erfiðleikarnir, sem þér hljótið að eiga við
að stríða, geta gert yður það erfitt.
— Þetta er bara gott verð, sem þú, uh,
uh, getur fengið fyrir kotið, sagði oddvit-
inn. Þú þarft ekki að hugsa, að þú fáir
betra tilboð síðar, því að það hlýtur að
ganga úr sér. Ekki getur þú, uh, uh, hald-
ið því við svo að vel sé.
— Ég er ekki viss um, að ég haldi því
verr við en þú, oddviti góður, svaraði
ekkjan fullum hálsi. Þú þarft ekki að
halda, að ég sé svo skyni skroppin, að ég
sjái ekki, hvað liggur á bak við þessa vel-
vild þína í minn garð. Við höfum ekki til
einskis verið nágrannar í fimmtán ár. Á
meðan maðurinn minn lifði, gerðir þú
ítrekaðar tilraunir til þess að hafa hann
burtu af jörðinni, til þess að geta haft hér
beitarhús, vegna þess að hér er betri beit
en hjá þér, þó að jarðirnar liggi saman.
Þó að þú þykist vera umboðsmaður fyrir
annan, sannar það ekkert. Sannleikurinn
er sá, að þú ætlar að sölsa hana undir
þig til þess að .geta lagt hana í eiði og
nytjað eftir geðþótta. En á meðan ég er
nokkurs megnug, skal þér ekki takast
það.
Hvort sem þetta hafði við rök að styðj-
ast eða ekki, er ekki gott að segja, en
nokkuð var, að oddvitinn stökk upp ösku-
reiður:
— Jæja, þú mátt þá, uh, uh, uh,
svelta í hel með alla þína krakkaorma.
Ekki skal ég, uh, uh, gera fleiri tilraunir
til þess að koma fyrir þig vitinu. En
skyldu ekki, uh, uh, verða minni í þér
merkilegheitin, þegar þú þarft að fara að
leita á náðir hreppsins.
Ekkjan svaraði þessu engu. Séra Bjarni
hélt dálitla ræðu, til þess, ef unnt væri,
að milda hið kuldalega andrúmsloft, sem
virtist ríkja í baðstofunni. Oddvitinn gerði
sig líklegan til ferðar. Þá mundi prestur
allt í einu eftir því, að hann átti dálítið
ótalað við ekkjuna.
— Heyrið þér, Guðríður. Ég vildi minn-
ast á drenginn við yður. Hann hefir aldur
til þess að fermast í vor. Mér þætti vænt
um, ef hann kæmi til mín framvegis á
hverjum fimmtudegi ásamt hinum börn-
unum.
— Drengurinn minn verður ekki fermd-
ur, svaraði ekkjan stuttlega. Þér þurfið
ekki að gera yður neinar áhyggjur út af
honum.
— Ekki fermdur? endurtók prestur og
hélt, að sér hefði misheyrzt.
— Já, ég sagði, að hann yrði ekki
fermdur, sagði ekkjan.
— Það getur ekki verið alvara yðar,
sagði prestur og bar ótt á. Öll börn verð-
ur að ferma.
— Getið þér bent mér á, hvar þau lög
standa, sem mæla svo fyrir, að ferma
skuli börn? mælti ekkjan.
— Ja, vitanlega er enginn lagastafur
þar um, varð séra Bjarni að viðurkenna.
En frá trúarlegu sjónarmiði er það sjálf-
sögð skylda.