Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 25
N. Kv.
Halldór Stefánsson:
Saga Möðrudals á Efra-Fjalll.
(Framhald).
Möðrudalsb'rœður.
Þeir bræður, synir Jóns og Aðalbjarg-
ar, ólust upp heima þar í Möðrudal allir
saman fram yfir tvítugsaldur. Þeim hefir
verið svo lýst, bræðrum, að allir hafi þeir
verið með stærstu mönnum á vöxt og vel
á sig komnir, fríðir sýnum, rammir að afli
og vel búnir að öllu atgjörvi, líkamlegu
sem andlegu, hæglátir og prúðir í fram-
göngu og valmenni. Þó báru þeir af um
afl og vöxt Metúsalem og Jón, einkum
Metúsalem; er svo sagt, að aldrei vissu
menn til, að honum yrði aflfátt.
Um afl þeirra Jóns og Metúsalems er
sagt þetta til dæmis: Á Eirksstöðum í
Jökuldal er blágrýtissteinn einn, bútur af
stuðlabergssúlu, aðeins tæp 200 kg. á
þyngd. Var hann upphaflega notaður fyr-
ir steðjaþró, en á seinni tíð til aflrauna.
Hafa það verið taldir vel knáir menn,
sem lyft hafa steininum úr grasi. Þenna
stein lét Jón léttilega upp á smiðjuafl, en
Metúsalem lyfti honum bringuhátt og
rétti hann frá sér með stífum armleggj-
um.
Yngri bræðurnir, Metúsalem og Sigurð-
ur, gerðust báðir bændur í Möðrudal eft-
ir foreldra sína, en eldri bræðurnir, Árni
og Jón, höfðu þá staðfest ráð sitt utan
æskuheimilis síns. Verður hér fyrst sagt
nokkuð frá þeim.
Árni Jónsson (f. 1811) réðist vorið 1834,
23 ára að aldri, til búsforráða með ungri
ekkju, Guðrúnu Eiríksdóttur, búandi á
Aðalbóli í Hrafnkelsdal, og kvæntist
henni um haustið það sama ár (16.
sept.). Guðrún var kvenkostur góður, fað-
ir hennar var Eiríkur Sigurðsson bóndi á
Aðalbóli. Var hann kunnur á sinni tíð fyr-
ir eftirleitarferðir á Vesturöræfum með
nágranna sínum, Jóni hinum fríska á
Vaðbrekku Andréssyni, og talið að Eirík-
ur hefði eitt sinn komizt í hendur úti-
legumanna, en Jón sloppið vegna fráleiks
síns og fengið Eirík lausan með því að
hóta að safna liði í byggðum og fara að
útilegumönnunum. — Eftir 22 ára sam-
búð þeirra Árna og Guðrúnar, haustið
1856 (27. sept.) andaðist Guðrún. Fimm
árum síðar, haustið 1861 (16. sept),
kvæntist Árni í annað sinn Hermanníu
Jónsdóttur frá Eyvindarstöðum í Vopna-
firði. Bjuggu þau á Aðalbóli þar til Árni
dó 26. maí 1867, rúmlega hálfsextugur að
aldri.
Árni var smiður góður, þrifnaðarbóndi
og mætismaður.
Með konum sínum báðum átti Árni 5
börn. Með fyrri konunni átti hann tvo
sonu, Metúsalem (f. 1835) og Friðrik (f.
1850). Þeir dóu báðir á undan föður sín-
um og báðir sama árið (1862). Með síðari
konunni átti Árni einn son, Sigurð
Tryggva (f. 1865), og tvær dætur, Jónínu
Aðalbjörgu (f. 1862) og Ástríði (f. 1864)
Móðir þeirra giftist aftur Jóni Einarssyni,
Jónssonar vefara, bjuggu þau á Aðalbóli
til vors 1875, er þau urðu, sem fleiri, að
hörfa undan öskufallinu. Fluttust þau að