Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 30
172
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI
N. Kv.
Jóni Metúsalemssyni er svo lýst, að
hann hafi verið hár maður á vöxt og vel
á sig kominn, fríður sýnum, sviphreinn,
stillilegur og prúður í framgöngu.
2. Ragnhildur Björg Metusalemsdóttir
(f. 7/9 1844) fór frá Möðrudal um líkt
leyti sem Jón bróðir hennar. Hún fór til
Árna móðurbróður síns að Árnanesi í
Kelduhverfi. Þaðan fluttist hún til Akur-
eyrar til Jóns Kr. Stefánssonar timbur-
meistara og dvaldist þar í 5 ár. Var hún
þar samtímis Jóni bróður sínum tvö
fyrstu árin. Móðir þeirra var þá einnig
komin til Akureyrar. Sama árið, sem
Kristbjörg fluttist að Víðidal til Jóns son-
ar síns, fluttist Ragnhildur að Laufási til
séra Björns Halldórssonar frænda síns og
var hjá honum í þrjú ár. Vorið 1868 fór
hún til móður sinnar, er þá var gift séra
Pétri Jónssyni á Valþjófsstað. Rúmum
þrem árum síðar, 29. ágúst 1871, giftist
hún Stefáni syni séra Péturs af fyrra
hjónabandi. Hann hafði þá um vorið tek-
ið stúdentspróf, og varð tveim árum síð-
ar, að loknu guðfræðiprófi, prestur að
Desjarmýri, og fékk síðar (1883) Hjalta-
stað. Þau eignuðust 12 börn, sem upp
komust.1) Séra Stefán dó 12. ágúst 1887.
U
1. Þórdís (f. 27/10 1869) kennslukona, g. Davíð
Sigurðssyni trésmíðameistara á Akureyri.
2. Pétur (f. 16/12 1871, d. 3/5 1910) síðast
bóndi í Bót í Hróarstungu.
3. Jón (f. 27/4 1873, d. 29/10 1923), sjá æfi-
minning í Óðni 1934.
4. Anna (f. 25/10 1874) g. séra Þorvarði Bryn-
jólfssyni á Stað í Súgandafirði.
5. Björg (f. 29/3 1875) g. Jóni Arngrímssyni
Johnson bónda í Minnesota U. S. A.
6. Halldór (f. 26/5 1877) síðast forstjóri Bruna-
bótafélags Islands, alþm. N.-M. 1924—1934.
7. Þórunn (f. 18/3 1879) saumakona í Rvík, óg.
8. Björn (f. 9/5 1880 d. 9/9. 1936) alþm. S.-M.
1916—1919.
9. Guðmundur (f. 19/9 1881) alþýðuskólakenn-
ari í Minnesota U. S. A.
10. Metúsalem (f. 1882) skólastjóri á Eiðum, síð-
ar búnaðarmálastjóri.
Vorið eftir andlát hans fluttist Ragnhild-
ur, ásamt móður sinni, að Geitagerði í
Fljótsdal, sem segir í þætti Kristbjargar,
með meira hluta barna sinna, en hin fóru
í fóstur til frænda og vina. Þegar þær
mæðgur brugðu búi í Geitagerði, voru
börn Ragnhildar enn svo ung, að ekkert
þeirra hafði staðfest ráð sitt; fóru þau þá
viðs vegar, ýmist til náms eða í vistir og
sum til Vesturheims. Dvaldist Ragnhild-
ur þá nokkur ár hjá Aðalbjörgu systur
sinni, er þá var gift síðari manni sínum,
Jóni Andréssyni Kjerúlf bónda á Melum,
sem síðar getur um í þætti Aðalbjargar.
Tvo síðustu áratugi æfinnar var Ragn-
hildur hjá elztu dóttur sinni, Þórdísi, og
manni hennar Davíð Sigurðssyni timbur-
meistara á Akureyri. Þar dó hún 6. jan.
1923.
Ragnhildur var fríðleikskona og frábær
að atgjörvi og mannkostum.
3. Aðalbjörg Guðrún Metúsalemsdóttir
(f. 1846) var samfleytt í Möðrudal, þang-
að til Jón bróðir hennar fór að búa i
Víðidal; fór hún þangað með honum.
Tveim árum síðar fór hún að Eiríksstöð-
um og giftist þá um haustið (8/11 1867)
bræðrungi sínum, Jóni (yngra) Jónssyni.
Sambúð þeirra varð ekki löng, því að Jón
dó 21. sept. 1873. Börn áttu þau tvö (Jón-
ínu Aðalbjörgu og Gunnlaug), en þau dóu
bæði á æskualdri.
Aðalbjörg var stutt á Eiríksstöðum eft-
ir lát Jóns. Vorið 1875 fór hún aftur að
Víðidal, en ári seinna að Valþjófsstað til
móður sinnar og stjúpa, séra Péturs Jóns-
sonar. Tveim árum síðar gekk hún að
eiga Jón Andrésson Kjerúlf, bónda á
Melum. Synir þeirra eru Metúsalem
11. Þorsteinn (Sigurður) (f. 30/10 1883) kennari
á Hvanneyri 1908—1909, síðar bóndi á Þver-
hamri í Breiðdal o. v.
12. (Jónína) Aðalbjörg (f. 11/9 1886) g. Guð-
mundi Þorbjarnarsyni, múrarameistara á Seyð-
isfirði.