Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Síða 35
N. KV.
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
177
iegi kvíði þinn í dag gerir mig óttasleg-
inn. Ég heyri heldur ekki neitt1'.
„Ég ekki heldur“, sagði lagsmærin.
„Ég get fullvissað ykkur um, að mér
misheyrist ekki“, svaraði Dolores með
hálfkæfðri rödd, „ég heyrði greinilega
hátt og sársaukafullt hljóð, eins og frá
manni, sem staddur er í ýtrustu neyð.
Mér heyröist það vera faðir minn“.
„Hið æsta ímyndunarafl yðar villir yð-
ur sýn“, mælti Banderas.
„Það er hugsanlegt“, svaraði Dolores,
„en ég verð ekki í rónni, meðan faðir
minn nýtur engrar verndar. Við skulum
senda þrjá vopnaða þjóna á eftir honum,
Jaime, og láta einn þeirra snúa við aftur
hingað, þegar þeir hafa fundið hann, svo
að við vitum, hvernig honum líður“.
Ótti systurinnar hafði haft sín áhrif á
bróðurinn, svo að hann var tillögu henn-
ar samþykkur.
Hershöfðinginn dró enga dul á, að hann
var mótfallinn þessari ráðagerð, en sá sér
hins vegar ekki fært að ráða þar nokkru
um.
Andartaki síðar riðu þrír velvopnaðir
menn út um eitt hliðið, og stefndu inn í
frumskóginn.
Þeir, sem eftir voru, fóru til herbergja
sinna. Hershöfðinginn gekk þó ekki strax
til hvílu, heldur settist við skotauga, sem
var á þeim vegg svefnherbergisins, sem
vissi út að skóginum, og rýndi með at-
■hygli inn til skógarins, sem kolsvartur
iskar vel af við tunglskinsbleika maísakr-
ana í nánd við búgarðinn.
Eftir á að gizka klukkustundar bið, sá-
ust þrjú ljósleiftur úti í skógarjaðrinum,
sem hurfu 'jafnskjótt aftur. Við þessa sjón
leið ánægjubros yfir andlit hershöfðingj-
ans.
„Nú get ég gengið rólegur til hvílu“,
-tautaði hann, „ég hefi lokið dagsverki
ímínu“.' "i ' -íU ' : ■■
Eins og áður er sagt yfirgáfu þeir
Zurdo, Gomez og Santuscho hacienduna
eftir bendingu frá hershöfðingjanum. Það
þurfti ekki að vekja neina sérstaka grun-
semd hjá neinum, því að bjálkakofar
þeirra stóðu úti í skóginum.
Þegar ekki var lengur hægt að sjá til
þeirra frá haciendunni, beygðu þeir út af
veginum, sem lá heim til þeirra, en lædd-
ust hljóðlega í þá átt, sem Don Rodriguez
hafði haldið í. Frumskógurinn var ekki
mjög þéttur né ógreiðfær í nágrenni
haciendunnar, vegna þess að þjónustu-
fólkið hafði víða höggvið þar götuslóða og
rutt burtu þyrnigerðum og vafningsviðj-
um. Skógurinn var samt sem áður all
ógreiður yfirferðar. Raklendur jarðvegur-
inn var frjósamari en svo að mannshönd-
in gæti þar nokkuð við ráðið, og hinn
blaðstóri vafningsviður, óx stöðugt . og
dafnaði og torveldaði hverja leið sem um
skóginn lá.
Inni í skuggalegum fylgsnum frum-
skógarins gátu heilir flokkar mannua leg-
ið í leyni og ráðizt á þá, er um veginn
fóru.
Don Rodriguez fann aldrei til ótta á
þessum slóðum; stafaði það af því fyrst
og fremst. að öll þau ár, sem hann hafði
búið á haciendunni, hafði jafnan ríkt þar
friður og ró.
Þetta kvöld hélt hann einnig óttalaus
leiðar sinnar inn í skóginn. Tunglskinið
sitraði inn á milli trjánna, en lengra inni
grúfði niðamyrkur. Don Rodriguez þekkti
veginn til hlítar og reið áfram í þungum
þönkum. Veitti hann því ekki neina sér-
staka athygli lágu þruski, er hann heyrði,
þegar hann var kominn nokkur hundruð
skref inn í skógarþykknið. En þegar hann
heyrði það aftur nokkru síðar, stöðvaði
hann hestinn og hlustaði.
„Skyldi einhver tígrisdýrsungi hafa
vogað sér svo nærri búgarðinum“, tautaði
hann.
23