Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Qupperneq 36
178
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv.
Ósjálfrátt greip hann til hnakktöskunn-
ar og ætlaSi að ná þar í skammbyssu sína,
en það var um seinan, því í sömu andrá
var vafningsviðnum bægt til hliðar og
dökkklæddur maður ruddist fram á veg-
inn. Áður en Don Rodriguez gat snúið sér
við, hafði hinn ókunni maður lagt blik-
andi hníf í bak honum.
Hann rak upp hræðilegt kvalaóp ogvar
samstundis örendur. Morðinginn var eng-
inn annar e.n Santuscho. Hann þurfti
ekki að hafa fyrir því að taka hinn myrta
af baki, því að hann hné magnlaus til
jarðar við áverkann, en hesturinn fæld-
ist um leið og hentist inn í frumskóginn.
Tveir menn aðrir komu nú í ljós. Var
annar þeirra með poka meðferðis, en
hinn bar skriðbyttu, sem hann lýsti með
framan í náföla ásjónu hins dána manns.
^Steindauður1', mælti hann — það var
Zurdo — „og það svo skjótlega, að andlit
hans hefir ekki haft tíma til að afmynd-
ast. Þú ert enginn klaufi, Santuscho!“
„Þegar hvítur maður á í hlut, þá veit
ég engin dæmi þess, að hnífur Apacha-
indíánans missi marks“, svaraði San-
tuscho.
Mexíkanarnir, Zurdo og Gomez litu
tortryggnislega til Indíánans. En hann
hafði slíðrað hníf sinn og stóð með kross-
lagða arma á brjósti og beið þess, sem
verða vildi.
Gomez breiddi nú pokann á jörðina, en
Zurdo tók lítið glas upp úr vasa sínum
og hellti innihaldi þess í andlit líksins. í
glasinu var sýra er samstundis brenndi
svo hörundið að ásjóna líksins var gjör-
samlega óþekkjanleg.
„Ég vona að hershöfðinginn verði nú
ánægður með okkur“, mælti Zurdo.
Þeir hjálpuðust allir þrír við að koma
líkinu í pokann og báru hann síðan á
milli sín lengra inn í skóginn, í þá átt, þar
sem hann var enn óruddur og veglaus.
Einn þeirra fór á undan og ruddi þeim
braut, sem pokann báru.
Að lokum komu þeir í rjóður nokkurt,
sem þó var niðadimmt, því að risavaxið
sumaktré, sem stóð í því miðju, skyggði
með hinni blaðríku krónu sinni gjörsam-
lega yfir það, svo enginn tunglskinsglæta
komst þar að. Sumaktréð var holt og inn
í það tróðu þeir félagar hinum mis-
þyrmda líkama plantekrueigandans.
„Hér getur hinn mikilláti Don Rodrigu-
ez sofið jafnvel og á æðardúnssæng“,
sagði Zurdo og glotti djöfullega.
„Hvenær á hann að skipta um dvalar-
stað?“ spurði Gomez.
„Annað kvöld, þegar dimmt er orðið,
flytjum við Santuscho hann í Kirkjuhell-
inn.
„Þið bíðið okkar þar, ásamt sex Apacha-
indíánunum, sem Santuscho hefir boðið
að vera þar“.
„Já, hershöfðinginn ætlar sjálfur að
koma í Gimsteinadalinn.
„Ætlið þið í raun og veru að vísa hon-
um leiðina þangað?“
„Já, en hamingjan hjálpi honum, ef
hann gerir minnstu tilraun til að hrifsa
til sín þá fjársjóðu, sem þar eru. Þeir til-
heyra mér og Santuscho, því við fundum
dalinn.
„í rauninni tilheyrir hann plantekrueig-
andanum eða börnum hans, því hann er
í þeirra landi“.
„Hver gaf honum réttinn til þessa
lands? Hver gaf stjórninni rétt til að
selja þetta land? Enginn! Og ekki vissi
Don Rodriguez um þennan dal, þegar
hann flutti hingað“.
„Þú hefir rétt fyrir þér“, svaraði Gom-
ez hugsandi, „en fæ ég ekki að vera hlut-
takandi í fundi þínum?“
„Jú, vissulpga“, mælti Zurdo. „Við
þörfnumst hvor annars og skulum halda
vináttu okkar áfram. Og auk þess yrði