Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Qupperneq 37
N. Kv.
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
179
nóg eftir handa mér, þótt ég gæfi öðrum
þrjá fjórðu hluta af fjársjóðnum“.
„Við skulum nú halda heimleiðis“,
mælti Gomez. „Máske sendir fjandinn
einhvern hirðingja til heimila vorra og þá
gæti fjarvera okkar vakið tortryggni“,
„Það er rétt“, svaraði Zurdo,
„Fyrst ætla ég að gefa hershöfðingjan-
um merki um að allt hafi gengið að ósk-
um“, sagði Gomez.
Þess næst yfirgáfu þeir rjóðrið.
Á að gizka tíu mínútum síðar brakaði
lágt í nálægum þyrnirunna og inn í rjóðr-
ið kom stór hundur af Nýfundnalands-
kyni. Hundurinn snuðraði nokkra stund
fram og aftur um rjóðrið og rak svo upp
lágt, sárt ýlfur. Samstundis kom hár og
grannvaxinn maður út úr þykkninu.
„Komdu, Kosta“, sagði hann við hund-
inn, „þú ert alltaf svo vitur. Komdu nú!“
Hundurinn flaðraði upp um manninn
og urraði ánægjulega.
„Segðu mér, Kosta, var Indíáni meðal
þeirra?“
Hundurinn gellti lágt en reiðilega.
„Þetta grunaði mig. En bíðið drengir
góðir! Dagur hefndarinnar kemur fyrr en
varir. Ég hefi nógu lengi beðið færis“.
Hann kveikti á kyndli, sem hann bar
með sér og lýsti inn í trjábolinn. Síðan
skar hann á snærið sem bundið var fyrir
pokann, svo andlit Don Rodriguez kom í
ljós. Hann hörfaði skelfdur til baka.
„Þetta er hræðilegt“, mælti hann, „all-
ir andlitsdrættir eru óþekkjanlegir. Þetta
hafa hvítir menn gjört, Indíánar þekkja
engar slíkar sýrur. Ég verð að komast
fyrir hver hinn myrti er. Bíðum við“,
sagði hann og greip snúru, sem hékk um
háls hins dauða manns, „hér fæ ég máske
ráðninguna“.
Hann dró snúruna til sín og kom þá
gullnisti í ljós, sem við hana hékk. Hann
tók það af og batt síðan fyrir pokann.
„Dásamlegt!11 mælti hann er hann hafði
opnað nistið. „Dauðinn getur varla orðið
beizkur, þegar slík augu gráta yfir
manni!“
Það var mynd af Maríu, konu Don
Rodriguez, sem hann hélt á í hendinni.
Hann reyndi einnig að opna nistið hinum
megin, en þegar það tókst ekki, stakk
hann því í vasa sinn.
„Áfram, Kosta“, sagði hann við hund-
inn. „Við hljótum að vera komnir í nánd
við einhverja mannabústaði. Þú verður
að vísa veginn til öruggs náttstaðar“.
Hundurinn hljóp þefandi nokkra stund
um rjóðrið, því næst hélt hann af stað.
Eigandi hans fylgdi honum eftir, og innan
skamms voru þeir komnir í þann hluta
frumskógarins, sem lá í kringum bjálka-
hús þjónustufólksins. En þeir héldu
áfram, unz þeir komu inn á hið skóglausa
svæði kringum hacienduna.
Tunglsljósið skein nú beint framan í
hinn ókunna mann. Hann var hár og
grannur, bjúgnefjaður og kinnfiskasoginn.
Ennið var lágt en bratt og augun stór og
bláleit, en yfir þau slúttu loðnar og næst-
um því hvítar augabrýr. Klæðnaður hans
var harla kynlegur. Á fótunum hafði hann
indíánaskó, svokallaðar mokkasínur. Hann
var í úlpu mikilli úr gráu efni og með
barðastóran hatt á höfði. Á bakinu hafði
hann hjartarskinnklæddan kistil og staf
mikinn í hendi.
Hann líktist helzt farandkvekara, sem
prangar með alls konar glysvarning. En
svipurinn, sem var yfirlætislaus, næstum
auðmjúkur, var í fullkomnu ósamræmi
við annað útlit hans.
„Þetta er reisulegur búgarður“, tautaði
kvekarinn. „Ég er illa svikinn, ef þetta
er ekki Hacienda del Rodriguez, búgarð-
ur hins ríka, einræna plantekrueiganda,
sem ég hefi svo oft heyrt talað um“.
23*