Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Qupperneq 40
182
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv-
„Já“, svaraði Don Jaime, „faðir minn
hefir oft minnst á hana, en hann hefir al-
drei séð hana sjálfur. Indíánarnir hræð-
ast hana meira en nokkuð annað. Sú saga
gengur, að hún drepi ávallt sjö í einu, ef
hún á þess nokkurn kost. Og þrjár stjörn-
ur skornar í enni hinna drepnu er tákn
þess, hver vegið hefir“.
„Ekki þrjár stjörnur, heldur þrír kross-
ar“, leiðrétti Ruben.
„Þetta er hræðilegt!“ stundi Donna
Dolores náföl.
„ í guðs friði, Sennora“, sagði Ruben.
„Ég hlýt að halda för minni áfram. Minn-
ist orða minna“.
Hann sneri sér við og ætlaði að fara, en
Banderas stöðvaði hann og mælti:
„Nei, bróðir! Þér sleppið ekki. Sá, sem
hefir lagt hendur á mig, skal gjalda þess
sárlega“.
Úrasalinn leit undrandi á herforingj-
ann.
„Ég held að ég hafi ekki misskilið þig,
heldur þú mig“.
„Við fáum senn úr því skorið“, svaraði
hershöfðinginn, „en yður verður nú varp-
að í fangelsi, eins og hverjum þeim, sem
hefir gerzt svo ósvífinn að leggja hend-
ur á fyrrverandi ríkisstjóra í Sonora“.
Hann gaf nokkrum þjóanna bendingu
um að taka kvekarann höndum. Þeir
þorðu ekki að mótmæla, þótt þeir í hjört-
um sínum væru því mótfallnir, að kvek-
aranum væri gert nokkurt mein, því að
hann var vel þokkaður og talinn mein-
leysingi í Vesturfylkjunum.
Kvekarinn gerði sig líklegan tii að sýna
mótspyrnu, en hætti við það og sagði:
„Ég skal fylgja ykkur eftir af frjálsum
vilja,en sjálfs yðar vegna vara ég yður við
að snerta mig. Förunautur minn þarna
mun rífa hvern þann í tætlur, sem snertir
við mér, þótt ekki sé nema andartak".
Viðvörunin var ekki ástæðulaus, því að
hundurinn stóð við hlið húsbónda síns og
lét ófriðlega.
Þeir hættu því við að leggja hendur á
Ruben, en gengu á undan honum í áttina
til fangelsisdyranna.
„Hversvegna takið þið þennan mann
höndum?“ spurði Don Jaime og gekk í
veg fyrir þá.
„Ég hefi skipað þannig fyrir“, svaraði
Banderas kuldalega,
„Hér hafa engir leyfi til að gefa fyrir-
skipanir aðrir en faðir minn og ég“, svar-
aði Don Jaime ákveðinn.
„Ungi maður“, svaraði hershöfðinginnr
„réttur föður yðar til að gefa fyrirskipanir
hér er háður ýmsurp skilyrðum, sem hafa
sérstaka þýðingu, ef ófriður er yfirvof-
andi, og ég sem hershöfðingi hefi æðsta
vald til að ógilda öll fyrirmæli, sem hann
eða þér kunnið að gefa, ef mér finnst
nauðsyn bera til“.
„Ég læt mig engu skipta lagaflækjur
yðar“, svaraði Don Jaime, „og að þessu
sinni finnast mér ástæður yðar til að hefta
för þessa manns, svo auðvirðilegar, að ég
mun aldrei gefa samþykki mitt til þess“.
í sömu svipan kom einn af þjónunum
inn í garðinn og sagðist hafa fundið hest
Don Rodriguez mannlausan skammt frá
hacíendunni.
Hershöfðinginn sneri sér að Don Jaime
og mælti:
„Þér eruð ungur og óreyndur, þess
vegna mun ég fyrirgefá yður. Þér megið
ekki halda, að ég hafi látið fangelsa þenn-
an prangara sjálfs mín vegna. Síðan
þjónninn, er sendur var á eftir föður yð-
ar, kom til baka eftir árangurslausa leit,
hefi ég ekki eitt augnablik verð í vafa
um að eitthvert óhapp hafi hent föður yð-
ar. Þessi umferðakvekari hefir vakið
grunsemd mína, og þar sem hann kom
hingað um miðja nótt, fannst mér ekki ó-
hugsandi, að hann gæti gefið einhverjar
upplýsingar um hvarf föður yðar“.