Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Qupperneq 42
184
BÓKMENNTIR
N. Kv„
megnugur, því að þarna er lýst ýmsum af
mestum sigrum hans. Sigrum, sem erfitt
er að trúa að unnt verði að beita öðru
vísi en mannkyninu til blessunar, til að
lina þjáningar særðra og sjúkra.
Við lestur bóka sem þessarar, hlýtur sú
spurning að vakna, hvort ekki sé unnt að
framreiða fleira af vísindum nútímans á
jafn aðgengilegan hátt, og ósjálfrátt verð-
ur huganum hvarflað til margra kennslu-
bóka, sem eru allt annað en vel lagaðar,
til þess að skapa áhuga um efni þeirra.
En því miður er víst fáum mönnum gef-
inn sá hæfileiki að kunna að segja frá
eins og þessi brezki læknir.
Islenzkum bókmenntum er fengur í
bók þessari, því að þær eru harðla snauð-
ar að alþýðlegum bókum um vísindi og
menningu nútímans, og þó einkum bók-
um, sem jafn fullkomlega sameina fróð-
leik og skemmtun. Þýðandinn, dr. G.
Claessen, hefir leyst hið erfiða starf sitt
vel af hendi, enda er hann vanur rithöf-
undur og íslenzkum lesendum að góðu
kunnur fyrir fjölmargar ritgerðir um
læknis- og heilsufræðileg efni. Eiga bæði
hann og útgefandinn þakkir skildar fyrir
bókina.
íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur II.
Safnað hefir Guðni Jónsson. Rvík
1941. Útg. ísafoldarprentsmiðja.
Þegar Guðni Jónsson gaf út fyrsta hefti
sagna sinna í fyrra, var það sýnt, að hann
kunni vel með sögur að fara, svo að
skemmtan og fróðleikur væri í. Hefti það,
■ er nú birtist, er hinu fyrra líkt, þar eru
söguþættir um sérkennilega menn, þjóð-
sagnir og fyrirburðasagnir. Ýmsir eru
þeir menn, sem telja það miður farið að
láta sagnir af atburðum, sem borið hafa
fyrir núlifandi menn eða nýdána fylgjast
með hinum eiginlegu þjóðsögnum, er
borist hafa manna á milli og alþýðan
skáldað í eyðurnar, til að gera allt sögu-
legra. En í þessu safni og fleirum hinna.
nýju þjóðsagnasafna gætir þessa nokkuð.
En þess er að gæta, að oft er erfitt að
draga mörkin á milli sagnanna, þegar
skýrt er frá sams konar atburðum, þótt
endurminningin um suma þeirra hafi
geymst í nokkra mannsaldra en hina hafi
borið fyrir frásagnarmanninn sjálfan. I
þessu safni Guðna er allmargt nýsagna,
eru þar skyggnisögur um huldufólk og
dánarsvipi, draumar og dularfull há-
reysti. Þá er og lýst einkennilegri villu í
grennd við Eyrarbakka. Margt af sögum
þessum er hið merkilegasta. Sagan um
Leirubakkadrauginn sýnir bezt, hversu
langlífir hinir eiginlegu draugar hafa
reynzt. Eftir sögunni er hann vakinn upp
1718, en hefir stöðugt látið á sér bæra
fram á daga núlifandi manna. Má segja
um þá sögu, eins og raunar fleiri í safni
Guðna, að þær brúi djúpið milli gömlu
þjóðsagnanna og nútímans.
Þættirnir bregða upp myndum ein-
kennilegra manna og aldarfars liðins
tíma, þótt efnið sé oft ekki mikið. Frásögn
á sögunum er öll góð og málið víða sér-
kennilegt og allmargt orða og orðatil-
tækja, sem nú eru að gerast fátíð. Er safn
þetta góð viðbót við þau söfn íslenzkra
fræða, sem út hafa komið á síðustu árum.
Grima 16. Ritstjórar: Jónas Rafnar
og Þorsteinn M. Jónsson. Akureyri
1941. Útg. Þorsteinn M. Jónsson.
Það er næstum því óþarfi að kynna les-
endum N. Kv. þótt nýtt hefti komi út af
Grímu. Hún er fyrir löngu svo fastmótuð
að efni og vinsældir hennar rótgrónar, að
öllum er kunnugt, að hún hefir ætíð eitt- ■
hvað gott að færa. Það mundi verða sjón-
arsviftir öllum unnendum íslenzkra
fræða, ef Gríma legði niður sína árlegu
heimsókn.
Hefti það er hér um ræðir er hið
skemmtilegasta, enda þótt oft hafi verið