Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 43
:n. Kv.
BÓKMENNTIR
185
um veigameiri sögur að ræða í fyrri heft-
um. Þannig er þáttur Oscars Clausens um
Sandholtsfeðga hinn fróðlegasti og bráð-
skemmtilegur. Gaman er og að sögunum
um Ábæjarskottu og huldufólkssögunum,
sem eru í hinum gamla og góða þjóðsagn-
arstíl og sýna, að enn lifir huldufólkið í
bezta gengi. Þá flytur Gríma hrakninga-
og mannskaðasagnir. Líkar sögur hafa
birtst í henni áður, og eru þær hinar
fróðlegustu, og þarft að þeim sé til skila
haldið, sem sýnishornum þeirrar lífsbar-
áttu, sem háð hefir verið öldum saman
hér á landi við hamröm náttúruöfl.
í stuttu máli sagt, Gríma skipar enn
sem fyrri einn fremsta sessinn meðal ís-
lenzkra þjóðfræðasafna.
Margit Ravti: Birgitta á Borgum.
Helgi Valtýsson íslenzkaði. Akureyri
1941. Útg. Þorsteinn M. Jónsson.
Það er eiginlega fátt að segja um þessa
nýju bók Margit Ravn. Hún er gædd
sömu kostum og göllum og hinar fyrri
bækur þessa höfundar þær, er út hafa
komið á íslenzku, og eignast vafalaust
sama vinahóp og þær. Því að ekki verður
því neitað, að bækur Margit Ravn eru
vinsælar, enda er margt í þeim, sem gerir
þær aðlaðandi fyrir tiltekinn lesendahóp.
Efnið í Birgittu á Borgum er líkt og í
öðrum sögum höfundar, æfintýri, ástir og
árekstrar ungra stúlkna, ekkert óvana-
legra en gengur og gerist. Undiraldan er
hér hin sama og áður að þeim farnist
bezt, sem tryggastir eru og fastheldnastir
við fornar dyggðir. Höfundurinn er and-
stæður hinu innantóma, rótlausa lífi, sem
mikill þorri æskulýðs nútímans lifir, og
vill áreiðanlega láta bækur sínar vinna
gegn því. Það er því óhætt um það, að
bækur hennar spilla engum, þótt þær á
hinn bóginn flytji hvorki djúpsetta lær-
dóma né siðapredikanir.
Málið á bókinni er engan veginn gott.
Allmikill hluti hennar er að vísu samtöl
fólks, sem í frumriti sögunnar er látið
tala óvandað götumál, og því ekki hægt
um vik að breyta því svo mjög. En málið
er heldur ekki gott þótt ekki sé um sam-
töl að ræða, og hlýtur það að verða sök
þýðandans. Götumál er alltaf slæmt og
ekki sízt nú, er varhugavert að láta það
sjást á prenti, þegar einmitt ritmálið eitt
verður að hamla upp í móti þeim spill-
ingaröflum, er sækja að íslenzkri tungu
með meira afli en nokkru sinni fyrr.
Elinborg Lárusdóttir: Frá liðnum ár-
um. Endurminningar Jóns Eiríksson-
ar frá Högnastöðum. Akureyri 1941.
Útg. Þorsteinn M. Jónsson.
Það virðist ætla að gerast tízka, að
skáldsagnahöfundar vorir taki að skrifa
æfisögur eftir frásögn söguhetjanna-
Hagalín hefir þegar skrifað tvær slíkar
sögur við góðan orðstír, og hér kemur
Elinborg Lárusdóttir með þriðju söguna,
og hana ekki ómerkasta. Hefir hún þar
skrásett endurminningar sunnlenzks al-
þýðumanns, Jóns Eiríkssonar frá Högna-
stöðum. Æfi hans hefir að vísu ekki verið
frábrugðin æfi fjölmargra samtíðarmanna
hans- Hann elzt upp við þröngan kost á
efnalitlu sveitaheimili, fer síðan til sjó-
róðra jafnskjótt og aldur leyfir, er í
vinnumensku, fer norður í land í kaupa-
vinnu á sumrum en stundar sjó á vertíð-
um- Fulltíða maður setzt hann að í
Reykjavík og berst þar í bökkum með
alla afkomu, en er nú maður háaldraður
nær sjónlaus, þegar hann rifjar upp sögu
sína, sem skáldkonan hefir síðan bókfest.
Enda þótt söguefnið sé þannig ekkert
óvanalegt, þá hlýtur lesandinn samt að
fylgja söguhetjunni með athygli. Frú El-
inborg hefir sýnt það áður í sögum sín-
um, að hún er gædd góðri frásagnargáfu,
og kemur það skýrt í ljós í þessari sögu.
Frásögnin er öll lifandi og blæs lífi í at-
24