Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 45
3T. Kv.
BÓKMENNTIR
187
farnast vel, þá verðið þið jafnan sólar-
megin í lífinu, gæfumenn og góðir menn.
Formálabók eftir Árna Tryggvason
og Bjarna Bjarnason. Reykjavík
1941. Útgefandi ísafoldarprent-
smiðja h.f.
Árið 1911 kom út lögfræðileg formála-
bók eftir Einar Arnórsson. Mun sú bók
nú uppseld, enda orðin að ýmsu úrelt, þar
sem miklar breytingar hafa orðið í lög-
gjöf landsins síðan hún kom út. Mér sýn-
ist að svo margt sé tekið til greina í þess-
ari nýju formálabók, að fátt muni það
vera í almennu viðskiptalífi manna, sem
ekki er hægt að fá þar leiðbeiningu um.
Hún flytur margs konar sýnishorn af
samningum, skuldabréfum, kærum og
alls konar skjölum, er menn þurfa oft og
tíðum að semja. Hún getur sparað al-
þýðumönnum að leita til lögfræðinga í
mörgum tilfellum, þar sem þeir geta
bjargað sér sjálfir, ef þeir hafa góða for-
málabók við hendina. Bók þessi er því
nauðsynleg og handhæg hverjum manni.
lslenzk-dönsk orðabók. Samið hefir
Jakob Jóh. Smári. Reykjavík. Bóka-
verzlun Guðmundar Gamalíelssonar.
MCMXLÍ.
Bók þessi er 240 bls. að stærð í allstóru
átta blaða broti. Það var mikil nauðsyn
að fá handhæga ísl.-danska orðabók. Hin
mikla orðabók Sigfúsar Blöndals er of
stór til þess að verða notuð af skólafólki
almennt, eða öðrum þeim, sem nema
dönsku. Þessi bók er mjög handhæg til
notkunar við stílagerðir og bréfaskriftir
á dönsku. En hún er líka nauðsynleg bók
fyrir þá Dani, er nema vilja íslenzku.
Hugrún: Mánaskin. Ljóðmæli. ísa-
foldarprentsmiðja h.f. Rvík MCMXI.
Þetta er lagleg bók að ytra útliti, gefin
út á góðan pappír og bundin í snoturt
band- En sem sýnishorn af skáldskap
og rími höfundar tek eg þessa vísu:
»Svarfaðardalur sveitin mín,
síblessuð veri minning þín;
man eg þig, mæta móðurgrund,
man eg þig alla lífsins stund«.
F. H. Berg.
A Vesturvegum.
Blað úr óprentuðu riti, er Iýsir Vesturheimsferð
fyrir rúmlega 40 árum síðan. Þátturinn hefst er
vesturfararnir hafa stigið á eimlestina í Leith, en
förinni er heitið til Liverpool.
Allt í einu kvað við skarpt bh'stur og
samtímis hnykktist lestin aftur á bak.
Nokkrir litu upp felmtsfullum augum,
aðrir báðu fyrir sér, en flestir létu sér
nægja að grípa þétt um bríkur sætanna,
og áður en menn höfðu jafnað sig eftir
þessa óvæntu hreyfingu, rann lestin af
stað. Fyrst hægt og þyngslalega, svo smá
jókst hraðinn unz menn festu ekki sjónir
á því sem fyrir gluggann bar.
Fátt var talað; menn litu hver á annan
eins og vildu þeir spyrja sessunautana,
hvort nú mundi óhætt að varpa frá sér