Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Page 4

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Page 4
N. Kv. 1 4l> ; HART VOR ungum sínum. — Hann átti nóg hey, og voru það margra ára íyrningar. — Lét hann það boð ganga, að meðan tiltekin heystæða, sem hann átti, entist, gætu þeir, er með þyrftu, sótt hey til sín. Fórst honum þetta höfðinglega, því að þar var ekki farið í manngreinarálit, og enginn spurður um, hvort hann hefði nokkuð að l)orga með. Lagði liann visst verð á hvern hey-hest, sem sóttur var, en þó lágt, og skyldi það greið- ast, þegar menn ættu hægt með. Hygg ég að flestir eða allir hafi greitt þæf skuldir, enda voru allir samdóma um, að Jóni Skúla- syni hefði farizt þau viðskipti öll bæði mannúðlega og drengilega, og varð það honum til hinnar mestu sæmdár. Þótt vorið væri svona hart, var það ekki eiginlega það, sem menn þá kölluðu „hafís- voi'“, og enginn ís mun hafa kornizt inn á Húnaflóa. Þó var mikill uggur í fólki um, að almenn neyð gæti staðið fyrir dyrum. Enda voru harðindaárin milli 1880 og 1890 þá skammt undan. Og hjá eldra fólkinu voru líka furðil lifandi endurminningar, ekki einungis urn harðindaár' nítjándu ald- arinnar, sem þó efalaust hafa verið mörg, heldur lifðu einnig í rninni þess allar sagn- ir allt frá Brunaharðindunum, og þeirri liungursneyð, sem þá var. Varð því oft tíð- rætt um slíkar endurminningar og sagnir. Þö varð ekkert neyðarástand í þeim skiln- ingi, en hitt er þó jafnvíst, að margir voru ekki of vel mettir, og að matvælabirgðir voru mjög gengnar til þurrðar víðast hvar á bæjum, en enga björg var að fá úr kaup- stað. Og þegar það svo fréttist, að ís mundi vera fyrir Horni og skip ekki komast norð- ur fyrir land, var það ekki undarlegt, þó að kvíði gripi nokkuð um sig, eins og á stóð. Til allrar hamingju kom þó „siglingin“. Sagt var að skipstjórinn (Aasberg hét hann víst) á ,,Skálholti“, sem þá var í förum vest- ur og norður um land, hefði hleypt skipi sínu á ísspöng undir Horni til þess að komast norður fyrir. Þótti það frækilega gert og var mjög umtalað, enda var fólk honum þakklátt, því að nú var þó siglinga- teppunni aflétt og þar með hinum geigvæn- lega kvíða um hungursneyð. Þegar, er fréttist um skipkomuna til Borðeyrar, var brotizt með hesta í kaup- staðinn til þess að sækja kornmat. — Þá var enn engin verzlun komin á Hvammstanga. Man ég, að ég heyrði Jrví viðbrugðið, hversu ófærðin hefði verið mikil á Hrútafjarðar- hálsi. Var sagt að snjórinn í Þóroddsstaða- hrauni hefði verið svo djúpur, að liann næði böggurn — og vel Jrað — á hestunum á brautinni, sem troðin hafði verið fyrir [rá á heimleiðinni. — Þetta mun hafa verið hér um bil viku af sumri. Ég býst við, að þetta hafí bjargað mörgu heimili frá volæði, því að jafnvel þó ekki væri hægt að tala um vet ulegan sult, þá var þó,'eins og áður segir, matbjörg orðin lítil. og fæðið sjálfsagt harla einhæft. — Mér er það í minni, að meðal þess, er sótt var í kaupstaðinn, var eitthvað svolítið af dönsk- um kartöflum. Og fengum við krakkarnir þá eins mikið og við vildum af soðnum kartöflum, svo sem’ til hátíðabrigðis, Jreg- ar heim var konrið úr kaupstaðnum. — Ég man ekki til, að ég nokkurntíma síðar bragðaði mat, sem mér hefir fundizt vera jafnmikill veizlukostur! III. Eins og nærri má geta, reyndu bændur að bjarga fénaði sínum, eftii' því sem bezt varð við komið. — Sumstaðar stóðu menn, og jafnvel hálfvaxnir drengir, við að moka snjónum ofan af fyrir féð. Aðrir bændur framan úr dölum ráku fé sitt og hross út í sveit, því að þar — einkum í miðsveitinni - voru svolitlir hnjótar, og þar rnóaði ofur l.ítið í móti suðri í brekkum og börðum, þegar sólskin var á daginn, þó annars væri hörkufrost. — Höfðum við strákarnir á þessum bæjum nóg að gera alla daga fram á nætur að snúast við skepnurnar og halda

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.