Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 9
JNÍ. Kv. Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Landkönnuðurinn Vitus Bering. INNGANGUR. Fáar eða engar þjóðir hafa átt jafn marga stórbrotna landkönnuði og norrænu þjóð- irnar. Það er engu líkara en þeim hafi öld- Uffi saman verið í blóð borin útþrá og ferða- löngun. Allt frá því á víkingaöld hafa norrænir menn verið ótrauðir að leita nýrra landa og hvorki sparað til þess fólk né fé. Seinni alda menn liafa reynzt verðugir arf- takar þeirra norrænu manna, er fundu og námu ísland á 9,—10. öld og íslendinganna Eiríks rauða, Leifs heppna og Þorfinns karlsefnis. Nöfn margra hinna frægustu landkönnuða af norrænu kyni eru kunnug hverju mannsbarni hér á landi að kalla má. Æfintýralegur hetjuljómi leiknr um nöfn þeirra Norðmannanna Friðþjófs Nansens og Roalds Amundsens, Svíans Svens Fledins, sænsk-Finnans Adolfs Nordenskjölds og Danans Knuds Rasmussens, að ógleymdum Vestur-íslendingnum Vilhjálmi Stefáns- syni, sem nú mun vera einna kunnastur landkönnuður fyrir vestan haf. Afrek þess- ara manna eru og svo nýlega unnin, að svo tná heita, að þau séu enn í fersku minni fjölda manna. Einn er þó sá landkönnuður danskur, sem hér mun fáum kunnur, og er hann þó fullkomlega hlutgengur í hópi þeirra manna, sem nú hafa taldir verið. Er það Vitus Bering. En til þessa liggja þau tök, að tvær aldir eru liðnar síðan hann féll í valinn í miðju starfi sínu, og rannsóknar- svið hans harla fjarlægt, ennfremur mun það hafa valdið um, að hann starfaði í rúss- tieskri þjónustu, og því hefir mönnum gleymst það, að hér er um norrænan mann að ræða. Síðastliðið ár voru liðin 200 ár frá andláti hans. Á friðartímum mundu oss vafalaust hafa borizt einhverjar fregnir um hátíðahöld í tilefni þess afmælis frá föður- landi hans. Mér er ókunnugt um, hvort þau hafa nokkur verið, en dálítill bæklingur um æfi hans og störf kom út í Danmörku í fyrra eftir A. Falk. Það sem hér segir um hann, er að mestu endursögn úr bæklingi þessum, enda þótt önnur rit séu höfð til hliðsjónar, og þá einkum hið mikla rit Berings Voyages, sem út er gefið af F. A. Golder, og hefir inni að halda skipsdagbók Berings ásamt fleiri heimildarskjölum um leiðangra hans. FRÁ YNGRI ÁRUM BERINGS. Vitus Jonassen Bering fæddist árið 1681 í Horsens á Jótlandi. Hann var af góðu fólki kominn einkum í móðurætt, og hét hann eftir afabróður sinum, sem var kunn- ur sagnaritari, latínuskáld og prófessor við háskólann í Kaupmannahöfn. Faðir hans var vel metinn tollembættismaður, og átti hann margt barna og var félítill. Sagt er, að Vitus hafi ungur hneigst til sjómennsku og æfintýra, og því hafi hann á ungum aldri stokkið úr foreldrahtisum og gerzt sjómað- ur. Árið 1703 kom hann til Amsterdam í Hollandi með Austur-Indíafari. Hafði hann þá um alllangt skeið verið í langferð- um og var fulllærður í siglingalist og vanur hvers kyns sjóvolki. Þar kyntist hann einum af flotaforingjum Péturs mikla Rússakeis- ara, hét sá Cruys og var af norsku kyni. Kynni þessi leiddú, til þess, að Bering réðst

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.