Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 10
152
LANDKÖNNUÐURINN BERING
N. Kv.
sem liðsforingi í rússrieska sjóliðið. A þeim
árum lagði Pétur mikið kapp á að koma
upp flota. Hafði hann því rnargt manna af'
norskum ogdönskum ættum, og höfðu sum-
ir þeirra komizt til hárra metorða. Einkum
var Cruys í miklum metum, en Bering varð
góðvinur hans, en mægðist við annan flota-
foringja af ensku kyni. Þegar hann kom til
Rússlands geisaði Norðurlandaófriðurinn
mikli í algleymingi, en þar börðust Danir
og Rússar ásamt fleiri þjóðurn gegn Svíum
undir forustu Karls tólfta. Béririg barðist
undir merkjum Rússa allan ófriðinn og gat
sér þar góðan orðstír og hlaut þar kapteins-
tign af annari gráðu. Eftir ófriðarlokin
þótti horium vegur sinn vera gerður minni
en efni stæðu til. Gekk iiann því úr her-
þjónustu og fór í styttingi til óðala sinna
v^ð Viborg í Finnlandi, senr þá var orðin
rússneskt landssvæði. Sarnt leið ekki á
löngu unz Pétur keisari kvaddi Bering á
ný í þjónustu sína og fékk honum viðfangs-
efni, sem úrslitum réði í æfi hans og skóþ
honum frægðarorð, sem seint mun fyrnast.
KAMTSCHATKA-LEIÐANGURINN.
Þegar hér var komið sögu var nálægt hálf
önnur öld liðin síðan Rússar hófu að leggja
hin endalausu flæmi Síberíu undir sig, og
um 90 ár frá því er þeir náðu til austur-
strandar hennar, en aðeins fyrir i'áum árum
hafði Kósakka einum tekizt að sigla vfir
Okotska hafið, og til austurstrandar
Kamtschatkaskagans. Lönd öll eystra jrar
voru ókönnuð að kalla, og einkum var
mönnum óljóst, hvort Asía og Ameríka
væru samtengdar eða eigi, og raunverulega
var öll austurströnd Asíu fyrir norðan Kína
og miðjar Japanseyjar ókönnuð með öllu,
og sama var að segja um vesturströnd Ame-
ííku norður frá rniðri Kaliforníu og vitan-
lega allt hafið þar á milli. Að vísu hafði
verið reynt að sigla norður eftir Kyrrahaf-
inu, en samt voru menn helzt þeii'rar trúar,
að Asía og Ameríka væna landfastar og
nyrzti hluti Kyrrahafsins því mikill hafs-
botn. Hinar norðlægari Japanseyjar Hondo
og Jeso voru gerðar að einu landi ásamt
Sakhalín, og allt var mönnum óljóst um
legu Kamtschatkaskagans, og þó enn meira
strandlengjurnar þar fyrir norðan og aust-
an.
í kringum aldamótin 1700 höfðu Rússar
komið upp nokkrum verzlunarstöðum á
Kamtschatka og á stiönd Síberíu við
Okotska hafið. Helzta stöðin þar var
Okotsk, og sigldu menn þaðan yfir hafið til
Kamtschatka. Pétri rnikla lék mjög hugur á
að fá kannað lönd þessi, til þess að auka
verzlun Rússa og vita, hverjar nytjar mætti
af þeim hafa. Hafði hann áður gert út leið-
angur á þessar slóðir í því skyni, en með
litlum árangri. Afréð hann því að skipa
Bering sem forystumann mikils leiðangurs,
er kanna skyldi Kamtschatka og strand-
lengjuna þar norður eftir. Hið eina landa-
bréf, sem þá var til um það sVæði var eftir
franskan mann. Guillaume de l’Isle, en þar
voru eyjarnar austan Asíu settar, sem fyrr
er frá skýrt, en austur af þeim var sett land
mikið. sem menn héldu helzt að mundi ná
yfir til Ameríku. Það kom síðar í ljós, að
þessi villa á kortinu varð örlagarík leiðangr-
um Berings.
Keisarinn jók nú metorð Berings, og 23.
desember 1724 fékk Bering skipunarbréf
um það, sem lionum bæri að framkvæma.
Skipanin, sem keisarinn hafði skrifað sjálf-
ur, hljóðaði þannig:
1. Byggið eitt eða fleiri þilskip í Kamt-
schatka eða annars staðar þar evstra.
2. Siglið skipum þessum meðfram strönd-
inni, sem liggur þar í norður, og þar
sem menn ekki þekkja endimörk henn-
ar, virðist vera hluti af strönd Ameríku.
3. Fáið úr því skorið með vissu, hvar Asíu-
ströndin og Ameríka mætast. Siglið til
einhvers staðar í Ameríku, sem byggður
er og undir stjórn Evrópumanna, og ef
þér hittið skip úr Evrópu, þá fáið að'