Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Síða 17
N. Kv. LANDKÖNNUÐURINN BERING 159 Aleutaeyjanna og síðan á haf út. H'repptu þeir veður hörð og lýsir Steller þeim svo í dagbók sinni: „Stormurinn æddi gegn oss, og var því líkast sem hann gysi £ram úr þröngu sundi. Óveðrið þaut, orgaði og drundi svo óskap- lega, að vér óttuðumst á hverri stundu, að siglutré eða stýri myndu brotna, eða jafn- vel að skipið sjálft myndi molast, þegar öld- urnar skullu á því. Þegar öldurnar löðrung- uðu skipið, kvað við líkt og fallbyssuskot, og vér sáum ekkert framundan annað en dauða og skelfingu. Meira að segja hinn háaldraði stýrimaður Andreas Hesseiherg fullyrti, að hann hefði aldrei á þeinr 50 ár- um, sem lrann hefði verið í siglingum, hreppt þvílíkt hafrót." í skipsbók Berings blasa við á hverri síðu frásagnir um fúinn xeiða, rifi 1 segl og staðarákvarðanir eru ó- nákvæmar, en engu að síður heppnaðist þeim að gera uppdrátt af eyjunum. Dögunr saman tókst eigi að taka opinn eld, og skyr- bjúgurinn breiddist nú óðunr út, svo að allir voru sýktir. Brátt tók dauðsföllunum að fjölga ög næstunr dagléga var líki varp- að fyrir borð. Loks hinn 4. nóv. sást land fyrir stafni. Fögnuði skipverja verður naunr- ast með orðum lýst. Hver maður, hversu sárþjáður, sem lrann var drógst upp á þilj- ur. Bering sjálfur, sem nú var helsjúkur hrestist við þessi tíðindi óg undirforingjar hans fögnuðu, því að þeir héldu að nú væri Avaclraflóinn framundan, og þá væru reikrr- ingar þeirra réttir, en þó að sólarhæð, sem tekin var um þessar mundir, sýndi, að þeir væru heilu breiddarstigi norðar en Avacha, trúðu þeir því ekki, en héldu því fas't fram. að landið, sem þeir sáu, væri Kamtschatka. Bering einn var á öðru máli. Enda þótt hann væri rúmfastur og fársjúkur, þá var honum ljóst, að hér væri um annað land að ræða. Hann skaut því á ráðstefnu, þar sem hann hélt því fram, að land þetta væri ekki Kamtschatka, en þangað væri þeim lífs- nauðsyn að ná, og það mætti takast, því að enn ættu þeir nokkurn vistaforða og 6 tunn- ur vatns, og nothæfa framsiglu. En yngri fóringjarnir báru hann ráðum og neyttu þess, að nú voru kraftar hans á þrotum. Þeir sigldu skipinu því inn undir hina ó- kenndu strönd í trausti þess, að þar væri höfn að finna. Af einskærri heppni tókst að koma skipinu inn fyrir strandrifið og varpa akkerum í kyrrum sjó hinn 6. nóvem- ber, eftir 4 mánaða sigíingu. Frásögn Stel- lers af þessum síðasta þætti ferðarinnar sýn- ir ljóslega, að leiðangurinn mátti heita stjórnlaus. Morguninn eftir fór Steller í land. Hon- um varð þegar ljóst, að hér var um óbyggt land að ræða. Hvergi sást vottur manna- ferða, hvervetna var morandi af dýrum, blá- refum, sæotrum, sæljónum ^jg sækúm, og öll voru þau svö spök, að þau reyndu ekki hið minnsta til að forða sér, þótt menn kæmu að þeim. 'Slíkt vissi hann, að var ó- hugsandi í byggðu landi. En einkum var hann þó sannfærður um það vegna þess, að sækýrin, sem þar var í stórhópum, var algerlega óþekkt dýr. Steller varð síðar fræg- ur fyrir lýsingar sínar á dýralífi Berings- eyjar, en svo nefndist eyja þessi síðar. Sæ- kýrin, sem þar lifði, var við hann kennd og kölluð Rhytina stelleri. Henni var útrýmt nokkrum árum síðar vegna hóflausrar veiði, og er Steller hinn eini vísindamaður, sem hefir séð hana í lifanda lífi. Hins vegar sá Steller það af gróðri eyjáí þessarar, að hún mundi vera nálægt Kamtschatka, og reynd- ist það síðar rétt. Waxell hélt samt fast fram þeirri skoðun sinni að hér vaéri ekki um eyju að ræða, heldur tanga út úr Kamt- schatka, og hóf þegar í stað ráðagerðir um að senda af stáð menn eftir sleðum og hund- um frá Avacha. En Stellér, ásamt örfáurn mönnuni öðrum, tók þegar að búa sig und- ir vetursetu. Þeir grófu sér holu í sandhól- ana á ströndinni, þökktu haná með reka- við, tuskum og refaskinnum og fengu þann- ig nokkurt skjól. Jafnframt þessu ýar tekið^

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.