Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 21

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 21
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 163 mannabyssu, og í hinni blikaði tomahawk- öxi. Donna Dolores og Rosaura ráku upp skelfingaróp, þegar þær sáu indíánann, en faðir Mátteo snaraðist á móti honum, með vopn í hönd. „Kyrrir!" mælti indíáninn á bjagaðri spænsku. „Ætlarðu að vega að þeinr manni, sem kemur til þín sem vinur?“ Presturinn, sem haft hafði endiskipti á byssu sinni, lét hana síga og starði höggdofa á aðkomumanninn. í sömu andrá kom ann- arr Ókunnur gestur upp á þakið. Var hann að öllu mun kynlegri í háttum og klæða- burði en sá fyrri. Föt hans voru öll úr hjart- arskinni og gaf það ótvírætt til kynna að hann v^r einn af hinum síflakkandi veiði- mönnum vestursins. Án þess að gefa sig að nokkru að þeim, sem fyrir voru, snaraðist hann að hrjóst- vörninni og gægðist út fyrir. ..Hvernig lýst þér á, Nevado?“ spurði hann glaður í bragði þann, sem á undan var kominn. „Það Iítur út fyrir að við höf- um hitt á 'óskastundina. Við skulunt sann- arlega velgja þeim, þessurn rauðu djöflum.“ Nevado laut brosandi höfði. Þessu næst miðuðu þeir, hyssum sínum út yfir brjóstvörnina og hleyptu af. Skot þeirra hljómuðu samtímis og tveir apachaindíán- ar, sem fremstir fóru hnigu til jarðar. Indíánarnir ráku upp hræðilegt öskur, er þeir sáu afdrif félaga sinna. „Klerkur! kanntu að hlaða byssu?“ kall- aði annarr aðkomumaðurinn til föður Matteo. ,,Vissulega,“ svaraði hann. Honum rar þegar ljóst að verjendum haciendunnar hafði borizt skjót og góð hjálp og taldi þarf- Iaúst að brjóta heilann um, hverjir eða hvaðan hinir ókunnu menn voru. „Hafið þá ávallt nógar byssur hlaðnar handa mér og félaga mínum.“ Að svo mæltu hófu þeir skothríðina út af þakinu. Árangurinn var ákjósanlegur. — Fyrit hverju skoti mátti heita að einn apachaindíáni félli, þrátt fyrir kænskubrögð sín. Augljóst .var, að hér voru engir viðvan- ingar að starfi. í fátinu sem kom á indíánana, við hið skyndilega viðnám^ virtust þeir ekki gera ,sér ljóst mannfallið. Aftur á móti gátu þeir, sem á þakinu r'oru, fylgst vel með öllu, seni gerðist, og húrrahrópin kváðu við þaðan, þegar bezt gekk. Þjónaliðið fylltist nýrri djörfung og vígamóði og lét ekki sitt eftir liggja, en skaut sem ákafast. „Hamingjan hjálpi okkur!“ æpti annarr ókunni maðurinn til þjónanna, þegar Iiann sá hve miklu þeir eyddu af skotfærum til ónýtis. „Miðið þið á lapparnar á þeim! Það eitt hefir þýðingu. Kúlur okkar félaga' munu sannarlega rata leiðina, ef um aðra snögga bletti er að ræða.“ Eftir drykklanga stund stóðu aðeins tólf indíánar uppi af fyrsta hópnum. Svartifálki lýktist meira villidýri en manni, þegar hann leit yfi-r valinn og sá hve mannfallið var gíf- urlegt. Froðufellandi af bræði steytti hann hnefann til haciendunnar, því næst gaf hann mönnum sínum nýjar fyrirskipanir, sem þegar var hlýtt. Fyrst hörfuðu þeir úr skotfæri, tóku síðan öll ullarteppi, sem þeir höfðu meðferðis og tjösluðu þeirn saman á endunum. Þegar þeir þannig höfðu gert eitt teppi úr þrem- ur, tóku tveir indíánar sinn í hvorn enda og reistu það upp eins og tjaldvegg. Bak við hann röðuðu sér nú sex indíánar. Þegar nokkrir hópar höfðu útbúið sig þánnig hófst áhlaupið á ný. Járnhönd, — þ\ í það var enginn annaiT en hann, sem tekið hafði að sér varnir bú- garðsins, — varð skuggalegur á svip, þegar hann sá hvað fram fór. „Svartifálki veit hvað hann syngur,“ mæfti hann við Nevado. „Við skulum reyna að skjóta niður annan hvorn burðarmann- inn og fella þannig þennan duludjöful!“ Það tókst líka, en þeir \ oru ekki fyrr bún- 21*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.