Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Síða 22
164
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kr.
ir að gera einum hópnum skil, þegar ann-
ar ruddist fram.
Járnhönd horfði andartak með fyrirlitn-
ingu á fallbyssuhólkana.
„Eigum við ekki að vita, hvort þessir
gömlu dunkar geta ekki skemmt þeim
stundarkorn. Þeir geta að minnsta kosti
haft nógu hátt. Máske þessum rauðu hund-
um geðjist vel að slíku.“
Andartaki síðar spúðu mörser-byssurnar
regni af járnarusli yfir rauðskinnana. —
Árangurinn varð þó ekki svo góður sem
skyldi, þar sem árásarliðið kom í fámennum
hópum. Nokkrir indíánar féllu þó og svo
virtist sem þessar nýju móttökuraðferðir
skytu þeim nokkurn skelk í bringu, því að
þeir hörfuðu nokkur fótmál til baka.
Svartifálki virtist þó ákveðinn í að liafa
sigur, hvað sem það kostaði. Hann æddi
fram fyrir liðsmenn sína og öskraði:
„Áfram! áfram! Dauði og tortíming yfir
alla hvíta menn.“
Rauðskinnunum svall móður við víga-
■liróp foringjans og þustu fram á nýjan leik.
„Ef mér ekki missýnist, þá er höfðinginn
með fjaðraskrautið enginn annarr en Svárti-
fálki,“ mælti Járnhönd og brá byssunni upp
að \ anganum.
„V/st er það hann!‘ svaraði Nevado og
sló samstundis byssuna til hliðar, svo skotið
fór til hliðar og drap næsta mann við Svarta-
fálka.
„Hvað á þetta að þýða?“ mælti Járnhönd.
„Ég hefi heitstrengt að ná sjálfur höfuð-
leðrinu af Svartafálka, og get ekki unnað
öðrum þeirra gleði,“ svaraði Nevado.
„Það er óvíst að nokkru sinni síðar gefizt
færi á að ryðja þessari eiturslöngu ,úr vegi,“
svaraði Járnhönd.
,,Sá tími mun koma.“ ,
Járnhönd sneri sér að Donnu Dolores og
mælti: ,,Ef þér eigið sjóðandi vatn í eldhús-
inu ættuð þér að láta færa okkur það hing-
að upp.“
Hann hvíslaði nokkrum orðum að prest-
inum, sem strax hvarf niður af þakinu í
fylgd með Donnu Dolores.
Að vörmu spori komu nokkrar þernur
með sjóðandi vatn í kötlum og fötum, upp
á þakið, en faðir Matteo bar eitthvert stórt,
aflangt áhald í hendinni.
Svartifálki var fremstur í flokki indíán-
anna, sem smám saman þokuðust nú nær og
nær og náðu að síðustu að síkisbarminum,
þrátt fyrir nokkurt mannfall í liði hans.
Höfuðhúð af ungum manni hékk við belti
hans.
„Hæ,“ kallaði hann til Donnu Dolores,
„þú skalt verða kona mín, hvort sem þér
líkar betur eða verr og búgarð þinn mun-
um við eyðileggja. Og sömu örlög bíða allra
þinna rnanna eins og bróður þíns, en hér
hefir þú höfuðleður hans.“
Um leið og hann mælti þetta, henti hann
höfuðleðri því, sem hann hafði meðferðis,
upp á þakið.
Donna Dolores hörfaði aftur á bak, en
faðir Matteo kallaði:
„Þú lýgur, þorparinn þinn! Þessi maður
hefir verið svarthærður, en Don Jaime er
með skolleitt hár. Trúið honum ekki,
Donna! trúið honum ekki! Þetta er höfuð'-
leður þjónsins, sem þér senduð burtu.“
I sama mund hafði nokkur hluti árásar-
liðsins náð síkisbakkanum. Útlitið var
ískyggilegt. Járnhönd bað því prestinn að
færa sér tæki það, er hann hafði komið með
upp á þakið. Var það lítil én kraftmikil
vatnsdæla. Fylltu þeir hana með sjóðandi
vatni og sendu innihaldið út fyrir brjóst-
vörnina. Árangurinn var hræðilegur. Tutt-
ugu apacha-indíánar urðu fyrir sending-
unni. Ráku þeir upp kvalaöskur og flýðu
viti sínu fjær til skógarins.
Járnhönd og þeir félagar endurtóku tví-
vegis herbragð sitt, með góðum árangri.
Því næst laut hann út yfir þakbrúnina og
kallaði:
I
„Þekkir þú mig ekki? Ég er Jámhönd,
úmfenningurinn frægi, og þessi félagi minn.