Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Síða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Síða 23
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 165 er Nevado, huroninn. Við höfum svarið þess dýran eið að drepa þig og allt þitt hyski og þú skalt vita að við stöndum við það.“ Svartifálki var upptekinn af að koma skipulagi á menn sína, sem virtust slegnir ótta miklum við 'síðustu aðgerðir varnar- liðsins. Orð Járnhandar höfðu sannfært rauðskinnana um, dð haciendan hefði feng- ið þann liðstyrk sem dyggði til varnar, þar sem hinir alræmdu félagar, Járnhönd og Nevado, væru þar innan veggja, að þýðing- arlaust mundi vera að gera frekari tilraunir til árása. Enda flýðu indíánarnir hver sem betur gat til skógar. Ragn og formælingar Svartafálka höfðu engin áhrif á hina flýj- andi villimannahjörð. „Látið þá fá eina sendingu úr gulu dunk- unum ykkar, piltarl“ kallaði Járnhönd til sinna manna, „það má hundur heita í haus- inn á mér, ef okkur tekst ekki enn að senda álitlega sendingu af þessu rauða hyski til helvítis!" Þjónarnir hlýddu. Samtímis hleyptu þeir Járnhönd og Nevado af byssum sínum. Þegar mesti reykjarmökkurinn leið hjá mátti sjá þess glögg merki að kúlum þeirra og járnarusli hafði ekki verið eytt til ónýt- is, því mörg lík lágu víðs vegar um svæðið kringum búgarðinn. En þeir, sem ekki voru sárir eða fallnir voru allir horfnir. Það var eins og skógurinn hefði gleypt þá. Járnhönd strauk svitann af andlitinu og sneri sér að Nevado. „Þetta getur maður kallað strangan vinnudag, en svona á það að vera, félagi. Eg er kvekaranum sannarlega þakklátur fyrir að hann vísaði okkur hingað.“ „Kvekaranum?“ greip faðir Matteo fram í fyrir honum, „hver er hann?“ „Ruben, úrasalinn, ég hélt að allir könn- uðust við hann.“ „Donna Dolores!" mælti klerkurinn þá, „og bróðir yðar sem hélt að þessi maður ætti sök á dauða föður ykkar, eða væri að öðrum kosti í vitorði með morðingjunum, Þér hafið haft hann fyrir rangri sök, það er ég sannfærður um.“ Þegar Donna Ðolores heyrði nafn bróður síns, minntist hún hinna dapurlegu örlaga, sem sennilega biðu hans, og mælti grátandi: „Ó, vesalings bróðir minn!“ „Hvað hefir komið fyrir hann?“ spurði Járnhönd. „Hann er .á valdi Svartafálka, og þér getið gert yður í hugarlund hvaða meðferð hann hlýtur, eftir það afhroð, sem indíán- arnir hafa goldið hér.“ „Þetta eru vissulega Ijótar fréttir,“ svar- aði Járnhönd, „því Svartifálki er tíu sinn- um grimmari en dýr skógarins. En ekki dugir að gefa upp alla von. Indíánarnir munu sannarlega ekki kasta til þess hönd- unum, eða hafa neina fljótaskrift á því, þeg- ar þeir fara að kvelja og lífláta jafnþýðing- armikinn fanga og Don Jaime er. Þeir munu fara sér að öllu rólega eftir heim- komuna og njóta gleðinnar sem bezt. Þegar við höfum vanið þessi úrþvætti af því að glápa hingað upp, þá lofa ég yður því að við Nevado skulum gera allt sem í okkar valdi stendur til að frelsa bróðir yðar. ViS munum ekki unna okkur nokkurrar hvíld- ar fyrr en okkur hefir tekizt það. Við eigum líka sitt af hvoru óuppgjört við Svarta- fálka.“ Nevado hafði staðið við hlið félaga síns og horft með velþóknun út yfir.valinn. — Allt í einu varð honum litið í áttina til Coloradofljótsins. Rak hann upp hátt ösk- ur, þreif tomahawköxina frá belti sínu og hentist út á þak þeirrar álmu byggingarinn- ar, sem sneri út að fljótinu. Aðrir, sem uppi voru á þakinu, veittu at- ferli hans strax athygli og það var eins og blóðið ætlaði að frjósa í æðum þeirra, er þeir sáu höfuðin á þrem apacha-indíánum, sem þrútin af áreynslu og morðfýsn gægð- ust upp fyrir þakbrúnina. Höfðu indíán-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.