Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 25
N - Kv, DÆTUR FRUMSKÓGARINS
hér stendur er Nevado, huroninn. Um okk-
ur hefir verið sagt að við værum jafn óað-
skiljanlegir eins og jörðin og tunglið.*'
„Með hvaða hætti komust þið hingað
inn, án þess að eftir ykkur væri tekið og
hver sagði ykkur frá árásinni á haciond-
Lina?“ spurði Donna Dolores.
„Ég hefi áður sagt ykkur að Ruben úra-
sali eggjaði okkur á að fara hingað, hér
mundi von nógra æfintýra. Hann sagði
okkur einnig með hvaða hætti við gætum
komizt hingað inn. Eg veit ekki hvort ykk-
ur er kunnugt um leynigang - þann, sem
liggur úr kjallaranum undir fangelsinu og
niður í fljótið. Þessa leið notaði Ruben,
þegar hann strauk héðan og þessa leið kom-
um við.“
Donna Dolores horfði undrandi og van-
trúarfull á Járnhönd og mælti:
„Um þéssa leið vissi ég ekki.“
„Þetta er leyndarmál, sem faðir yðar
trúði mér einum fyrir“, sagði faðir Matteo.
Hann grunaði ekki að hann yrði svo
skammlífur, sem raun varð á, og gætti þess
heldur ekki að vel gat farið svo að dauða
minn bæri einnig brátt að, þar sem ég er
gamall að árum, en þá hefði leyndarmálið
aldrei orðið uppvíst og laundyr þessar eng-
um að gagni, en þær áttu að vera til öryggis
fyrir íbúa haciendunnar ef óvænt árás yrði
gerð á hana og flótti revndist óhjákvæmi-
legur."
„Er engin hætta á að óvinirnir komi þessa
leið?“ spurði Donna Dolores.
„Ekki ef þjónarnir gera skyldu sína“.
Samtalið snerist nú mest um ýms ódáða-
verk, sem indíánarnir höfðu framið fyrr og
-síðar,.
Nóttin var nú dottin á. Nevado hafði orð
á því að tími væri kominn til þess að hafa
vaktaskipti.
„Eg skal sjá um.að það verði gert“, mælti
Bonna Dolores, „ég hefi ennfremur mælt
svo fyrir, að brenni verði flutt upp á þakið,
167
svo hægt verði að kynda þar bál á nokkrum
stöðum."
„Þér ættuð að vera hershöfðingi," mælti
Járnhönd með aðdáun, „mér er unun af að
hlýða skipunum yðar, fagra Donna Dolo-
res.“
Það gat ekki hjá því farið að ófarir indí-
ánanna í bardaganum um hacienduna
hefðu lamandi áhrif á baráttuhug þeirra.
Það eitt, að vita þá Járnhönd og Nevado þar
innan veggja var nóg til að skjóta þeim
ærlega skelk í bringu, því Járnhönd óttuð-
ust þeir næstum eins skefjalaust og hina
leyndardómsfullu Blóðsugu.
Fyrst í stað var Svartifálki gjörsamlega
ráðþrota. Indíánahöfðingi lætur að vísu
aldrei hið mótdræga knésetja sig, en að
þessu sinni juku vonbrigðin yfir því að
missa af Donnu Dolores svo á hefndarþorsta
Svartafálka, að hann var næstum því viti
sínu fjær af reiði. Tilgangur hans með árás-
inni á hacienduna var í upphafi fyrst og
frernst sá, að nema á brott hina fögru mey,
flytja hana til gamma síns og neyða hana til
hjúskapar. Þrá hans eftir hinni undurfögru
Donnu Dolores jókst með hverri hindrun,
sem á vegi hans varð. Og nú virtist bikar
erfiðleikanna fylltur á barma.
Meðan hermenn Svartafálka gerðu að
sárum félaga sinna og yfirlitu vopn sín
hafði hann kastað sér niður skammt frá
þeim. ,Þar lá hann drykklanga stund og
hugsaði ráð sitt. Skapið var æst, eins og í
særðu dýri, en smám saman jafnaði hann
sig þó á ný.
„Við eigum aðeins um tvo kosti að velja,“
tautaði hann við sjálfan sig. „Til að ná
áformum okkar verðum við annað tveggja
að svelta íbúa haciendunnar, þangað til þeir
gefast upp, eða brenna bygginguna og
svæla þá þannig út eins og læður úr greni.
En hugsanlegt er að matarbirgðir séu það
miklar til, að þær nægi, þar til liðsauki
berst íbúunum. Og lánist okkur, sem kann-