Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Page 26
Hi8
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv,
að reynast örðugt, að kveikja í húsunum,
þá er ekkert líklegra en að með hjálp Járn-
handar og Nevados takist íbúunum að flýja
burt fljótsmegin. Enginn getur séð við
þeim þorpurum. Ef ég ætti völ á lífi þeirra.
skyldi ég kyrkja þá báða í greip minni."
Hann lá enn nokkra stund og hugsaði
mál sitt. Að lokum reis hann þunglega á
fætur.
„Nei, öðrum brögðum verður að beita.
Það tekur of langan tíma að svelta þá inni
og íkveikjan getur mistekizt algjörlega.
Eina von mín er, að hægt sé að reiða sig á
þjónustustúlkuna, sem lofaði unnusta sín-
um því að hún skyldi opna eitt af hliðun-
um. Vonandi veit hún ekki að Santucha
ræfillinn er dauður, og því lítilla launa að
vænta úr þeirri átt, fyrir greiðann. Ég
treysti því að hún hafi séð handþurrkuna
og telji að hún sé bending frá elskhuga sín-
um. Bregðizt þessar vonir mínar, fær hinn
ungi höfðingi, bróðir Perlunnar í Sonora,
að deyja fyrr en hann hefir búizt við. Um
sólarupprás næsta morgun læt ég færa hann
svo nærri húsinu, sem auðið er, og svo sann-
arlega sem ég heiti Svartifálki skal mér tak-
ast að gera dauða hans eftirminnilegri og
hræðilegri en nokkrum öðrum. Perlan í
Sonora mun þá vissulega gera tilraun til að
knýja sína menn til útrásar, ef verða mætti
bróður hennar til lífs, og þá — og þá kemur
til minna kasta. Ég vil þó áður bera tillögu
mína undir öldungaráðið. Ef til vill kunna
þeir betri aðferðir."
Svartifálki kallaði nú á nokkra menn
sína og sagði:
„Skjótið nokkra af úlfum þeim, sem í
valnum gæða sér á líkum bræðra vorra.
Flytjið þá inn í skóginn og flettið þá skinn-
um. Látið sem mestan hávaða heyrast til
búgarðsins, svo íbúarnir haldi að þið séuð
að vernda náina fyrir ásókn úlfanna. Ég
verð nokkra stund í burtu, en þegar ég
kem til baka, verða allar skipanir mínar að
vera framkvæmdar."
Síðan hvarf Svartifálki á brott, í fylgd
með tveim hermönnum sínum.
I kringum rjóðrið, þar sem öldungaráðið
hafði aðsetur sitt, var eins og áður er frá
skýrt lítil skeifulöguð tjörn. Bakkarnir voru
vaxnir reyr og öðrum hávöxnum gróðri og
því tilvalin fylgsni fyrir dýr skógarins. í
kringum eld í miðju rjóðrinu sátu öldung-
arnir og tottuðu pípur sinar. Höfðu þeir
setið þar síðan árásin hófst um morguninn.
Enginn þeirra mælti orð. Augu þeirra voru
lokuð til hálfs, en vel mátti gera sér í hug-
arlund, að eyrun næmu því betur hvert
hljóð skógarins.
Ef dýr skauzt hjá, eða grein féll til jarðar,
opnuðu þeir augun snöggvast, en virtust
falla í sama dvalann jafnharðan aftur.
Þannig höfðu þeir setið klukkustund
eftir klukkustund, meðan sólin sendi brenn-
andi geisla sína yfir jörðina. Niður við
fljótið var hitinn þolandi, en inni í miðjum
skóginum var hitinn óbærilegur.
Vegna hins gífurlega hita gekk öldung-
unum illa að lialda sér vakandi og að síð-
ustu féllu pípurnar úr höndum þeirra og
þeir steinsofnuðu.
Þeir höfðu sofið þannig lengi dags, þegar
lágt skvamp heyrðist frá tjörninni skammt
frá þeim og út úr reyrkögrinu kom kvnleg
vera, sveipuð dökkum klæðum.
Ef einhver hefði séð veru þessa, hefði ekki
hjá því farið, að honunt hefði dottið í hug
draugar og uppvakningar. Vera þessi var
gjörsamlega óþekkjanleg, en þó hafði hún
á sér mannsmynd. Sömuleiðis hefði það
vakið undrun með hvaða hætti hún hefði
getað komið upp úr vatninu, sem virtist
spegilslétt.
Veran læddist hljóðlega eftir tjarnar-
bakkanum, í áttina til öldunganna, sem
steinsváfu og virtust hvorki vita í þennan
heim eða annan.
Þegar hún var komin fast að þeim, nam
hún staðar andartak. Því næst kraup hún á