Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Side 27
N. Kv.
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
169
kné frammi fyrir einum þeirra og á næsta
augnabliki sást hnífur blika. Og áður en
andartak var liðíð, og án þess að öldung-
arnir gætu gefið frá sér nokkurt hljóð, eða
búizt til varnar. — hafði þessi kynlega vera
rekið þá alla í gegn. Aðeins einum þeirra
vannst tími til að rísa á fætur.
,,Blóðsugan!“ æpti hann skelfdur.
„Svo er vissulega,“ hljóðaði hið uggvæn-
lega svar sem hann fékk. „Það er Blóðsug-
an, sem fylgt hefir þér og ættstofni þínum
með óslökkvandi hatri. Nú mun hún loks-
ins sjá svo um, að þú og félagar þínir kom-
izt til hinna eilífu veiðilenda."
„Höfðingi pekoanna, sem stendur hér
frammi fyrir þér,“ svaraði garnli indíáninn
með skjálfandi röddu, „er aldinn að árurn,
og hár hans gefur til kynna að hann muni
fyrr en varir safnast til feðra sinna. Lífið er
honum því ekki mikils virði, og jafnvel á
meðan hann var yngri að árum, datt hon-
um aldrei í hug að biðja fjandmann sinn
vægðar. Og jrað mundi hann heldur ekki
gera að þessu sinni, ef sagan segði ekki, að
sá er fellur fyrir rýtingi Blóðsugunnar, sé
dæmdur til að ráfa friðlaus um, allt til
efsta dags. Þess vegna bið ég um vægð.“
\7eran rak upp hásan, óhugðnanlegan
hlátur.
„Heimskingi! Heldur þú að ég muni
nokkru sinni vægja nokkrum af þinni
bannfærðu ætt? Hefir þú nokkru sinni sýnt
miskunn, hafi hvítur nraður' fallið í hend-
ur þér? Jafnvel rauðskinna hefir þú ekki
vægt, hafi hann átt eitthvað sökótt við þig.
Nei, sannarlega skaltu deyja! Búðu þig í
skyndi undir dauða þinn. Tími minn er
dýrmætur.“
„Ég mun í jrað minnsta selja líf mitt
fullu verði!“ æpti indíánahöfðinginn og hóf
tomahawk-öxi sína á loft. En áður en hún
félli aftur niður, hafði veran íækið hina
blikandi sveðju sína í gegnum hann. Indí-
áninn hné dauður til jarðar við hlið félaga
siirna. Stór blóðpollur hafði myndast, þar
sem þeir lágu.
Hinn dularfulli vegandi þurrkaði blóðið
af vopni sínu. Því næst dró hann fram ann-
an hníf, sem líktist mest biturlegum svarð-
flettihnífi og skar með lronum þrjá krossa
á enni allra fórnarlamba sinna.
Eftir hinar hryllilegu aðfarir hvarf hann
út í skóginn, jafnhljóðlega og hann kom.
Allt var nú kyrrt um hríð.
Nokkru síðar skrjáfaði í runnum í nánd
og þrír rauðskinnar komu í Ijós. Þeir nálg-
uðust með virðuleik hina — að því er virt-
ist — sofandi öldunga. Blóðsugan hafði skil-
ið við þá með þeim hætti, að engum gat
dottið annað í hug, en að þeir svæfu.
Þegar sá er fremstur fór kom auga á
krossmörkiir á ennum þeirra, hrökk hann
óttasleginn til baka, féll á kné. Þurfti jró
nokkuð til þess að skjóta honum skellk í
bringu, því það var enginn annarr en
Svartifálki.
„Hinn mikli andi er á móti oss!“ hrópaði
hann, „hann gefur Járnhönd sigur í or-
ustum við okkar menn, og leggur blessun
sína yfir launmorð Blóðsugunnar.“
Þegar rauðskinnarnir, sem voru í fylgd
með Svartafálka, sáu hann krjúpa á kné,
héldu þeir að fjandmenn væru í nálægð, og
að hann gerði það til þess að dyljast. Krupu
þeir því einnig niður. Er þeir höfðu hlustað
og beðið nokkra stund, skriðu þeir á fjór-
um fótum til húsbónda síns, sem nú hafði
jafnað sig að mestu, eftir Itina óvæntu og
geigvænlegu sýn.
„Sjáið!" mælti hann og benti á líkin.
Rauðskinnarnir ráku upp hræðslu- og
undrunaróp, er þeir sáu lrvað skeð hafði,
og að krossmörkin bentu til þess að Blóð-
sugan hefði verið þar að verki.
Svartifálki horfði á þá leiftrandi augum
og þegar lxann sá hvílíkum ótta þeir voru
lostnir, hnyklaði hann brýrnar.
„Þegar hermenn vorir,“ tautaði liann „fá
að vita, að æðstu og vitrustu menn þjóðar
22