Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Side 32

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Side 32
174 DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv. Inez hafði séð allt, sem fram fór, gegnum skráargatið. Þegar þriðji þjóninn var þannig fallinn í valinn fyrir brellum hennar, opnaði hún hljóðlega hurðina og gekk inn. „Ég veit ekki hvort tími er kominn til þess að láta vindubrúna falla. En Jrar sem óvíst er, hve lengi þokan varir, þá væri F>ezt að gera Jrað strax. Hún tók lyklakippu af veggnum og fór inn í klefann þar serii keðjan frá vindu- brúnni var fest. Hún byrjaði að snúa hjól- inu, en hikaði við. ,,Ef apacharnir skyldu ekki vera viðbúnir! Ef ég léti vindubrúna falla of snemma, Jrá væri úti um mig. Járn- hönd mundi verða Jress strax var og áform indíánanna fara í hundana, á síðustu stundu. Meðan þessu fór fram hafði Svartifálki ekki setið auðum höndum. „Santucho hefir haft rétt fyrir séy,“ mælti hann við einn af mönnum sínum. „Þegar Mestizen hefir fengið merki frá okkur, mun hún fella vindubrúna og opna okkur þann- ig leið inn í hacienduna. í þessari niðaþoku mun okkur veitast auðvelt að læðast heim að byggingunni. Jafnvel Járnhönd skal ekki verða nokkurs var, fyrr en um seinan." Indíánahöfðinginn skipaði nú mönnum sínum í fylkingu. Áttu þeir að læðast í átt- ina til haciendunnar, þangað til þeir gætu greint eldinn á þaki byggingarinnar. Tólf af þeirn hraustustu skipaði hann að taka með sér úlfaskinnin. Aðrir'tólf áttu að verða eftir til að gæta Don Jaime. Apacharnir héldu nú af stað, með Jreirri miklu varfærni, sem einkennir indíánana. Ulfarnir, sem enn reikuðu um valinn urðu mannanna varir og flýðu í ýmsar áttir. Sumir flýðu út í skóginn, aðrir í áttina til haciendunnar. Þegar lið Svartafálka var komið svo nærri að bálin sáust greinilega í gegnnm þokuna, gaf hann þeim, sem úlfaskinnin báru bend- ingu um að fara í þau. Sjálfur fór hann í einn feldinn og kraup síðan á f jórar fætur. Menn hans gjörðu slíkt hið sama. Og nú hófst kynlegður leikur. Svartifálki og menn hans, sem eins voru búnir, hlupu nú á höndum og fóturn nær haciendunni. Þó fóru þeir ekki beina leið, heldur líktu eftir úlfum, sem hlaupa snuðrandi í ótal krók- um. Leikur þeirra var svo eðlilegur að jafn- vel úlfarnir vöruðust ekki brögð þeirra, og komu nær en góðu hófi gegndi. Á þennan hátt komust indíánarnir smám saman nær og nær. Frá haciendunni urðu þeir ekki greindir, nema sem svartir skugg- ar, sem flöktu til og frá um viillinn. Jafn- vel þaulviinum veiðimanni hefði getað sézt yfir, og ekki orðið þess var, að hér voru brögð í tafli. ■ En Járnhönd var, eins og áður er getið, enginn hvítvoðungur. Ekkert fór fram hjá honum. Og hversu eðlilega sem apacharnir höguðu aðferðum sínum, hversu • krókótt sem þeir fóru, [>á höfðu Jró vaknað grun- semdir hjá Járnhönd, þar sem hann stóð á þakinu og veitti öllu, sem gerðist, nána at- hygli. „Fjandinn hafi það!“ mælti liann við sjálfan sig. „Þessir úlfar haga sér eitthvað öðru vísi, en ég á að venjast. Þeir eru líka grunsamlega bognir í baki. Kannske þessir rauðu djiiflar viti hverju það sætir. Sannar- Iega skal ég senda Jíeim, sem fyrstur fer, kveðju mína, þegar þeir koma nær.“ Samtímis varð Járnhönd litið til vindu- brúarinnar og tók því eftir því, að hún hreifðist, að vísu lítið, en þó svo greinilega, að ekki varð um villst. Eins og áður er getið hafði Inez hreift hjólið lítilsháttar, en hætt síðan við. Járn- hönd tók strax eftir breytingunni og jók það grunsemdir hans. „Þetta verð ég að ransaka,“ tautaði liann. (Framhald).

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.