Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 36
178 BÓKMENNTIR N. Kv Þær eru ekki ýkja fjölskrúðugar bók- menntir Íslendinga á 17. öld, enda þótt all- mikið sé tekið að lifna yfir þeirn frá því sem áður var. Einkum virðist þá eins og raunar bæði fyrr og síðar, sem menn hafi litla stund lagt á náttúrufræði og lands- lýsingu. Að vísu höfðu þeir Guðbrandur biskup og Arngrímur lærði unnið merki- legt starf til þess að kynna landið erlendis, en tæplega liafa rit þeirra haft mikil áhrif innanlands. Þetta var heldur ekki svo und- arlegt, þar sem náttúruvísindin voru þá enn í bernsku, og erfitt að afla sér fræðslu í þeirn efnum. í Danmörku stóðu þó náttúruvísindi í miklunr blóma um þær mundir, en þangað sóttu íslendingar menntun sína, og væri ekki undarlegt, þótt einhver álnif hefðu þaðan borizt. En annars var guðfræði aðal námsgrein þeirra, sem stunduðu nám við Hafnarháskóla. Einn náttúrufræðing úr stétt alþýðumanna átti ísland þó um þær rnundir, þar sem Jón lærði var. En meðal lærðra voru þeir harla fáir, sem fræðum þessuin sinntu. Má Gísli biskúp teljast hrein undantekning í því efni, og rit hans, þau, sem hér verða gerð að umtalsefni ein- stæð meðal þess, sem þá var ritað á íslandi, þegar frá eru talin rit Jóns lærða, sem fyrr getur. Hefir biskup sennilega erft áhuga á fræðum þessu frá föður sínum, Oddi biskupi Einarssyni, sem var lærisveinn hins fræga stjörnufræðings Tycho Brahe. Fyrra ritið íslenzk annálabrot, er sam- tiningur úr annálum, bréfum og ýmsum öðrum heimildum, sem nú munu flestar týndar. Er þar nær eingöngu sagt frá ýms- um náttúruviðburðum svo sem eldgosum, landskjálftum o. fl. og fyrirburðum og kynjasögum, en fátt er þar getið þeirra venjulegu viðburða, sem annálar henna frá. Margt er þarna merkilegt um náttúru lands- ins, en hitt þó fleira, sem einkurn hefir gildi fyrir þjóðsagnafræðinga, en annars eru nátt- úrufræði og hjátrú mjög saman tvinnaðar hjá þeirra tíma höfundum, þótt lærðari væru í náttúrufræðum en Gísli biskup. Síðara ritið, Undur íslands, er hins vegar náttúrufræðileg lýsing landsins. Má telja víst að þar sé safnað saman þeirn helztu hugmyndum, sem sæmilega menntir íslend- ingar gerðu sér þá um landsitt. Þess verður samt greinilega vart, að biskup hefir fátt eitt séð sjálfur, og stendur hann þar mjög að baki Jóni lærða, sem á flakki sínu um land- ið hafði séð mestan hluta þess og auk þess skyggnst mjög eftir dýrum, grösum og stein- um. I fyrsta kafla ritsins, en alls er það 40 kaflar, er rætt urn hnattbreidd landsins. Er höf. furðu fráfróður um hana, og er helzt svo að sjá, sem hann hafi ekki þekkt mæl- ingar Guðbrands biskups, sem þá fyrir all- löngu hafði ákveðið hnattstöðu Hóla. í næstu köflum segir svo frá hafísum og loftsjónum ýmsurn. Hyggur höf. að Græn- land nái til Noregsstranda, fyrir norðan Is- land, og telur að þeirrar tíðar hætti senni- legt, að rekaviður sá, sem með ísnum berst, sé kominn annaðhvort frá Grænlandi eða úr skógum, sem séu á mararbotni. Um norð- urljós verður honum einnig skrafdrjúgt, eins og títt var fyrr á öídum. í 4. kafla ræðir um eldgos og jarðskjálfta, og segir þar frá ýmsum eldfjöllum, og er ekki unnt að vita nú, hver sum þeirra eru. Þá ræðir í 5. kafla um logasýnir í hafi, er þar um jarðelda en einnig þess getið, að eldur kvikni í rekavið, er hann nýst saman í ísnum. Var skoðun sú furðu lífseig, og að- hyllist Eggert Ólafsson hana. Þvínæst eru tveir kaflar um skrímsli í sjó og vötnum, en skrímslatrú var þá og lengi síðan mjög algeng, og þau talin jafn- raunveruleg og dýr þau, er menn þekktu, enda mörg þeirra aðeins sjaldgæf sjávardýr. Þannig er skepna sú, sem lýst er og mynd er af á bls. 73, greinilega geirnytarhængur. Næstu kaflar, 8.-9., fjalla allir um dýrin. Fyrst er þar skýrt frá hvölum, selum og há-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.