Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Side 37

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Side 37
N. Kv. BÓKMENNTIR 179 körlum. Eil það allruglingslegt og blandið hjátrú, efi ýmsar tegundir taldar, og þeirn lýst sumum stuttlega.-Tveir kaflar eru um fiskana og ýms óæðri sjávardýr. Um fugl- ana eru 5 kaflar og segir þar m. a. frá árás- um arnar á prest einn, gæsaveiðum, er þær voru reknar í réttir meðan þær voru í sár- um og frá skoðunum manna á ferðum far- fuglá. Þykir biskupi ötrúlegt, að þeir fari yfir til Bretlandseyja, og hyggur helzt, áð þeir muni dvelja á einhverjum nálægari eyjum, sem ókunnar séu. Ekki þykir honum trrilegt, að þeir liggi í dvala í hverum eða til séu yfirskyggðir dalir, eins og Aradalur þjóðtrúarinnar. Flestir hinna algengu fugla eru nefndir þar, og nokkur nöfn eru þar, sem nú munu týnd. Þá er í 20.—23. kafla talin helztu fjöll, vötn, firðir og byggðar eyjar, er þar ýms fróðleikur, en lítt hefir biskupi þó verið kunnugt um Hólastifti. Þá segir frá gróðri landsins í þremur köflum, en sýnilega hefir höf. verið fáfróður í þeim efnum, en telur samt allmargar tegundir, sent hér vaxi, og að jarðvegurinn sé eigi eins ófrjór og sumir haldi. í 27. kafla segir frá ýmsum merkjum þess, að sjávarstaða hafi breytzt, og í 28. kafla frá mó, viðarsprekum og öskulögum í jörðu. Þá segir frá málmum, steinum, holum og hellum, hverum og ölkeldum, og loks frá tröllum og jarðbúum. Einn kaflinn er um þursatað hjá Reykjahlíð og lækninga- mátt þess. Að lokurn eru 5 síðustu kaflarnir um fólkið, gáfur þess og athafnir, hvalveiðar, smíðar og ntelkornið íslenzka. Er þar margt fróðlegt og skemmtilegt. Ég hefi þá gefið örstutt yfirlit um efni rits þessa. En hvert gagn er í slíku gömilu og úreltu riti? munu þá einhverjir spyrja. Því er fljótsvarað. Það gefur oss glögga hug- mynd um hugsunarhátt og skoðun manna á liðnum öldurn um land vort og náttúru þess, jafnframt því sem það kynnir okkur hugsunarhátt þeirra almennt, því að aug- ljóst er, að Gísli biskup er fullkomið barn sinnar aldar í skoðunum öllum. Frásögn hans er öll einlæg en dálí[ið barnaleg, og það er augljóst, að hann finnur sárt til þess, hversu þekking hans á efninu er gloppótt. En þó að víða sé í ritinu hjátrú og hindur- vitni, þá er augljós sú ósk höf. að hafa ætíð það, er sannara reynist. Margt er á riti þessu að græða fyrir fræði- menn, bæði náttúrufræðinga og ekki sízt [>á, er kynna sér menningarsögu og þjóðtrú íslendinga. Þá má ekki gleyma því, að ritið er víðast beinlínis skemmtilegt aflestrar og á hið lipra mál þýðandans ekki minnstan þátt íþví. Bókin er prentuð hjá Prentverki Odds Björnssonar og er frágangur allur hinn prýðilegasti. Margit Ravn: Ragnheiður. Helgi Valtýsson þýddi. Út- gefandi: Þorsteinn M. Jóns- son. Prentverk Odds Björns- sonar. Akureyri 1942. Það er raunar orðinn óþarfi að kynna lesendttm N.-Kv. nýja bók eftir Margit Ravn. Hinar fyrri sögur hennar eru þegar svo góðkunnar og víðlesnar, og engar nýjar hliðar konta fram á höfundinum. Efni þess- arar sögu er æfintýri, sorgir og gleði ungrar kaupstaðarstúlku, er ræðst sem kennslukona upp í sveit. Frásögnin er, eins og á hinum sögunum, fjörleg og viðburðaröðin nægi- lega hröð til að viðhalda áhuga lesandans. Og eitt má segja um allar sögur Margit Ravn: Undiralda þeirra og h'fsskoðun er heilbrigð og þær þ\ í vel fallnar til lesturs unglingum. Akureyri 29. nóv. 1942. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. 23*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.