Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 38
A nástrái. Saga frá Færeyjum eftir Hans A. Djurhuus. Presturinn sat í stofunni og var að lesa. Klukkan var orðin tíu og hann var þreytt- ur. Hann hafði verið að heiman allan dag- inn og var rétt nýkominn heim. Prestur heyrir meira og sér nreira en aðrir, því að þegar dauðinn er á næstu grösum, þá verð- ur mönnum litið yfir æfina og sjá allt, sem þeir hafa aðhafzt, bæði gott og illt, og þá senda þeir boð eftir presti. Andrés gamli var dáinn. í fimm ár hafði hann legið rúmfastur, en nú hafði Drottinn veitt honum lausnina. Presturinn liafði set- ið iijá honum allan daginn, þangað til liann leið út af, því að hann þorði ekki að vera einsamall. Presturinn varð að halda 1 hend- ina á honum, því að lrann var hræddur við að skii ja við. Andrés hafði verið með heztu mönnum, reglusamur og siðsanrur, í fám orðum sagt, hann hafði verið sannur sómi sinnar sveit- ar. Konan har honum líka hezta orð og sama var að segja um börnin. Hann var svo hæglátur, að menn vissu ekki af honum; það lá í þagnargildi, að hann þorði stund- um ekki að ganga úti í myrkri og líka hitt, að ljós varð að lifa hjá honum um nætur. F.n svona hafði hann ekki verið alla tíð; það kom yfir hann árið áður en hann kvæntist, sama árið sem Heimir á Hólum hrapaði. Menn höfðu talað margt urn það slys og var það mörgum ráðgáta. Anna á Á var laglegasta stúlkan í þorp- inu. Allir ungu piltarnir voru hálskotnir í henni og satt að segja vissi hún ekki, hverj- unr þeirra hún ætti að taka. Henni leizt bezt á Heimi á Hólum. en Andrés r Búð var líka snotur og viðkynnilegur og eitt hafði harin franr yfir Heimi, 'hann, söng betur. Það var ánægja að dansa, þegar Andrés söng fyrir, röddin var svo skær og hrein, fótaburðurinn varð svo léttur og fljúgandi, að það var eins og að vera borin um stofuna. Þeim var vel til vina, Andrési og Heinri, og í bjargtíðinni voru þeir vanir að fara í björgin í félagi. Andrési leizt vel á Önnu. Oft hugsaði hann með sjálfum sér, að ef lrann fengi hana ekki fyrir konu, þá væri lrann ekki fær unr að lifa. En hann þóttist sjá, að hún tók Heimi franr yfir hann, og það var hon- unr kvöl. Honunr var varnað svefns á nóttunni vegna undarlegra hugsana. Ef hann lokaði augununr, þá heyrði hann kirkjuklukk- urnar hringja; svo sá lrann brúðfylgdina ganga fr am veginn, — og svo var hann konr- inn inn í kirkju, en fyrir altarinu stóðu þau hlið við hlið, Anna og Heinrir. Hann varð fölur af slíkunr hugsunum. Hann varð að fá að vita með vissu, lrvort Anna vildi taka honum, og eitt kvöld, þeg- ar lrann fylgdi lrenni heim, bað hann hana að verða konuna sína. Hún hafði ef til vill búizt við þessu og hafði líka hugsað unr, hverju lrún skyldi svara. Það var hvorki nei eða já, heldur eittlrvað mitt á milli. Hún sagðist ekki vita vel, hvað hún vildi; vissi ekki, hvorn henní þótti vænna unr, lrann eða Heimi. Hún vildi því fá umhugsunarfrest. Ojá, hann svo sem vissi, hvað hún fór; hún vildi vera ólofuð svo sem tvö ár og gift-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.