Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 39
3í. Kv.
Á NÁSTRÁI
181
ast svo Heimi. — E£ hann ætlaði að ná í
hana, þá varð að ryðja Heimi úr vegi.
Hann hugsaði lengi um þetta. í fyrstu
hræddist hann næstum því sjálfan sig, en
þegar frá leið, fóru hugsanirnar að verða
honum gamalkunnari. Hann fór hreint og
beint að hugsa um að drepa Heimi. — Hann
gat t. d. farið með honum í róður og fleygt
honum fyrir borð; hann vissi, að hann var
til þess fær, því að hann var sterkari en
Heimir. Þó hætti hann við þetta, því að
sjálfur varð hann að koma til lands, og
hvað átti hann svo að segja, þegar Heimi
vantaði? — Svo fór hann að liugsa um að
halda mikið boð. Hann ætlaði að bjóða
Heimi í boðið og veita honum svo óspart
vín, að hann gæti ltvorki gengið né staðið.
Svo ætlaði hann að fylgja honum heim,
þegar allir aðrir gestir væru farnir. Áin var
mikil og djúp og ekkert handrið á brúnni;
hann þurfti ekki annað en að ýta svolítið
við Heimi, þá var úti um hann.
En honum fannst þetta líka vera óráð.
Hann gat ekki látið Heimi fylgdarlausan
frá sér fara, þegar hann var sVo drukkinn,
að'hann gat hvorki gengið né staðið; þá
hlaut hann að hafa fylgt honum sjálfur og
auðvitað hrundið honum í ána. — Nei,
þetta vár ekki heldur vel til fallið. Hann
hugsaði og hugsaði, hugkvæmdist ýmist
þetta eða hitt, en ekkert var við liæfi.
Hann varð alveg veikur af þessum heila-
brotum, lagðist og lá í marga daga. Það var
eins og eitthvað væri broti, innan í hon-
um og gæti ekki gróið um heilt aftur. En
jafnframt því sem hann var sjúkur af hugs-
uninni um að ráða Heimi af dögum, þá
þótti honurn samt vænt urn hann.
Sumarið var gengið í garð og menn fóru
að sækja í fuglabjörgin; eins og vant var
voru þeir saman, Andrés og Heimir. Þeir
fóru í bjarg, sem enginn hafði farið í árum
saman; menn voru hræddir við grjóthrun;
þrír höfðu farizt, þegar síðast var reynt þar
■og frá því voru liðin átta ár.
Andrés var laus við hugarangur sitt;
legan hafði bætt honum. Hann gat hugsað
um Önnu eins og eitthvað bjart og fagurt,
sem einu sinni var honum allt, en nú var
dofnað og að engu orðið.
Þeir fóru af stað einn morgun við sólar-
uþpkomu. Veðri var svo farið, að þeir
bjuggust við miklum fugli og þeir spjölluðu
um, hvað aðrir mundu segja, þegar þeir
kæmu báðir aftur með svo mikla veiði.
Það var töluvert langt að ganga, svo að þeir.
komu ekki á vettvang fyrr en eftir rúmlega
þrjá tíma og þá voru þeir uppgefnir. Þeir
lögðust uppi á bjargbrúninni til að hvíla
sig.
Sólin sneri beint að þeim, þar sem þeir
lágu og þar var afar heitt; þeir sofnuðu
báðir. — Andrés vaknaði fyrr. Hann sá að
Heimir lá alveg úti á brún, og þá skaut
honum því í brjóst, að nú væri færi; hann
skyldi leita lags og velta Heimi fram af.
Það var fljótgert og engan gat grunað neitt;
Heimir hafði hrapað í björgunum, það var
allt og sumt; heimurinn mundi ganga sinn
vánagang eins og áður og hinn dauði brátt
gleymast.
Hann reis hægt upp, mjakaði sér að
Heimi og fór að ýta honum fram á brúnina.
Heimir vaknaði og leit forviða framan í
Andrés; — hann var í hálfgerðum svefnrof-
um; en þegar hann sá illskuna í andliti
Andrésar, virtist hann renna grun í, hvað
hinn ætlaði sér. „Jesús varðveiti mig! Hvað
ertu að gera?“ spurði hann. Þetta voru síð-
ustu orð hans; Andrés ýtti honum fram af.
Hann stóð og fylgdi honum með augun-
urn, meðan hann valt niður bjargið. Fugl-
inn flaug upp í bjarginu og svifaði frá því
skríkjandi og gargandi. Andrés var alveg
utan við sig, — honum var ekki ljóst, hvað
hann hefði gert. Nú sá hann, að Heimir
skall á klöppinni þar niðri; þá rann það
upp fyrir honum, að hann af frjálsum vilja
hafði orðið manni að bana. Ótal hugsanir
flugu honum í hug; fyrst var hann að hugsa