Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 40

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 40
182 Á NÁSTRÁI N.-Kv. um að steypa sér sjálfum fram af, en svo fór hann að hugsa um Önnu, að hun mundi verða konan hans, hann skyldi ganga að eiga hana. Hann skundaði heim aftur. Hann var hissa á því að hann skyldi geta gert það, farið inn á Hólum og sagt frá slysinu: Heimir hefðj farið laus niður í bjargið, hefði runnið og misst fótanna, og svo hrap- að niður í sjó. Tíðindunum var tekið nokkurn veginn vel; bátur var sendur af stað til að leita að iíkinu, en það fannst ekki. Anna og Andrés giftust árið eftir. Og svo hafði Andrés lifað og legið á þessu síðan. En það hafði kvalið hann; það mátti heita svo, að hann hefði ekki litið glaðan dag síðan þá, og einsamall þorði hann ekki að vera; aðallega var það í myrkri, að und- arlegum hugsunum þyrmdi yfir hann. Þá sá hann Heimi eins og hann var á þeirri itundu, er hann fór fram af, og liann heyrði hann segja: ,,Hvað ertu að gera?“ Já, vissi hann, hvað það var, sem hann hafði gert? Nei, hann'vissi það ekki; hann vissi ekki, hvað það var að ráða mann af dögum. — ekkert hvað það var fyrr en eftir á. En þá fékk hann líka að vita af því, og nú — á nástrái — nú gat hann ekki lengur þagað, nú varð hann að segja prestinum frá því, sem hann hafði gert. . . . Presturinn stóð upp og gekk yfir að bóka- skáþnum, tók bók og blaðaði í henni, en lagði hana svo frá sér án þess að lesa í henni. Hann var viðutan, en hugsaði alls ekkert um Andrés og sálarangist hans. Nei, hugs- anirnar fóru langt aftur í tímann; hann minntist þess, þegar hann var ungur prest- ur og kom þangað í þorpið, hverníg hann þá hafði huggað gömlu hjónin, sem misst höfðu einkason sinn. Þá grunaði hann ekki, hvað gerzt hafði. Hann hafði sagt við þau, að Andrés, vinurinn, skyldi ganga þeim í sonar stað. O-já, hvað það gat verið undar- legt! Sá, sem drepið hafði soninn, átti að ganga í sonarins stað. Ef vér mennirnir gætum skyggnst inn í sálardjúp hvor ann- ars, fundið þær kenndit', sem þar eru fyrir, alast þar og ala af sér aðrar kenndir, þá mundum vér ef til vill ekki vera einis ör- uggir eins og vér erum. Prestur settist aftur, en hann las ekki; það var dautt í pípunni, en hann skeytti því ekki; hugsanirnar reikuðu svo víða; hann hafði séð svo mikið. Hann hafði líka hjálpað mörgum yfir um, mörgum, sem þorðu ekki að leggja út í ferðina. Nú hafði liann líka hjálpað Andrési, og eftir þrjá daga átti hann að kasta á hann rekunum og halda líkræðu. . . . Jónas Rafnar þýddi. Ingimundur var í íslenzkuprófi upp úr \7. bekk og stóð sig slælega. Loks leiddist kennaranum þófið og hugðist fara inn á svið, sem betri frammistöðu mætti vænta á. ,,Jæja, Ingimundur", sagði hann, „hvað eru hættir sagna margir?" „Þeir eru fimm“,kvað Ingimundur. „Rétt, og livað heita þeir?“ Ingimundur luigsaði sig um: „Það er lýsing- arháttur", sagði hann svo. „Gott, fleiri?“ „Það er skyldarháttur“. „Ha, skildagahátt- ur. Jæja við skulum láta það drasla, áfram“. ,,Það er framsöguháttur“. „Ágætt, áfram“. „Það er tengiháttur“. „Ha, er það nú ekki sama og skildagaháttur? Jæja, meira“. Ingimundur efaði sig um stund, unz hann sagði: „Og svo er það þessi, sem hefir nafn- háttarmerkið“. Hann fékk ekki fleiri spurn- ingar. Ólafur bóndi kom á bæ, og var borið kaffi, en húsfreyjúa bað hann að afsaka, að hún hefði ekki mjólk í kaffið. „Og vertu ekki að minnast á það, bless- uð“, kvað Ólafur, „þetta gengur nú svo fyrir víðum, hvað er ég að segja? víðar en hjá fleiruum átti það að vera; hvaða bölvuð vitleysa, oftar en hjá mörgum, ef ég kem því nokkurn tíma rétt út“. O. S.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.