Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 41
N. K.V.
Harkand réttláti.
Indverskt æfintýri.
Maharadsha* Harkand hinn mikli
var víðs vegar þekktur fyrir réttlæti sitt.
Hann var einn af þeim mönnum, sem ham-
ingjan fylgdi, því að hann var bæði voldug-
ur og frægur. Hann átti fagra, unga konu,
sem hét Hírali og son að nafni Marikhand,
sem hann elskaði meira en lífið í brjóstinu
á sér. Harkand var einnig mjög ríkur. Þegar
hann snemma á morgnana fór til hofsins til
að biðjast fyrir, var hann vanur að fara ofan
í pyngju sína; í henni var æfinlega svo nrik-
ið, að hann dag hvern gat skipt hálfu þriðja
pundi milli fátæklinga. • Góðum guði á
himnum þótti nrjög vænt um hann vegna
dyggða hans og ráðvendni, en lrann hugsaði
oft: ,,Það er ekki erfitt fyrir lrinn göfuga
herra að vera góðan og gjafnrildan, þar eð
hann á svo nrikil ógrynni auðæfa. Vér vilj-
um sjá, hvort dyggð hans og góðsemi getur
þolað þá reynslu, ef ég 12 ár geri hann
fátækan og ógæfusaman". Drottinn himins-
ins sendi þá risavaxið, hanrstola villisvín
inn í garð Harkands. Eyðilagði það á einni
nóttu allar purtir og gróður í garðinum.
Snemma um nrorguninn, þegar Harkand
Jtom út úr svefnlrerbergi sínu, hitti hann
garðyrkjumann simr, sem beið eftir lronum
og var alveg örvinglaður. „Æ, herra“, hróp-
aði hann snöktandi, „garðurinn yðar er
ekki franrar fagur dvalarstaður, hann er
orðinn eyðileg eyðimörk“.
„Hvaða heimsku hjal“, svaraði Harkand,
„hvernig getur garðurinn hafa orðið að
eyðimörk á einni einustu nóttu?“
„Ég sver það við líf mitt, að svo er“, svar-
aði garðyrkjumaðurinn kveinandi og bætti
við með biðjandi rómi: „Komið sjálfur út
og fullvissið yður um, hvernig þar er úm-
horfs“.
Harkand fór með garðyrkjumanninum
og sannfærðist um, að eins var umhorfs
sem hann sagði. Garðurinn hans var eyði-
lagður og umrótaður, og var það svo hryggi-
leg sjón, að Harkand, vegna hræðslu og
örvæntingar, gat ekki sagt nokkurt orð.
Þögull og harmþrunginn fór hann aftur til
herbergis síns og fór þar í bað, sem hann
var vanur, áður en hann fór til hofsins til að
biðjast fyrir. Þungbúinn og hryggur,-með
starandi augu til jarðar, fór hann gangandi
eftir veginum, sem hann var vanur að
ganga, þar til hann heyrði til beininga-
manns nokkurs, þá leit hann upp. Bein-
íngamaðurinn var gamall fakír og bað hann
um ölmusu. ‘
„Komdu til hallar minnar', sagði furst-
inn með mildunr rórni við beiningamann-
inn, „þá skal ég gefa þér hálft þriðja pund
af gulli".
,,Þú hendir víst gaman að mér, göfugi
herra", sagði fátæki maðurinn, „hver hefir
nokkru sinni gefið eða tekið á móti svo
stórri ölmusu?"
„Ég geri ekki að gamni mínu“, sagði
Harkand hinn réttláti, ég er vanur lrvern
morgun að gefa fátæklingum jafnmikla
upphæð“.
Fakírinn beygði sig auðmjúklega og
fylgdi Harkand, sem sagði fjárstjóranum að
útborga hálft þriðja pund af gulli hinum
helga manni.
Fjárstjórinn gekk á braut, en kom aftur
Indverskt tignarheiti.