Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Side 42

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Side 42
184 HARKAND RÉTTLÁTI N. Kv.. eftir fáár mínútur algerlega ruglaður og hrópaði: „Herra, allir peningar yðar og gimsteinar hafa í nótt breytzt í trékol". „Hvaða heimsku hjal“, svaraði Harkand, „hvernig getur gull og.gimsteinar breytzt í kol?“ Fjárstjórinn svaraði: „Komið sjálfir og gáið“. Harkand fór með honum og sá sér til skelfingar að embættismaður hans hafði sagt satt, að allir peningarnir voru orðnir að venjulegum kolum. Harkand réttláti stóð hugsandi dálitla stund, síðan sagði hann: „Sé þá svo, ég hefi lofað fakírnum hálfu þriðja pundi og ég vil enda orð mín“. Án þess að hugsa lengi um þetta, fór hann til kaupmanns nokkurs og veðsetti honum Hírali, sína fögru konu, fyrir eitt pund í gulli. Því næst seldi hann son sinn, Marikhard, fyrir hálft pund. En þar eð ennþá vantaði á upphæðina, þá ákvað hann að selja sjálfan sig fyrir punið, sem upp á vantaði. Hann fór því til tilsjónarmannsins við stóru vatnsþróna. Það var starf þess manns, að hénda líkum þeim, er til hans voru flutt, í tjörnina. Harkand seldi honum sig fyrir pund af gulli og færði síðan fakírn- um fjárupphæðina, senr hann hafði lofað honum. „Hvað á ég nú gera“, spurði hann sinn nýja húsbónda. „Þú skalt vera hér nokkurn tíma við tjörnina á meðan ég fer í verzlunarferð. Menn munu færaþérlík allra þeirra manna, sem deyja í héraðinu og þú skalt henda þeim í tjörnina. Komi menn með mannslík eða konu, krefst. þú einnar rúpíu borgunar, en sé það barnslík, þá skaltu taka átta annas. En ef einhver kemur með lík, án þess að borga, jrá verður þú að taka fat af honum að veði fyrir borgunina. Gleymdu ekki að gera, sem ég segi þér, því að ég mun, þegar ég kem aftur, heimta nákvæm reiknings- skil“. Radshainn* lofaði að gera sem húsbóndi hans bauð honum og líkmaðurinn fór leiðar sinnar. Þegar kvöld var komið, veiddi Harkand fisk, sem hann slátraði og sauð, síðan af- klæddi hann sig til þess að baða sig áður en hann borðaði. En þegar vesalings radshainn kom upp úr baðinu og var búinn að klæða sig, fann hann ketilinn tórnan. Fiskurinn var stokk- inn út úr katlinum, þótt hann væri drepinn og soðinn. „Það hlýtur að vera vilji guðs, að ég geng lrungraður til hvílu“, sagði hinn góði Harkand. Hann las kvöldbænina sína án þess að mögla yfir því, hvað hvíla hans var fátækleg. Guð leit með velþóknun á guðrækni háns, sem sýndi þolinmæði hans og auðsveipni, en hann hafði ákveðið að reyna hann ennþá meira. Menn komu með mörg lík á hverjum degi til Harkands og hann fylgdi stöðugt skipun húsbónda síns. Fyrir mannslík eða konu lét hann borga sér rúpíu og átta annas fyrir barnslík. ög þegar einhver kom, sem ekki átti peninga, tók hann fat af honum í staðinn að veði. Dag einn kom fögur kona grátandiogvein- andi og bar son sinn dauðan í fanginu. — Harkand sá sér til skelfingar að það var eiginkona hans, sem kom með son hans, Marikhand, sem hann elskaði svo mikið. Fór hann þá að gráta beizklega, og áður en hann kastaði líkinu í vatnið, ákallaði hann anda tjarnarinnar og sagði: „Taktu gætilega við líkama þessum og sjáðu um að hann skemmist ekki“. „Það vil ég gera“, svaraði vatnsráðandinn, sem var stór, voldugur krókódíll, og tók hann síðan hinn dauða dreng á hrygg sinn og bar hann út í tjörnina. * Fom-'ndverskt tignarheiti á þjóðhöfðingja.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.