Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 44
186 GAMAN SÖGUR N. Kv. Gaman sögur. Kaupmaður einn á Austfjörðum er nefndur Sveinn. Margar kátlegar sögur eru af honum og tilsvörum hans. Skulu hér nokkrar taldar. Á yngri árum Sveins hafði hann hænsna- bú allstórt, en ekki voru hænsnin vel þokk- uð af honum, en því betur af konu hans. Eitt sinn er hún hafði lengi klifað á að drepa þyrfti hana, er tekinn var fast að eld- ast, fór hann til eitt kvöld og fékk sér til aðstoðar trésmið einn úr þorpinu og bað hann að hafa með sér beitta öxi. Réðst hann svo til inngöngu í hænsnahúsið, og hafði hendur á fyrsta fuglinum.er fyrir hon- um varð, en dimmt var inni, og var það raunar ein af beztu varphænunum. Snarað- ist hann nú út aftur og bað smiðinn að ganga milli bols og höfuðs á „hanafjandan- um“, færðist smiðurinn undan því, en er ekki tjáði móti mæla, hjó hann fuglinn. Sveinn var árrisull maður, og er hann kom á fætur morguninn eftir og sat við kaffi- drykkju í eldhúsinu, en úr glugga þess blasti hænsnahúsið við, kom haninn út og gól ferlega. Sveinn brá hart við og varð að orði: „Galar hann enn, bölvaður, drepinn í gær!“ Meðal annarra verzlunarstarfa sinnti Sveinn fiskkaupum. Keypti liann fiskinn óverkaðan, en verkaði hann sjálfur. Hafði hann þá oft margt kvenna og barna i vinnu við fiskþvott og breiðslu. Eitt sinn hafði hann látið breiða allmikið af fiski árla dags, enda var veður gott. Um hádegsbil gekk hann svo upp í svefn- herbergi sitt og tók sér miðdagsblund, sem venja hans var. Ekki hafði hann lengi sofið er regn buldi á glugganum. Snarast hann nú fram úr rúminu og ætlar að hrinda hurðinni op- inni, en hún bifaðist hvergi. Tók hann nú að kalla á hjálp og kvað hurðina hafa hlaupið í baklás og bað að sækja Finn smið. Hljóp svo einhver til smiðsins, er kom brátt með tól sín. Áður en hann tæki til að brjóta upp .læsinguna tók hann í handfangið og opnaðist þá hurðin auðveldlega inn í her- bergið. Sveinn var skuldseigur maður og tók rukkurum miðlungi vel. Lék það orð á, að þolinmæði þyrfti til að innheimta hjá hon- um. Eitt sinn kom rukkari til hans með reikn- ing, sem Sveinn kvaðst ekki greiða. Þæfðu þeir nvi um þetta stundarkorn, unz rukkar- inn segir: „Ég fer núna, en taktu nú til einhvern dag um þessar mundir og þá kem ég aftur með reikninginn". „Tekurðu það gilt?“ spyr Sveinn. „Já“, sagði hinn. „Komdu þá í gær“. Annað sinn kom rukkari til hans með reikning, er Sveinn vildi ekki viðurkenna. Hafði hann þauorðumreikninginn.aðhann skildi hann ekki og myndi því ekki greiða hann. Köstuðust þeir nokkuð á orðum, unz rukkarinn rauk á dyr. Sveinn fylgdi honum út og kallaði eftir honum: „Segðu að ég skuli borga reikninginn-þegar ég skil hann; og“, bætti hann við, „ég skil hann aldrei". Um eitt skeið gerði Sveinn út vélbát, og var vélstjórinn nokkuð raupsamur. Sagðist honum svo frá, að eitt sinn hefði liann ver- ið í róðri, en þá sprakk gashaus vélarinnar. Tók hann þá gashausinn af, kældi hann, og setti í munn sér og synti til lands með hann og út með annan gashaus, sem hann svo setti í vélina og því næst var róðri fram haldið. Margir höfðu heyrt söguna og einn- ig Sveinn, sem lét sér fátt um finnast, en hafði þó eigi orð á. Nokkru síðar, er far- þegaskip eitt var við eina bryggju bæjar- ins, þá, sem bátur Sveins lá við, henti vél- stjórann það slys, að detta vit af bryggjunni.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.