Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Síða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Síða 45
H. Kv. GAMANSÖGUR 187 Hugðu nú margir, að hann myndi grípa til sundkunnáttu sinnar, en er ekkert sást bóla á því og maðurinn var að sökkva í fyrsta sinni, snarast Sveinn þá ofan í bátinn, og kemur upp að vörmu spori með gamlan gashaus í hendinni og hraðar sér ofan bryggjuna í átt til vélstjóra síns. Mönnum þótti þetta atferli kynlegt og spurði einhver Svein, hvað þetta ætti að þýða? „Skilurðu það ekki?“ kvað hann og bar ört á. „Mann- fjandinn getur ekki synt nema með gas- haus í kjaftinum“. Svo bar til að kaupfélagsstjórinn fluttist burt út þorpinu, þar eð hann fékk atvinnu sem skrifari í stjórnarráðinu. Er Sveini barst þessi frétt varð honum að orði: „Aum- ingja maðurinn, hvað hefir hann nú gert fyrir sér?“ Eitt sinn skyldi stofna sparisjóð í þorp- inu og ræddu menn um, hvaða tryggingu skyldi heimta fyrir lánveitingum úr sjóðn- um. Var þá leitað álits Sveins, sem til þessa hafði ekki lagt orð í belg. „Hvað er að tala «m lán?“ anzaði hann. „Sparisjóðurinn á ekkert að lána“. Vilhjálmur þótti nokkuð viðutan, er hann var í skóla. Hann var taflmaður góð- tir, enda lagði hann mikið að sér við tafl. Eitt sinn hafði hann verið að tefla símskák -og lauk henni með sigri hans um kl. 4 að nóttu. Stóð hann þá upp og hugðist hverfa til rúms síns. Um morguninn er þjónustu- stúlka hugðist taka til í herbergi hans, fann hún rúmið að mestu óhreyft, en þó var treyja Vilhjálms og vesti í rúminu og yfir- sængin vandlega breidd yfir. Tók hún nú hvort tveggja og hugðist setja inn í stóran fataskáp, er var í herberginujen er hún opn- ar skápinn lá Vilhjálmur þar og svaf vært. Vakti hún hann þá og spurði hverju þetta sætti. „Nú, ég ætlaði bara að láta fötin mín á herðatré áður en ég færi í rúmið“, svaraði Vilhjálmur um leið og hann skreið út úr skápnum. Er hann gekk til prófs í íslenzku í V. bekk hlaut hann Gísla sögu Súrssonar. — Stóð hann sig vel, og er leið að lokum prófs- ins, spurði kennarinn: „Og hvað hét ör- lagasverðið, sem varð að síðustu orsök í út- legð og dauða Gísla?" Vilhjálmur mundi ekki nafnið og gerðist nú all brúnaþungur og hugsaði sem fastast. Loks leiddist kenn- aranum biðin og taépti á orðinu Gra.... Ekki hafði hann fyrr tæpt á orðinu, en sól- skinsbros leið yfir andlit Vilhjálms og sigri hrósandi svaraði hann: „Grasbítur!" Hann fékk 72 fyrir frammistöðuna. O. S. Samtíningur. Hitler handtekinn. Carroll Boswell, aðstoðar-bæjarverkfræð- ingur í Suranap í Kaliforníu, segir oft kunningjum sínum frá því, þegar hann handtók Hitler._ Boswell var þá í ameríska setuliðinu í Rínarhéruðunum og dvaldist í'borginni Mayen (50 þús. íbúar). Átti her- flokkur sá, er hann var í, að gæta skotfæra- birgða og brúar á fljóti einu, sem rennur um borgina. Var því hver æsingamaður, sem kom til borgarinnar, rekinn á brott í snatri. — Kveld eitt var Boswell á gangi með öðrum liðþjálfa, Jeffries að nafni, og lá leið þeirra fram hjá ölstofu, sem talin var bækistöð óeirðaseggja. Venjulega var þar margt gesta þangað til eftir miðnætti, en nú brá svo við, þótt þetta vsæri kl. 8.30 um kveldið, að allar dyr voru þar ramlega læst- ar og hlerar fyrir gluggum. Þeir félagar sáu þó innum rifu á gluggahlera einum, að þar var fundur inni. Rétt í þessum svifum var vínflösku varpað á ræðumanninn og allt lenti í uppnámi. Hermennirnir gátu handtekið ræðumanninn, og kvaðst hann heita Adolf Hitler. Boswell fór heimleiðis til Ameríku tveint 24*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.